Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 1
— M e s t l e s n a dag b l a ð á Í s l a n d i * —2 2 4 . t ö l u b l a ð 1 6 . á r g a n g u r F i M M t u d a g u r 2 2 . s e p t e M b e r 2 0 1 6 Fréttablaðið í dag skoðun Hallgrímur Kristinsson skrifar um ósanngjarna sam- keppni fjölmiðla. 38 sport Aron Jóhannsson var ekki langt frá því að tárast er hann sneri aftur á fótboltavöllinn. 42 Menning Kristjana Stefáns- dóttir á lögin í söngleiknum Bláa hnettinum. 52 lÍFið Seðlabanka- stjóri leikur sjálfan sig í nýrri stuttmynd Eyþórs Jóvinssonar. 66 12 MANNA ÁSAMT FYLGIHLUTUM YFIR 15 TEGUNDIR VERÐ FRÁ KR.24.990 HNÍFAPARATÖSKUR 45 ÁRA LAUGAVEGI 178 – SÍMI 568 9955 Sjá nánar bls. 14-17 H ER R AK VÖ LD opið til 22 Réttir í Trékyllisvík Sólveig Rún Samúelsdóttir var ein þeirra sem smöluðu afrétti í nyrðri hluta Árneshrepps á Ströndum um liðna helgi. Hún var líka ein af mörgum sem létu muna um sig í Melarétt. Sjá síðu 22 Fréttablaðið/SteFán plús sérblað l Fólk *Samkvæmt prentmiðlakönnun Gallup apríl-júní 2015 saMFélag Spice er hið nýja tískudóp fanga á Litla-Hrauni. Spice er mann- gert kannabis og getur tekið nánast hvaða form sem er. Algengast er að það sé líkt eftir kryddi og þaðan kemur nafnið. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður fangelsisins á Litla-Hrauni, segir að fangelsið hafi aukið eftirlit með notkun spice en það mældist ekki áður við sýnatöku hjá föngum. „Við erum byrjaðir að finna spice innan veggja fangelsisins. Það hafa komið upp þó nokkur tilvik á stutt- um tíma en er hægt að kalla það faraldur?“ segir Halldór. Efnið kom fyrst á borð fang- elsisyfirvalda hér á landi fyrir um níu árum þegar fangar byrjuðu að reykja það í fangelsum á Norður- löndum en það tók langan tíma að berast til Íslands. „Spice getur litið alla vega út, eins og kaffikorgur, krydd eða hvað sem er. Við erum vakandi hér á Litla-Hrauni og erum oft að finna alveg ótrúlegustu hluti frá gestum og föngum, hvort sem það er spice, sýra  eða annað sem er verið að reyna að koma til fanga,“ segir Hall- dór. Stutt er síðan sýra sem leit út eins og blaðsnepill og bar ekki nein önnur merki en að vera blaðsnepill fannst á Litla-Hrauni að sögn Hall- dórs. „En okkur fannst eitthvað grun- samlegt við að koma með eitt blað inn í fangelsið og prófuðum blað- snepilinn. Hann reyndist vera sýra.“ Halldór segir allt reynt og að það muni ekkert breytast. „Það eru alltaf einhverjir sem vilja koma eitri inn fyrir veggi fangelsis- ins. Við erum að búa okkur betur undir fleiri tilvik af spice og þó það sé erfitt vegna þess hve fá áhöld eru til að greina efnin sem eru í spice, þá eru þau til.“ – bbh Nýtt tískudóp á Litla-Hrauni Fangar á Litla-Hrauni reyna að vera skrefi á undan yfirvöldum þegar kemur að því að komast í vímu. Nýja tískudópið þar er spice, sem er manngert kannabisefni. Brugðist er við með auknu eftirliti. Það eru alltaf einhverjir sem vilja koma eitri inn fyrir veggi fangelsisins. Halldór Valur Pálsson, forstöðu- maður fangelsisins á Litla-Hrauni. lögregluMál Konan sem varð fyrir hrottalegri lík- amsárás í Vestmannaeyjum á laugardag eftir heimsókn á veitingastaðinn Lundann er í áfalli og á erfitt með að tjá sig um atburði kvöldsins. Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði vegna of mikils áreitis á spítalanum, að sögn fjöl- skyldumeðlims. Sá grunaði, sem er í haldi lögreglu, er með áverka sem þykja benda til þess að hann hafi sparkað í konuna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins á konan mjög erfitt með sjón vegna mikilla áverka í andliti og höfuð- kúpubrots. Er konan fannst var hún nakin, afmynduð í andliti og með blóðuga áverka við kynfæri. Hún hefur ekki farið í sakbendingu en mun líklega ræða við lögreglu í dag og staðfesta hvort sá grunaði sé árásar- maðurinn.  – snæ /sjá síðu 2 Konan úr Eyjum illa haldin dóMsMál „Þegar menn eru búnir að taka við starfi sem dómarar, og fara þar með þýðingarmikið vald til þess að taka ákvarðanir í málefnum fólksins í landinu, þá verða þeir að sæta því að það birtist opinberlega upplýsingar um hugsanlegar hags- munatengingar þeirra,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. „Það er traustið og trúverðugleiki sem er alfa og omega í þessu,“ segir Stefán Már Stefánsson, prófessor emeritus við Háskóla Íslands.  – hlh / sjá síðu 18 Vilja hagsmuni dómara á borðið lundinn er öldurhús í eyjum. Fréttablaðið/ÓSkar 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -3 9 8 C 1 A A 7 -3 8 5 0 1 A A 7 -3 7 1 4 1 A A 7 -3 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.