Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 56

Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 56
Ármúla 31 - við hliðina á innréttingar og tæki Verksmiðju útsala afsláttur 40-70% Verksmiðjuútsala verður hjá Varma Dagana 22-24 september Opið: Fimmtud. og Föstud. kl. 17-19 Laugard. kl. 12-15 lítið útlitsgallaðar vörur ásamt vörum sem hættar eru í framleiðsu.. Fótbolti Á mánudaginn verða þrjú ár liðin frá því að Freyr Alexanders- son stýrði íslenska kvennalands- liðinu í fyrsta sinn. Leikurinn var gegn Sviss á Laugardalsvelli og var sá fyrsti í undankeppni HM 2015. Hann var ekki góður, tapaðist 0-2 og verður helst minnst fyrir að vera sá síðasti á löngum og glæsilegum landsliðsferli Katrínar Jónsdóttur. Á þessum þremur árum síðan Freyr tók við hefur íslenska lands- liðið tekið talsverðum breytingum. Reynslumiklir leikmenn og stórir persónuleikar hafa horfið af lands- liðssviðinu og aðrir komið í stað- inn eins og gerist, en fyrst og síðast hefur leikstíllinn breyst. Og lykil- orðið í því samhengi er pressa. Freyr virðist hafa áttað sig snemma á því að það hentar þeim leikmönnum sem eru í burðar- hlutverki í landsliðinu í dag betur að spila varnarleikinn framar og ráðast á andstæðinginn í stað þess að bíða eftir honum. Miðjumenn íslenska liðsins, Sara Björk Gunn- arsdóttir og Dagný Brynjarsdóttir, búa yfir gríðar lega mikilli hlaupa- getu og með Glódísi Perlu Viggós- dóttur, arftaka Katrínar í vörninni, á íslenska liðið auðvelt með að verjast framarlega. Glódís er einnig mikil- væg í uppspili íslenska liðsins en hún hefur flestar sóknir þess. Undankeppni HM 2015 var eins konar undirbúningsmót fyrir undan keppni EM 2017, sérstaklega eftir að draumurinn um að spila á HM í Kanada fauk út um gluggann eftir 0-1 tap fyrir Dönum. Leikirnir tveir sem eftir voru í undankeppn- inni voru nýttir til að gefa yngri leikmönnum tækifæri á meðan stór nöfn eins og Ólína G. Viðarsdóttir, Katrín Ómarsdóttir og Hólmfríður Magnúsdóttir voru ekki valdar í landsliðshópinn. Þetta var stór ákvörðun en sýndi að þjálfarinn var óhræddur við að gera breytingar. Þessir tveir leikir, gegn Ísrael og Serbíu, unnust örugglega en Algarve-mótið 2015 gaf ekki mikla ástæðu til bjartsýni. Ísland lék fjóra leiki og mistókst að skora í þeim öllum. Þrátt fyrir þetta bakslag var greinilegt að íslenska liðið var á réttri leið. Staðfestingin á því fékkst í fyrsta leik undankeppni EM 2017, gegn Hvít-Rússum á Laugardalsvell- inum. Leikurinn vannst bara 2-0 en spilamennskan var góð og mörkin áttu að verða miklu fleiri. Það var þó engin vöntun á mörk- um í undankeppni EM 2017. Þau urðu alls 34 en aðeins Spánn (39) og Þýskaland (35) skoruðu fleiri. And- stæðingarnir voru vissulega ekki alltaf þeir sterkustu en íslenska liðið sýndi í þessari undankeppni fram- farir þegar kemur að því að stjórna leikjum. Það  small svo allt saman í úti- leiknum gegn Skotum þar sem Ísland samtvinnaði ákafa pressu- vörn og góðan fótbolta. Skotaleik- urinn í fyrradag var öllu daprari og sá slakasti í undankeppninni. Það verður þó að taka með í reikninginn að vægi hans var ekki mikið þar sem Ísland hefði þurft að tapa með fimm mörkum til að missa toppsætið í riðlinum. Frammistaðan í undankeppn- inni var jákvæð en hún telur lítið ef Ísland fellur á prófinu í lokakeppn- inni í Hollandi. Hún er stóra prófið. Íslenska liðið virðist vel undirbú- ið en það þarf að nýta næstu mánuði vel eins og Freyr benti á eftir leikinn gegn Skotum í fyrradag. ingvithor@365.is Freyr hefur breytt leikstíl liðsins Freyr Alexandersson hefur stýrt íslenska kvennalandsliðinu í þrjú ár. Á þeim tíma hefur hann gert talsverðar breytingar á leikstíl liðsins og þær hafa gefið góða raun eins og sást í undankeppni EM 2017. Stelpurnar stóðu sig stórkostlega og flugu inn á lokamótið í Hollandi. 33 leikir l 20 sigrar l 4 jafntefli l 9 töp haldið hreinu Árangur liðsins með Frey sem þjálfara 82 mörk skoruð 29 mörk fengin á sig 13x mistekist að skora í leik 9x 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t U D A G U r44 s p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -6 A E C 1 A A 7 -6 9 B 0 1 A A 7 -6 8 7 4 1 A A 7 -6 7 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.