Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 76

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 76
Leikarinn Ryan Gosling og leikkon- an Eva Mendes eiga að hafa gengið í það heilaga fyrr á þessu ári, sam- kvæmt heimildum US Weekly. Heimildarmenn blaðsins segja að parinu hafi alltaf liðið eins og það væri gift og sé einstaklega hrifið hvort af öðru. Ryan og Eva kynntust við gerð myndarinnar The Place Beyond the Pines og eiga saman tvær dætur: Esmeröldu sem er tveggja ára og Amöndu sem er fjögurra mánaða. Ryan og Eva í hjónaband Ryan Gosling mun hafa gifst Evu Mendes. Mynd/GEtty Serial Sarah Koenig segir sannar sögur með rannsóknarblaða- mennsku að vopni. Hardcore History Útvarpsmaðurinn Dan Carlin talar um söguna. How I Built This Þátturinn fjallar um hvernig stærstu fyrir- tæki og merki heims- ins urðu til, sögð af manneskjunum á bak við þau. Stuff You Should Know Josh Clark og Charles W. „Chuck“ Bryant fjalla um nánast allt í heiminum með það að markmiði að fræða hlustendur. The Joe Rogan Experience Grínistinn, leikarinn og UFC-lýsandinn Joe Rogan hefur sterkar skoðanir og fær til sín alls kyns gesti sem ræða allt frá bardaga- íþróttum og elgskjöti til skynörvandi efna. Erlend hlaðvörp Fílalag Tónlistarhlaðvarp þar sem þeir félagar Snorri Helgason og Bergur Ebbi fíla lög – í hverjum þætti er eitt lag tekið fyrir og það krufið til mergjar og jafnvel enn dýpra. Poppmenning er í stóru hlutverki í þáttunum og hún rædd út frá sjónar- horninu sem lagið sem er til umræðu hverju sinni býður upp á. „Bergur Ebbi og Snorri Helga taka eitt lag fyrir í hverjum þætti. Þeir greina menningarleg, samfélagsleg og söguleg áhrif í bland við þetta einlæga, innra með okkur sem fær okkur til að tengja og fíla. Geggjuð tónlist og frábær húmor, eðalblanda,“ segir Halldór Marteinsson, aðdáandi hlaðvarpsins. Pendúllinn Fjölmiðlafólkið og spekúlantarnir Snæ- rós Sindradóttir, Stefán Óli Jónsson og Stefán Rafn Sigurbjörnsson ræða pólitík líðandi stundar og reyna að ná tökum á þeirri ótemju sem stjórnmálin hér á landi eru um þessar mundi eða bara um allar mundir. Sigurður Orri Kristjánsson, gítarleikari í hljómsveitinni Alþýðulagabandalaginu, er mikill aðdáandi Pendúlsins. „Ég hlusta á Pendúlinn því það er hressandi að heyra unga blaðamenn tala um alvöru stjórnmál sem eru ekki bara „málefni ungs fólks“.“ Englaryk Dröfn Ösp Snorradóttir og Hanna Eiríks- dóttir fara yfir allt það helsta í slúður- og dægurmenningu hverju sinni og ræða það í þaula. Hvern er Rihanna að deita, af hverju er Kim Kardashian á einhjóli og er Adele byrjuð með Jan-Michael Vincent? eða hvað það nú er sem krakkarnir eru alltaf að tala um – þær vita það alveg pottþétt. Berglind Pétursdóttir internet- sérfræðingur hlustar mikið á Englaryk „Vinir mínir eru alltaf að þykjast vera svo gáfaðir að þeir nenna ekki að ræða við mig um hvað rassinn á Kim Kardashian er að gera hverju sinni. Þá er mjög gott að eiga Dröfn og Hönnu að.“ Í ljósi sögunnar Vera Illugadóttir ræðir mál líðandi stundar út frá sagnfræðilegum vinkli af einstakri kunn- áttu og innsæi. Gyða Lóa Ólafsdóttir, kynningarstjóri RIFF, hlustar reglulega á Í ljósi sögunnar. „Í ljósi sögunnar er bæði fræðandi og skemmtilegt. Efnistökin eru forvitni- legt og gaman hvernig þau tengjast oft málum líðandi stundar og veita manni dýpri skilning á hinum ýmsu at- burðum. Vera er frábær og með ótrú- lega þægilega og góða rödd. Eini ókosturinn við Í ljósi sögunnar er sá að þátturinn er ekki nógu oft á dagskrá sem veldur mér oft miklum ama í upp- vaskinu og almennri tiltekt heima. Þannig að ef það er drasl heima hjá mér þá er það Veru að kenna.“ H laðvarpið (e. pod-cast) er einn vinsæl-asti miðillinn í dag. Hlaðvarpið er eins og útvarp sem má hlusta á hvenær sem er og er ekki endilega háð neinni sérstakri dagskrá eða staðsetningu í útsendingu. Hér á landi eru ansi mörg hlaðvörp í boði en stundum skarast útvarp og hlaðvarp í skilgreiningu og eðli. Frétta- blaðið tekur hér saman nokkur helstu hlaðvörpin og ræðir við nokkra af stærstu aðdáendum þeirra. Fyrir þá sem hafa ekki hugmynd um hvernig má nálgast hlaðvörp er líklega auðveldast að nálgast þau á vefsíðu þeirra – en flest hlaðvörp eru með sér- staka vefsíðu sem er hægt að finna með að leita að titli hlaðvarpsins í Google og hlaða því svo niður þaðan eða streyma því beint af síðunni. Íslensk hlaðvörp má finna á Vísi, Alvarpinu, Kjarnanum og Sarpinum til að mynda. Með heiminn í eyrunum Hlaðvarpið hefur verið til síðan allir voru með iPod í vasanum en síðustu árin hefur úrvalið þátta verið að aukast gífurlega og má tala um hálfgert æði. Það er hægt að finna þátt um nánast hvaða málefni sem er, sama hversu skrýtið áhugamálið kann að vera. 2 2 . S E p T E m B E R 2 0 1 6 F I m m T U D A G U R64 L í F I ð ∙ F R É T T A B L A ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -6 1 0 C 1 A A 7 -5 F D 0 1 A A 7 -5 E 9 4 1 A A 7 -5 D 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.