Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 90

Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 90
Ég hef oft sagt að draumurinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú er ég kominn þangað. Jóhann Berg Guðmundsson SJÓNVARP OG MYNDLYKILL • Netvæðum sjónvarpstækið • Tengjum við myndlykil • Tengjum önnur tæki við sjónvarpið • Kennum ykkur á fjarstýringu • Stærðin skiptir ekki máli SMART - TENGING • Við netvæðum snjalltækið þitt • Við látum snjalltækin tala saman • Kennum ykkur að nota símann sem fjarstýringu TÖLVUÞJÓNUSTA • Við bjóðum upp á persónulega, alhliða tölvuþjónustu fyrir einstaklinga á hagstæðum kjörum • Við sérhæfum okkur í viðgerðum bæði á Apple og PC tölvum • Uppsetning á hugbúnaði • Vírushreinsun • Persónuleg þjónusta sem hentar þér • Gagnabjörgun • Uppfærsla • og margt fl. HEIMABIÓ • Setjum upp heimabió eftir ykkar þörfum • Tengjum og felum snúrur • Finnum bestu staðsetningu sem völ er • Kennum þér á tækið APPLE TV • Tengjum Apple tv • Setjum upp Netflix • Búum til aðgang fyrir þig • Kennum þér að nota tækið • Þú getur einnig verslað af okkur Apple tv FARSÍMA OG NETLÆKKUN • Við finnum hagstæðustu leiðina til þess að lækka símreikninginn og netið fyrir þig og heimilið • Sparnaður getur numið allt að tugi þúsunda á ári • Ekkert gjald tekið ef okkur tekst ekki að lækka útgjöldin fyrir þig. GPS • Setjum upp GPS í bílinn þinn • Kennum þér á forritið og stillum eftir þörfum INTERNET • Við setjum upp netið fyrir þig • Tengjum router • Pössum að netið verði tilbúið til notkunar Enski boltinn kynningarblað 13. ágúst 201610 Íslendingum í ensku úrvalsdeildinni fjölgaði um helming þegar Burnley festi kaup á íslenska landsliðsmann- inum Jóhanni Berg Guðmundssyni í síðasta mánuði. Jóhann Berg skrif- aði undir þriggja ára samning við Burnley sem vann sér sæti í ensku úrvalsdeildinni í vor eftir eins árs fjarveru. Í samtali við Fréttablaðið eftir að hann skrifaði undir hjá Burnley sagði Jóhann Berg að með þessum félagaskiptum væri draumur hans að rætast. „Ég hef oft sagt að draumurinn sé að spila í ensku úrvalsdeildinni og nú er ég kominn þangað þann- ig að það er auðvitað hægt að segja að draumurinn sé að rætast,“ sagði Jóhann Berg. Að hans sögn byrjaði Burnley að fylgjast með honum í desember á síðasta ári. „Þetta var alltaf fyrsti kostur. Ég ákvað að stökkva á tækifærið og líst mjög vel á þetta. Þeir hafa verið að skoða mig frá því í desember. Eftir EM ákváðu þeir svo að keyra á þetta,“ sagði Jóhann Berg sem var í byrjunarliði Íslands í öllum fimm leikjunum á EM í Frakklandi. Jóhann Berg kemur til Burnley frá Lundúnaliðinu Charlton Athletic sem hann spilaði með í tvö ár. Síð- asta tímabil var erfitt hjá Charlton, innan vallar sem utan, en liðið end- aði á því að falla niður í C-deildina. Þrátt fyrir slakt gengi Charl- ton gekk Jóhanni Berg vel. Íslenski landsliðsmaðurinn skoraði sex mörk og gaf 11 stoðsendingar en enginn leikmaður lagði upp fleiri mörk í B-deildinni. Alls skoraði Jóhann Berg 16 mörk og gaf 15 stoðsend- ingar í 81 deildarleik fyrir Charlton. Hjá Burnley fær Jóhann Berg væntanlega það hlutverk að mata sóknarmennina öflugu Andre Gray og Sam Vokes sem skoruðu samtals 40 mörk í B-deildinni í fyrra. Burnley féll úr ensku úrvals- deildinni þegar liðið var síðast uppi en leikmannahópurinn hefur tekið litlum breytingum síðan þá. „Leikmannahópurinn er nokkuð svipaður og síðast en þeir eru klár- lega