Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 66

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 66
Leikhús helgi magri HHHHH Byggt á samnefndu verki eftir Matthías Jochumsson MAk og Leikfélag Akureyrar Samkomuhúsið Leikarar og höfundar: Benedikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson Listrænir stjórnendur og höfundar: Jón Páll Eyjólfsson og Þóroddur Ing- varsson Leikfélag Akureyrar hefur verið að fóta sig undanfarin misseri eftir að hafa sameinast Menningarfé- lagi Akureyrar. Í leit sinni að eigin rödd hefur það oftar en ekki fundið innblástur í nærumhverfi sínu með nokkuð góðum árangri. Í þetta skipti er söguarfurinn lagður í hend- ur trúða sem nefnast Pétur, Tómas, Brynhildur og Sigfús. Hópurinn ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og ákveða að klöngrast saman í gegnum landnámssögu Helga magra með hjálp Matthíasar Jochumssonar. Handritið sjálft er ekki meira en nokkrar blaðsíður og dregur upp helstu efnisatriðin úr upphaflegu handriti Matthíasar, en brotin eru oft einstaklega vel skrifuð. Sagan af landsnámsmanninum Helga magra og fjölskyldu hans er jafnframt saga Eyjafjarðar, samfélagsins sem dafn- aði þar og einstaklinganna sem þar dvelja enn. Trúðarnir brjóta upp söguna með persónulegum inn- skotum og hnyttnum ábendingum. Af þessum sökum eru engar tvær sýningar eins og því eru þær allar einstakar, líkt og mannfólkið. Trúðleikur byggist á mikilli nákvæmnisvinnu þó á yfirborðinu virðist uppátækjasemin og hrein- skilnin vera í fyrirrúmi. Þau Bene- dikt Karl Gröndal, Halldóra Malín Pétursdóttir, Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Kjartan Darri Kristjánsson mynda þetta trúða- teymi og vinna haglega saman. Trúðarnir sinna fjölmörgum verk- efnum í einu, eiginlega öllum, þar sem leikhópurinn útfærir alla list- ræna þætti sýningarinnar í samein- ingu, svo sem leikmynd, búninga og lýsingu. Samtenging þeirra við sýninguna er einnig sýnileg áhorf- endum en trúðarnir deila upplifun sinni af leiknum á meðan þeir eru í miðju kafi í sögunni. Mörg þessara innskota eru ein- læg og hitta beint í hjartastað en koma einnig upp um stærstu galla sýningarinnar. Báðar sögurnar, handritið og spuninn, verða að styðja hvor við aðra, söguþráður- inn verður að fleyta spunanum áfram og setja honum skorður. Afleiðing þessarar frásagnargleði trúðanna er sú að sýningin teygist og togast í alls konar áttir þar sem útúrdúrarnir verða mikilvægari en grunnsagan. Spuninn verður að skapa spennu og vera snarpur, of langar frásagnir og útskýringar geta orðið þreytandi. Leikmyndin er hugvitsamleg og áferðarfögur þar sem einfald- leikinn ræður ríkjum. Lýsingin er sömuleiðis heillandi og áhrifarík með litríkum blæbrigðum. Ekki skemmir fyrir að sýningin fer fram í Samkomuhúsinu sem bæði skapar ljúft andrúmsloft og tengir líka lag- lega við menningarsögu Akureyrar. Í formála verksins skrifar Matthí- as Jochumsson að leikurinn hafi verið saminn í því sérstaka augna- miði að vera sýndur á Akureyri og ef hann væri bæði boðlegur og sagnfræðilega þolanlegur þá væri takmarkinu náð. Helgi magri í meðförum trúðanna fjögurra virð- ist ná þrennunni og er hin ágætasta byrjun á leikári Leikfélags Akureyr- ar. Þá er einstaklega ánægjulegt að ungum leikurum sé gefið tækifæri til að skapa og vinna að sýningu innan veggja hússins. Þó að niður- staðan hafi ekki heppnast nægi- lega vel í þetta skiptið þá er vert að hvetja áhorfendur um land allt til að styðja við Leikfélag Akureyrar á komandi leikári. Sigríður Jónsdóttir Niðurstaða: Djörf tilraun sem skortir festu. Trúðateymi togar í hjartastrengi Menntaskólinn við Hamrahlíð fagnar fimmtíu ára afmæli sínu í þessari viku með ýmsum hætti. Skólinn hefur löngum verið þekktur fyrir að fóstra listamenn og í kvöld hefja rithöfundar þar upp raust sína. Hamraskáldin svokölluðu munu lesa úr verkum sínum í Norðurkjallara, meðal þeirra eru Bragi Ólafsson, Bryndís Björgvinsdóttir Gerður Kristný, Hallgrímur Helgason, Hermann Stefánsson, Margrét Lóa Jóns- dóttir, Oddný Eir Ævarsdóttir, Yrsa Þöll Gylfadóttir og Þórunn Erlu Valdimarsdóttir. Sumir þessara rithöfunda birtu sín fyrstu ljóð í skólablaði MH, Beneventum, en hafa síðan haslað sér völl í bókmenntalífinu svo um munar. Dagskráin hefst klukkan 20.30 og aðgangur er ókeypis og öllum heimill meðan húsrúm leyfir. Af öðrum viðburðum afmælis- vikunnar má minnast á fyrir- lestraröðina Aftur til framtíðar, þar sem fyrrverandi nemendur snúa aftur og ausa af viskubrunni sínum fyrir núverandi nemendur, gesti og gangandi, og afmælishá- tíð á laugardag sem hefst klukkan tvö og lýkur með stórtónleikum á hátíðasal skólans. Nánari upplýsingar um afmælis- hátíð MH má finna á mh.is. – gun Rithöfundar hefja upp raust í MH Gerður Kristný er ein þeirra sem ætla að lesa upp í MH í kvöld. Mynd/Auðunn níeLSSon Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Benedikt Karl Gröndal á sviði Samkomuhússins á Akureyri. 2 2 . s e p t e M B e r 2 0 1 6 F i M M t u D a G u r54 M e N N i N G ∙ F r É t t a B L a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -6 5 F C 1 A A 7 -6 4 C 0 1 A A 7 -6 3 8 4 1 A A 7 -6 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.