Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 120

Fréttablaðið - 13.08.2016, Síða 120
Cyber hefur verið til í nokkurn tíma innan Reykjavíkurdætra sam-steypunnar, í raun áður en Reykjavíkurdætur urðu til. Þær hafa áður gefið út lögin Sjálfstæðisfyllerí og Fiðringur. Hvernig eru þið ólíkar Reykjavíkur- dætrum og af hverju eru þið í „sér“ hljómsveit? Salka: „Cyber er kannski ólíkast Reykjavíkurdætrum að því leyti að við erum bara tvær og vinnum þess vegna tónlistina okkar í nánara sam- starfi en venjan er hjá Reykjavíkur- dætrum. Við höfum það að mark- miði að vinna að ákveðnu „soundi“ á meðan Reykjavíkurdætur snúast ein- mitt um að hafa rými til þess að mega vera mismunandi einstaklingar með alls konar „sound“ og pælingar.“ Jóhanna: „Fyrir Airwaves 2011 var ég svo blönk að ég vældi í Sölku að byrja með mér í hljómsveit og reyna að fá frímiða. Við skírðum þessa hljómsveit eftir uppáhalds MAC- varalitnum okkar, á þeim tíma, sem var einmitt Cyber. Hins vegar átti Cyber upphaflega að vera diskó/ trash-metal/pönk dúó. Allt þetta var samt meiri kjaftur í okkur en nokkuð annað. Í rauninni bjóst ég aldrei við því að við myndum gera nokkuð. Svo kem ég heim úr nokkurra mánaða Rússlandsferð um haustið 2013 og viku seinna stígum við á svið sem rapparar á Rappkonukvöldi sem Cyber.“ Hvernig plata er þetta? Eruð þið að vinna með einhverjar sérstakar pæl- ingar? Eru gestir? Hverjir pródúsa? Salka: „Þessi plata er að mörgu leyti drungaleg en samt lífleg. Það er mjög mikil tilfinning í hverju lagi og lögin í sjálfu sér ólík en samt er einhver „X-factor“ sem bindur þau saman. Lögin eru unnin í mjög nánu samstarfi með ólíkum pródúserum og við erum líka að vinna mikið með vókal sem hljóðfæri á flestum lögum plötunnar. Platan er eins og gengur og gerist þrútin af upplýsingum og pælingum, sem gerist gjarnan með jafn texta- miðaða tónlist og rapptónlist er. Platan sem heild er ekki að vinna með neitt sérstakt þema, það er helst bara að tónlistin er unnin í mjög nánu samstarfi og er þess vegna per- sónuleg og mikið unnin. MC Blær er með okkur í tveim lögum, en Blær hefur einmitt unnið mikið með okkur í gegnum árin og þegar við ákváðum að gera þessa EP þá kom ekki til greina að hún myndi ekkert koma að henni. Hún er soldið eins og stóra systir okkar. Við vorum ótrúlega heppnar að fá svo geð- veikt mikið af flottum pródúserum að vinna með okkur þ.e. Dj. Flugvél og geimskip, Russian.girls, TY og Marmara.“ Þarf ekki að fagna svona útgáfu? Er eitthvað fleira að fæðast hjá ykkur? Salka: „Við ætlum að halda útgáfu- tónleika þann 17. ágúst á vinnustof- unni minni á Fiskislóð. Þar verður líka sýnt myndband og mögulega stíga á  svið fleiri hljómsveitir. Við erum mjög spenntar að halda þetta á vinnustofunni þar sem við unnum mikið að plötunni þar og ætlum okkur að skapa alveg einstakt rými fyrir útgáfuna. Líkt og árið 2011 þá ætlum við okkur enn þá að fá að spila á Air- waves, svo við stefnum á það. Annars verður vonandi bara nóg að gera hjá okkur í framhaldi af þessari plötu!“ stefanthor@frettabladid.is Nefnt eftir varalit Cyber er samvinnuverkefni þeirra Sölku Valsdóttur og Jóhönnu Rakelar Jónasdótt- ur úr Reykjavíkurdætrum. Á miðvikudaginn gáfu þær út EP-plötuna Crap sem er sjö laga stuttskífa á SoundCloud. Jóhanna og Salka voru í raun orðnar Cyber áður en þær urðu Reykjavíkurdætur. Mynd/HRefna BJöRg gylfadóttiR „Þetta verður eins og Bylgjulestin fyrir skrýtið fólk,“ segir Steindór Grétar Jónsson, umsjónarmaður hlaðvarps- þáttarins Spinnipúkans. Í kvöld munu umsjónarmenn Spinnipúkans ásamt íslensk/ástralska uppistandshlaðvarpinu Ice tralia taka upp þætti ásamt áhorfendahóp. Umsjónarmenn Icetralia eru íslenski uppistandarinn Hugleikur Dagsson og ástralski uppistandarinn Jonat- han Duffy. Áhorfendur eiga kost á því að taka að einhverju leyti þátt í hlaðvarps- þáttunum tveimur en þetta er í fyrsta sinn sem þættirnir eru teknir upp með áhorfendum. Steindór segist ekki viss um hvaða gest þeir Hugleikur og Jonathan muni kynna til leiks en sér- legur gestur Spinnipúkans er Hildur Lilliendahl Viggós dóttir. „Hún mun segja okkur sögur úr eigin lífi til þess að veita okkur innblástur og kveikja á hugmyndum til þess að nota í spun- anum,“ segir Steindór. Hann vill þó ekki gangast við því að örli á samkeppni á milli hlað- varpsþáttanna en viðurkennir að einhverjum bolabrögðum verði hugsanlega beitt. „Það er náttúrulega spurning hvort ég noti tækifærið og reyni að skemma þeirra þátt. Kannski hleyp ég upp á sviðið og tek mækinn. Svo mega áhorfendur náttúrulega reyna að hlaupa upp á svið og taka mækinn en þá megum við tækla þá. Það getur allt gerst,“ segir Steindór og hlær. Ásamt honum munu þau Ólafur Ásgeirsson, Sandra Barilli og Atli Már Steinarsson sjá um Spinnipúkann. „Það verður nóg af gríni og það er frítt inn. Þetta verður einhver algjör vitleysa og mjög fyndið.“ Herlegheitin fara fram á skemmti- staðnum Húrra og hefjast klukkan 20.00. – gló Mega tækla áhorfendur Miðasala er hafin Stórtónleikar í Eldborg 17. september Chris Norma n Hugleikur, Jonathan og Steindór verða örugglega í stuði í kvöld og Steindór segir allt geta gerst. fRéttaBlaðið/Hanna 1 3 . á g ú s t 2 0 1 6 L A U g A R D A g U R64 L í f i ð ∙ f R É t t A B L A ð i ð Lífið 1 3 -0 8 -2 0 1 6 0 4 :3 4 F B 1 2 8 s _ P 1 2 1 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 1 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 2 8 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 4 0 -B 7 F 8 1 A 4 0 -B 6 B C 1 A 4 0 -B 5 8 0 1 A 4 0 -B 4 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 1 2 8 s _ 1 2 _ 8 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.