Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 4
21.600 kr. á mánuði* 55.498 kr. á mánuði* 43.437 kr. á mánuði*22.290 kr. á mánuði* 6.750.000 kr. Kia Sorento EX Luxury Árgerð 1/2015, ekinn 47 þús. km, dísil, 2199 cc, 198 hö, sjálfskiptur, eyðsla 6,7 l/100 km. 2.590.000 kr. Kia Rio EX Árgerð 2/2016, ekinn 9 þús. km, dísil, 1396 cc, 90 hö, beinskiptur, eyðsla 3,8 l/100 km. 2.690.000 kr. 5.290.000 kr. Kia cee’d LX Kia Optima EX Premium Árgerð 4/2015, ekinn 37 þús. km, dísil, 1396 cc, 90 hö, beinskiptur eyðsla 4,2 l/100 km. Árgerð 7/2016, ekinn 3 þús. km, dísil, 1685 cc, 142 hö, sjálfskiptur, eyðsla 4,4 l/100 km. Mánaðargreiðsla m.v. 50% bílalán í 84 mánuði. Vextir 8,75% og árleg hlutfallstala kostnaðar er 10,5%. Ábyrgð er í 7 ár frá skráningardegi bifreiðar. * ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ ÁR EFTIR AF ÁBYRGÐ Notaðir Ábyrgð fylgir! NOTAÐIR BÍLAR www.notadir.is Kletthálsi 2 110 Reykjavík 590 2160 Opnunartímar: Virka daga 10–18 Laugardaga 12–16 Fasteignir „Þetta eru engin alvöru viðbrögð enn þá, en við höfum fengið svolítið af fyrirspurnum,“ segir Þórir Níels Kjartansson, framkvæmdastjóri í Vík og einn eigenda jarðarinnar Hjörleifshöfða í Mýrdalshreppi. Hjörleifshöfði, sem var auglýstur til sölu í ágúst, er um 11.500 hekt- arar að stærð. Verðhugmynd er 500 til 1.000 milljónir króna. Innan jarðarinnar eru Hjörleifs- höfði og Hafursey. Landið nær frá Kötlujökli í norðri að sjó að sunnan og er að mestu sandar. Þjóðvegur eitt liggur í gegn um jörðina. Þórir segir að nýverið hafi verið brugðið á það ráð að auglýsa jörðina með hjálp Facebook. Var auglýsing- unni beint til notenda í nokkrum Evrópulöndum. Auglýsingin hafi fengið nokkur viðbrögð. „Þó hafa aðeins fáar fyrirspurnir borist,“ segir Þórir. Að sögn Þóris hafa landeigendur reynt að selja íslenska ríkinu jörðina, en það hafi ekki borið árangur. „Það hefur aldrei komist svo langt að tala um verð,“ segir Þórir um sam- tal sitt við stjórnvöld. „Ég tel að ríkið ætti að stefna að því að eignast svona sérstakar lendur þegar þær eru til sölu. Ég er búinn að vera í viðræðum við ráðherra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þannig að við gáfumst upp á þessu og prófuðum að setja þetta á sölu.“ – hlh Hjörleifshöfði fæst keyptur á Facebook Horft til norðurs. Hjörleifshöfði er í forgrunni, en Hafursey er fjær, næst Kötlujökli. Mynd/Þórir níels Kjartansson Heilbrigðismál Verð á B-vítamín sprautulyfi hækkaði í innkaupum SÁÁ um 4.700 prósent þegar eitt fyrirtæki fékk einkaleyfi á sölunni á Íslandi. Verðið fór úr 525 krónum á skammt í rúmar 25.000 krónur. „Þetta er í grunninn klúður úr heil- brigðisráðuneytinu,“ segir Þórarinn Tyrfingsson, læknir SÁÁ á Vogi. „Hvernig dettur ríkinu í hug að veita einu fyrirtæki einkaleyfi á B-vítamín- markaði á Íslandi? Við gætum keypt þetta ódýrt frá Færeyjum.“ Þórarinn segir lyfjakostnað SÁÁ hafa hækkað um eina milljón á mánuði. „Við erum ekki að sjá að ríkið bæti okkur þetta svo við þurf- um bara að taka þetta á okkur.“ B-vítamín segir Þórarinn geta verið lífsnauðsynlegt langt leiddum fíklum í fráhvörfum. – sa Lyf hækkaði um 4.700% Ég er búinn að vera í viðræðum við ráð - herra þriggja ríkisstjórna og það kom ekkert út úr þeim. Þórir Níels Kjartans- son, einn eigenda Hjörleifshöfða almenningsíþróttir Laugardals- laugin er vinsælasta sundlaugin á höfuðborgarsvæðinu. Þetta kemur fram í nýjum aðsóknartölum frá sundlaugunum á höfuðborgarsvæð- inu yfir fjölda sundgesta fyrstu átta mánuði þessa árs. Alls sóttu 544.089 Laugardals- laugina á