Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 2

Fréttablaðið - 22.09.2016, Síða 2
Veður Sunnan hvassviðri eða stormur um tíma austanlands um morguninn, en annars yfirleitt mun hægari sunnanátt með skúrum, en þurrt og fremur bjart veður um landið norðaustanvert þegar kemur fram á daginn. Hiti yfirleitt 5 til 10 stig. sjá síðu 50 Málað fyrir Airwaves Listamaðurinn Lora Zombie vinnur í vegglistaverki á Nýlendugötu í miðbæ Reykjavíkur. Verkið er unnið í samstarfi við tónlistarhátíðina Iceland Airwaves. Zombie ætlar að mála allar hliðar hússins innblásin af plötunni Warpaint frá 2014 með samnefndri hljómsveit. Fréttablaðið/Eyþór LögregLumáL Konan sem varð fyrir hrottalegri líkamsárás og nauðgun í Vestmannaeyjum á laugardag er í áfalli eftir árásina og á erfitt með að tjá sig við sína nánustu um atburði kvöldsins. Konan útskrifaði sjálfa sig af Landspítalanum gegn læknisráði vegna of mikils áreitis á spítalanum, að sögn fjölskyldumeðlims. Sá grun- aði, sem er í haldi lögreglu, er með áverka á ristum sem þykja benda til þess að hann hafi sparkað í konuna. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins á konan mjög erfitt með sjón vegna mikilla áverka í andliti og höfuðkúpubrots. Þegar konan fannst var hún nakin, afmynduð í andliti af áverkum og með blóðuga áverka við kynfæri. Hún hefur ekki farið í sakbendingu en mun líklega ræða við lögreglu í dag og staðfesta hvort hinn grunaði sé árásarmaðurinn. Aðstandendur konunnar segja hana marða um allan líkamann vegna ofbeldisins. Einnig beri hún sár vegna þess að fötin hafi bók- staflega verið rifin utan af henni. Maðurinn og konan þekktust ekki. Hæstiréttur sneri í gær úrskurði Héraðsdóms Suðurlands og dæmdi hinn grunaða í gæsluvarðhald til laugardags. Hann er fæddur 1993 og á sambýliskonu og ungt barn. Árásin átti sér stað fyrir utan skemmtistaðinn Lundann aðfara- nótt laugardags. Starfsmenn Lund- ans hringdu á lögreglu um tuttugu mínútur í fimm um nóttina og til- kynntu um átök fólksins fyrir utan skemmtistaðinn. Lögregla sinnti því ekki þá vegna annars máls. Í samtali við Fréttablaðið stað- festa starfsmenn skemmtistaðarins að hringt hafi verið á lögregluna og fólkið beðið að hypja sig frá staðnum vegna stympinga. Rúmlega klukkutíma langt myndband er til af samskiptum fólksins að hluta. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum kemur fram að nágranna skemmti- staðarins hafi verið litið út um glugga heimilis síns um fimmleytið um nóttina vegna þess að hann heyrði læti og öskur úti. Sá hann þá konuna liggja nakta á götunni og mann ganga í burtu frá konunni. Sá hafi verið pollrólegur og reykjandi, unglegur og sjálfsöruggur í göngu- lagi. Nágranninn hringdi á neyðarlín- una, safnaði saman fötum konunn- ar og hlúði að henni þar til lögreglu bar að garði. Hann segir konuna hafa átt í miklum erfiðleikum með að greina frá því sem gerðist og hún hafi engu svarað þegar lögreglu bar að garði. Í dóminum segir að ekki hafi verið hægt að taka skýrslu af kon- unni vegna ástands hennar. Við myndatöku af áverkunum hafi hún þó sagt: „Hann vildi mig.“ snaeros@frettabladid.is Konan sem ráðist var á í áfalli segir fjölskyldan Konan sem flutt var með sjúkraflugi frá Vestmannaeyjum um helgina eftir grófa líkamsárás er sögð í miklu andlegu áfalli og eiga erfitt með að tjá sig um atburð- inn. Hæstiréttur dæmdi í gær 23 ára karlmann í gæsluvarðhald til laugardags. Starfsmenn lundans sáu fólkið takast utan við staðinn og hringdu á lögreglu sem lét bíða eftir sér sökum anna. Höfuð konunnar var keyrt ofan í steyptan öskubakka að sögn vitnis. Fréttablaðið/óSkar TCHAIKOVSKY Tímalaus rússnesk ástarsaga H Ö N N U N : H G M MIÐASALA HAFIN Á WWW.OPERA.IS DómsmáL Fjórir menn, Angelo Uyleman, Peter Schmitz, Baldur Guðmundsson og Davíð Berndsen Bjarkason, voru í Héraðsdómi Reykjaness í gær fundnir sekir um fíkniefnasmygl með Norrænu í fyrra.  Angelo og Peter, báðir Hollend- ingar, fengu fimm ára fangelsisdóm. Baldur, 39 ára, var dæmdur í átta ára fangelsi og Davíð, 28 ára, í átta og ár og sex mánuði. Smyglað var um 20 kílóum af amfetamíni og um 2,6 kílóum af kókaíni.  – sks Fundnir sekir í Norrænumálinu angelo fékk fimm ára dóm. Fréttablaðið/VilHElm AL þ i n g i Þingflokksformaður Bjartrar framtíðar segir gerræðis- legt af ríkisstjórninni að ætla að grípa fram í löglegt ferli við mat á áhrifum háspennulína til kísilvers á Bakka með lagasetningu. Iðn- aðar- og viðskiptaráðherra telur hins vegar nauðsynlegt að Alþingi samþykki sem fyrst frumvarp sem heimili lagningu raflínanna. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðn- aðar- og viðskiptaráðherra, segir að fullreynt hafi verið að ná samkomu- lagi um málið þannig að hefja mætti á ný framkvæmdir við að leggja raf- línur frá Þeistareykjum og Kröflu að Bakka. Þá hafi sveitarfélögin fyrir norðan þrýst á stjórnvöld að höggva á hnútinn. Ríkisstjórnin samþykkti á auka- fundi í morgun að iðnaðarráðherra legði fram frumvarp um raflínurnar, en framkvæmdir við þær hafa legið niðri um nokkurra vikna skeið eftir að Landvernd kærði framkvæmdina til úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála. – hmp Stjórnarandstaðan gegn flýtimeðferð á Bakka ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðarráð- herra í mótbyr Fréttablaðið/anton brink 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t u D A g u r2 F r é t t i r ∙ F r é t t A b L A ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -3 E 7 C 1 A A 7 -3 D 4 0 1 A A 7 -3 C 0 4 1 A A 7 -3 A C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.