Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 2
Veður Sunnan hvassviðri eða stormur um tíma austanlands um morguninn, en annars yfirleitt mun hægari sunnanátt með skúrum, en þurrt og fremur bjart veður um landið norðaustanvert þegar kemur fram á daginn. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. sjá síðu 50 Málað fyrir Airwaves Listamaðurinn Lora Zombie vinnur í vegglistaverki á Nýlendugötu í miðbæ Reykjavíkur. Verkið er unnið í samstarfi við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Zombie ætlar að mála allar hliðar hússins innblásin af plötunni Warpaint frá 2014 með samnefndri hljómsveit. Fréttablaðið/Eyþór LögregLumáL Konan sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum á laugardag er í áfalli eftir árásina og á erfitt með að tjá sig við sína nánustu um atburði kvöldsins. Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði vegna of mikils áreitis á spítalanum, að sögn fjölskyldumeðlims. Sá grun- aði, sem er í haldi lögreglu, er með áverka á ristum sem þykja benda til þess að hann hafi sparkað í konuna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins á konan mjög erfitt með sjón vegna mikilla áverka í andliti og höfuðkúpubrots. Þegar konan fannst var hún nakin, afmynduð í andliti af áverkum og með blóðuga áverka við kynfæri. Hún hefur ekki farið í sakbendingu en mun líklega ræða við lögreglu í dag og staðfesta hvort hinn grunaði sé árásarmaðurinn. Aðstandendur konunnar segja hana marða um allan líkamann vegna ofbeldisins. Einnig beri hún sár vegna þess að fötin hafi bók- staflega verið rifin utan af henni. Maðurinn og konan þekktust ekki. Hæstiréttur sneri í gær úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi hinn grunaða í gæsluvarðhald til laugardags. Hann er fæddur 1993 og á sambýliskonu og ungt barn. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lundann aðfara- nótt laugardags. Starfsmenn Lund- ans hringdu á lögreglu um tuttugu mínútur í fimm um nóttina og til- kynntu um átök fólksins fyrir utan skemmtistaðinn. Lögregla sinnti því ekki þá vegna annars máls. Í samtali við Fréttablaðið stað- festa starfsmenn skemmtistaðarins að hringt hafi verið á lögregluna og fólkið beðið að hypja sig frá staðnum vegna stympinga. Rúmlega klukkutíma langt myndband er til af samskiptum fólksins að hluta. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að nágranna skemmti- staðarins hafi verið litið út um glugga heimilis síns um fimmleytið um nóttina vegna þess að hann heyrði læti og öskur úti. Sá hann þá konuna liggja nakta á götunni og mann ganga í burtu frá konunni. Sá hafi verið pollrólegur og reykjandi, unglegur og sjálfsöruggur í göngu- lagi. Nágranninn hringdi á neyðarlín- una, safnaði saman fötum konunn- ar og hlúði að henni þar til lögreglu bar að garði. Hann segir konuna hafa átt í miklum erfiðleikum með að greina frá því sem gerðist og hún hafi engu svarað þegar lögreglu bar að garði. Í dóminum segir að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af kon- unni vegna ástands hennar. Við myndatöku af áverkunum hafi hún þó sagt: „Hann vildi mig.“ snaeros@frettabladid.is Konan sem ráðist var á í áfalli segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburð- inn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. Starfsmenn lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna. Höfuð konunnar var keyrt ofan í steyptan öskubakka að sögn vitnis. Fréttablaðið/óSkar TCHAIKOVSKY Tímalaus rússnesk ástarsaga H Ö N N U N : H G M MIÐASALA HAFIN Á WWW.OPERA.IS DómsmáL Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær fundnir sekir um fíkniefnasmygl með Norrænu í fyrra.  Angelo og Peter, báðir Hollend- ingar, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Smyglað var um 20 kílóum af amfetamíni og um 2,6 kílóum af kókaíni.  – sks Fundnir sekir í Norrænumálinu angelo fékk fimm ára dóm. Fréttablaðið/VilHElm AL þ i n g i Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir gerræðis- legt af ríkisstjórninni að ætla að grípa fram í löglegt ferli við mat á áhrifum háspennulína til kísilvers á Bakka með lagasetningu. Iðn- aðar- og viðskiptaráðherra telur hins vegar nauðsynlegt að Alþingi samþykki sem fyrst frumvarp sem heimili lagningu raflínanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir að fullreynt hafi verið að ná samkomu- lagi um málið þannig að hefja mætti á ný framkvæmdir við að leggja raf- línur frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Þá hafi sveitarfélögin fyrir norðan þrýst á stjórnvöld að höggva á hnútinn. Ríkisstjórnin samþykkti á auka- fundi í morgun að iðnaðarráðherra legði fram frumvarp um raflínurnar, en framkvæmdir við þær hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið eftir að Landvernd kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. – hmp Stjórnarandstaðan gegn flýtimeðferð á Bakka ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráð- herra í mótbyr Fréttablaðið/anton brink 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -3 E 7 C 1 A A 7 -3 D 4 0 1 A A 7 -3 C 0 4 1 A A 7 -3 A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.