Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 20
Bandaríkin Aðfaranótt þriðjudags munu tveir fylgismestu forseta­ frambjóðendurnir í Bandaríkjunum etja kappi í kappræðum. Ljóst er að frambjóðendurnir, Donald Trump úr röðum Repúblikana og Hillary Clinton úr röðum Demókrata, þurfa að standa sig vel enda getur fylgi frambjóðenda aukist verulega eftir góða frammistöðu. Það sást síðast þegar þriðju kappræðurnar á milli Baracks Obama Bandaríkjaforseta og Repúblikanans Mitts Romney svo gott sem tryggðu Obama sigur í kosningunum. Samkvæmt grein­ ingu tölfræðisíðunnar FiveThirty­ Eight getur sigurvegarinn átt von á um þriggja prósentustiga fylgis­ aukningu. Undanfarnar vikur hefur Clinton verið með forskot á Trump, eða allt frá landsþingi Demókrata í lok júlí. Þegar mest var hafði Clinton nærri níu prósentustiga forskot en það hefur nú minnkað niður í um eitt prósentustig. Listi yfir umræðuefni kappræðn­ anna var opinberaður fyrr í vikunni sem og form þeirra. Kappræðurnar munu standa yfir í níutíu mínútur, án hlés, og verður þeim skipt upp í fimmtán mínútna lotur. Þau þrjú umræðuefni sem opin­ beruð voru eru öryggismál, fram­ tíðarsýn og velgengni í efnahags­ málum. Þó voru þau sett fram með þeim fyrirvara að breytingar gætu orðið ef stór fréttamál koma upp. Kappræðurnar munu fara fram í Kappræður gætu ráðið úrslitum Fyrstu kappræður í forsetakosningabaráttunni í Bandaríkjunum fara fram aðfaranótt þriðjudags. Kappræðurnar gætu skipt sköpum. Forskot Hillary Clinton hefur minnkað verulega undanfarnar vikur. Leigjendur eru ánægðir hjá okkur almennaleigufelagid.is Langtíma leigusamningur Sveigjanleiki 24/7 þjónusta Niðurstöður úr nýrri þjónustukönnun Almenna leigufélagsins* sýna að 87% viðskiptavina eru ánægð með að leigja hjá félaginu. Við erum stolt af niðurstöðunni og ætlum okkur að halda áfram að tryggja einstaklingum og fjölskyldum á leigumarkaði húsnæðisöryggi, stöðugleika og enn betri þjónustu. Ánægð/ur – 87,1% Hvorki né – 8,4% Óánægð/ur – 4,5% 8,4% 4,5% 87,1% *Könnunin var framkvæmd af Gallup fyrir Almenna leigufélagið dagana 16. - 29. júní 2016. Long Island í New York­fylki. Áhorf­ endur verða í salnum en þeim verð­ ur ekki heimilt að klappa, fagna eða baula á frambjóðendur svo búast má við því að þögn verði í salnum. Tekur sér hlé Hillary Clinton hefur ákveðið að taka sér hlé frá formlegri kosningabaráttu til þess að undirbúa sig betur fyrir kappræðurnar. Hún mun einungis heimsækja tvö baráttufylki í vikunni, Flórída og Pennsylvaníu. Tíma sínum telur hún betur varið í að undirbúa sig með teymi sínu frá heimili sínu í Chappaqua í New York­fylki. Fjölmiðlar vestanhafs hafa greint frá því að líklega sé hún að búa sig undir árásir Trumps á hana á grund­ velli umdeildra mála. Í því samhengi eru helst nefnd vandræði hennar með tölvupóst sinn, heilsa hennar og framhjáhald Bills Clinton, eigin­ manns hennar. Clinton varð upp­ vís að því að nota einkapóstþjón fyrir tölvupóst sinn í tíð sinni sem utanríkisráðherra sem gengur gegn reglugerðum þar sem slíkir þjónar eru ekki jafn öruggir fyrir árásum og hinir opinberu. Þá hefur heilsa hennar einnig verið vandamál en hún greindist með lungnabólgu fyrr í mánuðinum. Einnig er búist við því að hún muni snúa leik Trumps gegn honum sjálf­ um með beittum árásum. CNN grein­ ir frá því að kappræðuteymi Clinton leiti að hnyttnu svari sem muni fá athygli fjölmiðla. Þá er hún sögð hafa horft á frammistöðu Trumps í forval­ skappræðum Repúblikana. Hógværari Trump Demókratar