tímabilinu, en um er að ræða 42% allra sundgesta sundlauga Reykjavíkurborgar. Sé tekið mið af heildaraðsókn á höfuðborgarsvæð- inu, sem er yfir 2 milljónir, fóru um 23% þeirra í Laugardalslaugina. Næstvinsælasta sundlaugin á tímabilinu er Sundlaug Kópavogs, en þangað fór 283.051 í sund. Í þriðja sætinu er Lágafellslaug í Mosfellsbæ með 271.699 sundgesti og í því fjórða Versalalaug í Kópa- vogi með 234.034 gesti. Reykja- víkurlaugarnar Vesturbæjarlaug og Árbæjarlaug koma loks í fimmta og sjötta sæti. Hafa 207.266 komið í Vesturbæinn, en 180.286 í Árbæ- inn. Þegar tölur yfir sölu stakra sund- miða eru skoðaðar er Laugardals- laugin langefst, en alls keyptu 93.217 slíka miða í laugina á tíma- bilinu. Meginástæðan fyrir þessu er hversu margir erlendir ferðamenn sækja laugina. Að sögn Loga Sigurfinnssonar, forstöðumanns Laugardalslaugar, hefur heimsóknum þar fjölgað á undanförnum árum í takt við almenna fjölgun ferðamanna til landsins. „Í gegnum tíðina hafa útlendu ferðamennirnir verið að koma hingað í lok dagsferða, það er seinnipartinn og kvöldin. Sífellt fleiri eru þó að koma hingað á dag- inn,“ segir hann. Logi segir að heildaraðsókn í laugina hafi aukist nokkuð frá því í fyrra eða um tæp 43 þúsund. Sala á stökum miðum hefur aftur á móti dregist saman um tæp 10 þúsund, en verð þeirra var hækkað úr 650 krónum í 900 í nóvember í fyrra. „Eins og umræðan hefur heyrst hér hjá okkur eftir að staka gjaldið hækkaði þá áttaði fólk sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð,“ segir Logi og bendir á sala á afsláttarkortum hafi aukist, en verð þeirra stóð í stað þegar verð á stökum miðum hækkaði. Það skal tekið fram að aðsóknar- tölur í sundlaugar Hafnarfjarðar eru ekki inni í þessum útreikningi, en þær eru teknar saman í lok hvers árs. hlh@frettabladid.is Sundgestum hefur fjölgað um yfir 40 þúsund í Laugardalslaug Af öllum sundlaugum höfuðborgarsvæðisins eru flestir stakir miðar seldir í Laugardalslauginni. Flestir sem miðann kaupa eru erlendir ferðamenn, segir forstöðumaður laugarinnar. Næstvinsælasta laugin er Sund- laug Kópavogs. Heildaraðsókn í sundlaugar höfuðborgarsvæðisins er kominn yfir tvær milljónir. 1. Laugardalslaug 544.089 93.217 Manns staKir Miðar 2. Sundlaug Kópavogs 283.051 51.407 Manns staKir Miðar 3. Lágafellslaug í Mosfellsbæ 271.699 48.350 Manns staKir Miðar 4. Versalalaug í Kópavogi 234.034 40.391 Manns staKur Miði 5. Vesturbæjarlaug 207.266 30.172 Manns staKir Miðar 6. Árbæjarlaug 180.208 18.685 Manns staKir Miðar ✿ mest sóttu sundlaugar höfuðborgarsvæðisins Fyrstu átta mánuði ársisins 23,6% Sundgesta á höfuðborgar- svæðinu fóru í Laugardalinn. Fólk áttaði sig í rauninni á því hvað afsláttarkjörin eru góð og voru góð. Logi Sigurfinnsson, forstöðumðaur Laugardalslaugar FlóttaFólk Tugir ríkja heita að taka við 360 þúsund flóttamönnum á þessu ári, tvöfalt  fleirum en tekið var við í fyrra. Jafnframt verði fé til málefna flóttafólks aukið um jafn- virði ríflega 500 milljarða króna. Barack Obama Bandaríkjaforseti tilkynnti þetta í New York í gær, þar sem leiðtogar heims hafa rætt um málefni flóttamanna í tengsl- um við Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna. – gb Taka við tvöfalt fleiri á flótta Flóttafólk í Grikklandi. Fréttablaðið/ePa 2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F i m m t U D a g U r4 F r é t t i r ∙ F r é t t a b l a ð i ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -5 2 3 C 1 A A 7 -5 1 0 0 1 A A 7 -4 F C 4 1 A A 7 -4 E 8 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.