reynslunni ríkari núna. Þeir voru ekki langt frá því að halda sér uppi síðast. Það er auðvitað mark- miðið og við eigum góða mögu- leika á því,“ sagði Jóhann Berg sem hlakkar til að vinna með knatt- spyrnustjóranum Sean Dyche sem þykir fær í sínu starfi. „Hann er skemmtilegur maður. Hann vill að sínir menn gefi 120% í allar æfingar og alla leiki. Mín fyrstu kynni af honum eru mjög já- kvæð og ég er á því að hann geri mig að betri leikmanni,“ sagði Jó- hann Berg sem þreytir væntanlega frumraun sína með Burnley klukk- an 14:00 í dag þegar liðið fær Gylfa Þór Sigurðsson og félaga í Swan- sea City í heimsókn. Jóhann Berg hlakkar til að mæta félaga sínum í íslenska landsliðinu. „Það verður gaman að spila við hann í fyrsta leik. Þeir mæta á Turf Moor og það verður ekki auð- velt fyrir þá,“ sagði Jóhann Berg en Burnley tapaði bara tveimur heima- leikjum í fyrra. Jóhann berg mættur í draumadeildina Jóhann berg Guðmundsson upplifir drauminn í vetur þegar hann spilar með Burnley í ensku úrvalsdeildinni. Nýliðar Burnley tefla fram svipuðu liði og þegar þeir féllu úr úrvalsdeildinni í fyrra, en þeir eru reynslunni ríkari að þessu sinni. Hvernig fylgir maður eftir senni- lega óvæntasta titli fótboltasög- unnar? Claudio Ranieri og Refirn- ir hans þurfa að svara þeirri spurn- ingu í vetur. Leicester kom öllum á óvart á síðasta tímabili, tapaði aðeins þremur af 38 leikjum og endaði á því að vinna sinn fyrsta Englands- meistaratitil. Ranieri og leikmenn Leicester unnu þrekvirki og sýndu mikinn styrk og stöðugleika og héldu alltaf haus á meðan hin liðin í toppbaráttunni misstigu sig. Á end- anum munaði 10 stigum á Leic ester og liðinu í öðru sæti (Arsenal). En hvað gerir Leicester í vetur? Fáir búast við því að Refirnir hans Ranieri endurtaki leikinn frá því í fyrra þótt veðbankar hafi meiri trú á þeim. Í fyrra voru líkurnar 5000/1 að Leicester myndi verða Englandsmeistari, í ár eru þær 33/1. Líkurnar á að Leicester falli eru 14/1. Leicester þurfti ekki að hafa áhyggjur af leikjaálagi í fyrra og Ranieri gat nánast alltaf stillt upp sama liði. Liðið féll snemma út úr báðum bikar- keppnunum og var ekki í Evr- ópukeppni. Í vetur tekur Leicester þátt í Meistaradeild Evrópu í fyrsta sinn og þeirri þátttöku fylgja fleiri leikir. Leicester teflir fram mjög svipuðu liði frá því á síðasta tímabili. Þegar þessi orð eru skrifuð er N’Golo Kanté eini lykilmaðurinn sem hefur horfið á braut. Jamie Vardy ákvað að halda kyrru fyrir hjá Leicester og svo virð- ist sem Riyad Mahrez verði áfram hjá félaginu. Nýju mennirnir í leik- mannahópi Leicester eru margir hverjir óskrifað blað. Nampalys Mendy, sem á að taka við hlutverki Kantés, hefur þó staðið sig vel í Frakklandi undan farin ár og Ranieri þekkir hann vel frá því hann stýrði Mon- aco. Ahmed Musa er líka öflugur leikmaður og gefur Leicester fleiri möguleika fram á við. Það er erfitt að átta sig á því á hvaða slóðum í deildinni Leicester verður, en ef það er eitthvað sem síð- asta tímabil kenndi okkur, þá er ekki hægt að úti- loka neitt. Endurtekur leicester hið ómögulega? Ranieri er nýbúinn að skrifa undir nýjan samning við leicester. Jóhann berg Guðmundsson er kominn í ensku úrvalsdeildina. 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 4 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 1 -0 2 0 8 1 A 4 1 -0 0 C C 1 A 4 0 -F F 9 0 1 A 4 0 -F E 5 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.