eru sagðir hafa áhyggj­ ur af því að Donald Trump nýti sér sviðsljósið til þess að sýna hógvær­ ari hlið á sjálfum sér. Hann muni forðast umdeild málefni líkt og lof­ orð hans um að banna innflutning fólks frá löndum með tengsl við hryðjuverkahópa. Þótt Trump hafi ekki sagt fjölmiðl­ um mikið um undirbúningsferlið hefur hann deilt á fyrirkomulagið. Trump telur fjölmiðla vinna gegn sér og bað hann því um að enginn stjórnandi yrði í kappræðunum. Einungis hann og Clinton ein gegn hvort öðru á sviðinu. Þeirri tillögu var hins vegar hafnað og mun Lester Holt frá NBC stýra kappræðunum. Þórgnýr Einar Albertsson thorgnyr@frettabladid.is Eftirminnileg atvik úr kappræðum Gerald Ford, 1976 Þegar Repúblikan- inn Gerald Ford, þáverandi for- seti, atti kappi við Demó- kratann Jimmy Carter sagði hann að í sinni forsetatíð hefðu Sovétríkin engin yfirráð yfir Austur-Evrópu. Átti það eftir að reynast honum dýrkeypt þar sem fjölmiðlar fjölluðu um fátt annað næstu daga og hædd- ust að forsetanum en flestir vissu að ítök Sovétríkjanna á svæðinu væru mikil og varð mönnum tíð- rætt um svokallað járntjald. Ronald Reagan, 1984 „Ég mun ekki gera aldur að kosn- ingamáli. Ég ætla ekki að nýta mér æsku og reynslu- leysi mótfram- bjóða míns í pólitískum tilgangi,“ sagði Ronald Reagan, þáverandi for- seti, í kappræðum gegn Demókratanum Walter Mondale. Ummælin voru svar við spurningu um aldur hans sjálfs en Reagan var þá elsti forseti í sögu Bandaríkjanna. Salurinn hló að ummælunum og Mondale líka en Mondale var 56 ára og hafði þjónað sem öldungadeildarþing- maður í tólf ár og varaforseti í fjögur. Lloyd Bentsen, 1988 Ein eftirminnilegustu ummæli kappræðusögunnar voru í vara- forsetaefnakappræðum á milli Lloyds Bentsen, varaforsetaefnis Demókratans Michaels Dukakis, og Dans Quayle, varaforseta- efnis George H.W. Bush. Quayle var spurður út í ungan aldur sinn, 42 ár, og hvort hann hefði nægilega reynslu til að verða forseti ef Bush félli frá. Í svari sínu minnti Quayle á að John F. Kennedy hefði verið 46 ára þegar hann varð forseti. Svaraði Bentsen þá: „Ég þjónaði undir Jack Kennedy. Ég þekkti Jack Kennedy. Jack Kennedy var vinur minn. Þingmaður, þú ert enginn Jack Kennedy.“ Við því átti Quayle fá svör og sagði: „Þetta var óþarfi.“ George H.W. Bush, 1992 George H.W. Bush, þáverandi forseti, vakti mikla athygli í kappræðum gegn Demó- kratanum Bill Clinton, þó ekki fyrir ummæli sín heldur líkams- tjáningu. Þegar áhorfandi bar upp spurningu leit Bush á úrið sitt á meðan Clinton fylgdist með og hlustaði. Áhorfendum fannst þetta merki um vanvirðingu og féll fylgi Bush í kjölfar kappræðnanna en hann tapaði á endanum fyrir Clinton í kosningunum. Al Gore, 2000 Líkt og með Bush vakti frammistaða Demókratans Als Gore í kappræðum gegn Repúblik- ananum George W. Bush athygli vegna líkamstjáningar hans. Gore varð skotspónn fjöl- miðla í kjölfar kappræðna en hann andvarpaði margoft þegar Bush svaraði spurningum kappræðu- stjórnanda. Andvarpið var nægi- lega hávært til að það heyrðist greinilega. Þáttarstjórnandinn Jimmy Fallon brá sér í gerfi Donalds Trump þegar hann fékk Hillary Clinton í heimsókn í þátt sinn, The Tonight Show. NoRDiCpHoToS/GeTTy 40% styðja Donald Trump 41% styður Hillary Clinton 2 2 . s e p t e m B e r 2 0 1 6 F i m m t U d a G U r20 F r é t t i r ∙ F r é t t a B L a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -3 9 8 C 1 A A 7 -3 8 5 0 1 A A 7 -3 7 1 4 1 A A 7 -3 5 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.