Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 54
Í dag 17.00 Tour Championship Golfst. Olís-deild karla 19.00 Akureyri - Afturelding 19.30 Fram - Selfoss 19.30 Valur - Haukar Einn nýliði í landsliðinu axel stefánsson, þjálfari a-lands- liðs kvenna í handbolta, valdi í gær 17 leikmenn sem taka þátt í æfingum og móti í Póllandi dagana 4.-9. október næstkomandi. Þetta verða fyrstu leikir íslands undir stjórn axels en hann tók við liðinu af Ágústi Jóhannssyni í sumar. aðeins einn leikmaður í hópn- um hefur ekki leikið a-landsleik; lovísa Thompson, leikmaður Gróttu. auk þeirra 17 leik- manna sem eru í hópnum valdi axel sex leikmenn til vara. sjá má hópinn í heild á Vísi. Nýjast Fótbolti „Það er erfitt að koma því í orð hvað það er fáránlega gaman að vera kominn aftur. Meiðslin voru erfið, leiðinleg og löng og mér leið eins og þetta ætlaði engan endi að taka,“ segir aron Jóhanns- son, íslendingurinn í liði Werder Bremen í þýsku 1. deildinni, í viðtali við Fréttablaðið. aron sneri aftur á völlinn eftir tæpt ár frá vegna meiðsla á mjöðm. Hann spilaði fyrsta leik deildar- innar gegn Bayern München og skoraði svo fyrsta markið sitt í ell- efu mánuði fyrir Brimara í íslend- ingaslag gegn alfreð Finnbogasyni og félögum í augsburg í annarri umferðinni. Aðgerðin „heppnaðist“ aron byrjaði vel með Bremen í fyrra og skoraði tvö mörk í fyrstu sex leikjum tímabilið. Þá meiddist hann og var ekkert meira með fyrr en ný leiktíð gekk í garð. Þessi tími hefur verið erfiður fyrir bandaríska landsliðsmanninn. „Ég fór í aðgerð í október í fyrra sem átti að hafa heppnast fullkom- lega. Eftir þrjár vikur var ég mættur á æfingu með sjúkraþjálfara að skokka og gefa stuttar sendingar en þá fann ég fyrir sársauka sem var meiri en sá sem var fyrir. Ég hvíldi þá í mánuð og reyndi svo aftur en verkurinn var enn þá sá sami. Þetta gerðist tvisvar sinnum í viðbót á næstu þremur mánuðum og alltaf fann ég fyrir sársaukanum. Ég er ekki svartsýnn maður en mér var hætt að lítast á blikuna. alltaf þegar ég byrjaði aftur var þetta verra en áður,“ segir aron. Framherjinn segist ekki hafa verið kominn það langt niður að hann óttaðist um ferilinn en óviss- an gerði hann vissulega svolítið hræddan. „Ég hélt aldrei að þetta væri búið og var alls ekki á því að gefast upp. Þvert á móti var ég frekar byrjaður að hugsa um að ég þyrfti bara að læra að spila með sársaukanum. Verst var að enginn vissi hvað amaði að, sama hversu marga sérfræðinga ég hitti. allir vita að hnémeiðsli taka 6-9 mánuði en þarna var óvissan erfiðust.“ Tár á hvarmi aron skoraði sitt fyrsta mark á tíma- bilinu og það fyrsta í tæpt ár þegar hann setti boltann örugglega í netið úr vítaspyrnu gegn augsburg fyrir tveimur vikum. Það mátti augljós- lega sjá að markið skipti aron miklu máli en hann hljóp að stúkunni og öskraði af gleði. Þarna var hann að losa út ellefu mánuði af sársauka, óvissu og svartnætti. „Ég er ekki maður sem sýnir mikið tilfinningar sínar en ég verð að viðurkenna að ég var ekki langt frá því að fella tár þegar ég skokkaði til baka eftir að hafa skorað og öskr- að. Ég sagði það meira að segja við konuna mína þegar ég kom heim. Ég veit ekki hvernig ég á að lýsa þessu, þetta var svo mikill léttir og algjör tilfinningarússíbani. Fyrsta markið í ellefu mánuði og það á heimavelli. Tilfinningin var alveg mergjuð,“ segir aron. skemmtilegt atvik kom upp í aðdraganda vítaspyrnunnar þegar alfreð Finnbogason, framherji augsburg og íslenska landsliðsins, þóttist gefa markverði sínum ráð um hvert aron myndi setja vítið. aron sendi markvörðinn í rangt horn og skoraði örugglega. „Hann var bara að reyna að taka mig á taugum og það gekk greini- lega svona vel,“ segir aron og hlær við. „Þegar ég hljóp til baka spurði ég alfreð hvort hann ætlaði ekki að segja markverðinum hvar ég ætlaði að skjóta. Hann vann samt leikinn og ég hefði nú frekar viljað þrjá punkta en að skora þetta mark.“ Galdrakarlinn kom til bjargar aron dvaldi mikið á íslandi á árinu eftir að hann gafst endanlega upp á sjúkraþjálfuninni og sérfræðing- unum í Þýskalandi. „Ég er mjög ánægður með félagið því það sýndi mér mikinn skilning eins og með þetta þegar mér fannst ég alltaf að vera að gera það sama og ekkert virkaði,“ segir aron sem var í með- höndlun hjá Friðrik Ellert Ragnars- syni, sjúkraþjálfara íslenska lands- liðsins, áður en hann hitti mann sem átti eftir að gera meira fyrir hann á nokkrum vikum en allir sér- fræðingar og sjúkraþjálfarar gerðu á mörgum mánuðum. „Ég hitti mann sem heitir Jóhann- es [Tryggvi sveinbjörnsson] hjá Postura,“ segir aron en umræddur Jóhannes sérhæfir sig í að leiðrétta líkamsstöðu íþróttamanna og hefur unnið með bæði Gunnari nelson og „Fjallinu“, Hafþóri Björnssyni. „Eftir tvær vikur hjá honum var hann búinn að hjálpa mér meira en allir aðrir í fimm mánuði. Ég kalla hann alltaf galdrakarlinn, en ég á honum mikið að þakka,“ segir aron Jóhannsson. Ekki langt frá því að tárast Aron Jóhannsson sneri aftur á fótboltavöllinn í byrjun leiktíðar eftir að hafa verið frá í ellefu mánuði vegna meiðsla. Hann skoraði í öðrum leik tímabilsins fyrir Werder Bremen og fagnað á tilfinningaríkan hátt. Aron Jóhannsson skokkar til baka gráti næst eftir markið sem hann skoraði gegn Augsburg sem var hans fyrsta í ellefu mánuði. FréTTAblAðið/GeTTy Fyrsta markið í ellefu mánuði og það á heimavelli. Tilfinn- ingin var alveg mergjuð. Aron Jóhannsson Vonandi verð ég með Íslandi í riðli á HM Aron Jóhannsson hefur fengið sinn skerf af gagnrýni fyrir að velja bandaríska landsliðið fram yfir það íslenska fyrir fjórum árum. Þó að hann spili fyrir Bandaríkin er hann auðvitað Íslendingur og naut þess, að eigin sögn, að fylgjast með strákunum okkar á EM. „Ég var niðri í bæ að horfa á leikina og var fagnandi og hopp- andi og skoppandi af gleði. Það var alveg geðveikt að sjá þetta,“ segir Aron, sem vegna meiðslanna, fékk tækifæri til að upplifa stemninguna á Íslandi í kringum Evrópumótið. „Ég var bara eins og allir Íslendingar að horfa á þetta með vinum mínum og meira að segja að horfa á nokkra vini mína spila. Þetta var alveg magnað hjá þeim,“ segir Aron sem vonast til að Ísland komist á HM í Rúss- landi. „Vonandi verðum við bara saman í riðli í Rússlandi. Það væri geðveikt!“ Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Enski deildabikarinn Fulham - bristol City 1-2 1-0 Lucas Piazon (14.), 1-1 Aaron Wilbraham (45.), 1-2 Tammy Abraham (90.+3). Northampt. - Man. Utd 1-3 0-1 Michael Carrick (18.), 1-1 Alexander Re- vell (42.), 1-2 Ander Herrera (68.), 1-3 Marcus Rashford (75.), QPr - Sunderland 1-2 1-0 Sandro (60.), 1-1 Paddy McNair (70.), 1-2 Paddy McNair (80.) Southampton - Palace 2-0 1-0 Charlie Austin (33.), 2-0 Jake Hesketh (63) Swansea - Man. City 1-2 0-1 Gael Clichy (49.), 0-2 Aleix Garcia (68.), 1-2 Gylfi Þór Sigurðsson (90.+4). West Ham - Accrington 1-0 1-0 Dimitri Payet (90.+6). Stoke - Hull 1-2 1-0 Marko Arnautovic (24.), 1-1 Ryan Mason (45.), 1-2 Markus Henriksen (90.+3). Tottenham - Gillingham 5-0 1-0 Christian Eriksen (31.), 2-0 Christian Eriksen (48.), 3-0 Vincent Janssen (50.), 4-0 Joshua Onomah (65.), 5-0 Erik Lamela (68.) Spænska úrvalsdeildin real Madrid - Villarreal 1-1 0-1 Bruno Soriano (45.), 1-1 Sergio Ramos (48.). barcelona - A. Madrid 1-1 1-0 Ivan Rakitic (41.), 1-1 Angel Correa (61.). Celta - Sporting Gijon 2-1 Granada - A. bilbao 1-2 r. Sociedad - las Palmas 4-1 Þýska úrvalsdeildin leverkusen - Augsburg 0-0 Alfreð Finnbogason lék allan leikinn fyrir Augsburg. Werder bremen - Mainz 1-2 bayern - Hertha 3-0 Franck Ribery, Thiago Alcantara, Arjen Robben. leipzig - Mönchenglad. 1-1 Schalke - Köln 1-3 2 2 . S E p t E m b E r 2 0 1 6 F i m m t U D A G U r42 S p o r t ∙ F r É t t A b l A ð i ð sporT 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 5 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A A 7 -7 E A C 1 A A 7 -7 D 7 0 1 A A 7 -7 C 3 4 1 A A 7 -7 A F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.