Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 6
2 2 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 F I m m t U D A G U r6 F r é t t I r ∙ F r é t t A b L A ð I ð Kynntu þér málið á olis.is FRÁ: TIL: Vildarpunktasöfnurum Olís býðst nú einstakt Vildarpunktatilboð á borgarferðum með Icelandair. OLÍS GILDIR Í 24 STUNDIR Ferðatímabil: 2.–19. desember. Þú bætir við 18.045 kr. (skattar og gjöld) Báðar leiðir 39.900 VildarpunktarIcelandair CHIC AGO PI PA R \T BW A • S ÍA • 1 6 42 95 Frá kl. 12 á hádegi 22. sept. til kl. 12 á hádegi 23. sept. stjórnsýsLA Guðmundur Árnason, ráðuneytisstjóri í fjármála- og efna- hagsráðuneytinu, hringdi í Harald Benediktsson, nefndarmann í fjár- laganefnd, á föstudaginn til að ræða við hann um efni skýrslu sem þing- mennirnir Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórðarson kynntu á dögunum undir heitinu „Einka- væðing bankanna hin síðari“. Í gær lagði Vigdís fram skýrsluna á fundi fjárlaganefndar og óskaði eftir að samþykkt yrði að hún yrði send stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd til meðferðar. Af því tilefni lagði Val- gerður Gunnarsdóttir fram bókun þar sem tekið er undir þá kröfu að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd rannsaki málið. „Þingmenn innan stjórnarmeiri- hluta fjárlaganefndar hafa fengið beinar hótanir um æru- og eigna- missi frá háttsettum embættis- manni eftir að skýrslan hafði verið kynnt,“ segir í bókuninni sem Guð- laugur Þór, Ásmundur Einar Daða- son, Haraldur Benediktsson og Páll Jóhann Pálsson undirrita auk Val- gerðar. Haraldur sagði síðan í yfirlýsingu að símtal ráðuneytisstjórans og samskipti hans við sig sem alþingis- mann og fulltrúa í fjárlaganefnd væru óviðeigandi og hótunin í sinn garð væri grafalvarleg. Sagðist Haraldur hafa leitað leið- beininga frá Umboðsmanni Alþing- is, upplýst forseta Alþingis um efni símtalsins og sent kvörtunarbréf til Bjarna Benediktssonar, fjármála- og efnahagsráðherra. Í yfirlýsingu sem Guðmundur Árnason sendi frá sér í gær segir hann að í samtali sínu við Harald hefði hann tjáð Haraldi þá skoðun sína „að ásakanir í skýrslu sem að sögn nýtur stuðnings meirihluta nefndarinnar, þar á meðal hans, feli í sér rætnar og alvarlegar ásak- anir á hendur þeim sem komu að samningum milli gömlu og nýju bankanna að hálfu ríkisins“, eins og segir í yfirlýsingunni. Guðmundur segist hafa viljað ganga úr skugga um að Haraldur átt- aði sig á alvarleika slíkra ásakana og að umræddir starfsmenn áskildu sér rétt til að láta reyna á persónulega ábyrgð þeirra sem slíku héldu fram fyrir dómstólum, enda æra þeirra og starfsheiður að veði. Guðmundur kveðst ekki hafa átt önnur samtöl við þingmenn um þetta mál. „Sé það upplifun Harald- ar að samtalið hafi falið í sér hótun af minni hálfu er hann beðinn vel- virðingar á því,“ segir hann í yfir- lýsingunni. Þá minnir Guðmundur á að Guð- laugur Þór hafi opinberlega beðist afsökunar á orðalagi í skýrslunni sem skilja mátti sem „árásir á emb- ættismenn og sérfræðinga“, svo notuð séu orð hans. „Það liggur í eðli máls að slíkt lætur enginn sér í léttu rúmi liggja og í því samhengi átti tilvitnað samtal sér stað,“ segir Guðmundur. jonhakon@frettabladid.is Kvartaði við ráðherra undan ráðuneytisstjóra Ráðuneytisstjóri ræddi við nefndarmann í fjárlaganefnd um ásakanir á hendur sér í bankaskýrslu Vigdísar Hauksdóttur. Nefndarmaðurinn telur sér hafa verið hótað. Hefur sent kvörtun til Bjarna Benediktssonar vegna umrædds símtals. Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar, og Guðlaugur Þór Þórðarson vara- formaður kynntu skýrsluna fyrir fréttamönnum á dögunum. Fréttablaðið/Ernir Gífurlegt tjón Mikið tjón hefur orðið á indónesísku eyjunni Jövu í vikunni vegna flóða og aurskriða. Alls eru nítján látnir, þar af sextán í bænum Garut á austurhluta Jövu. Níu er enn saknað, þar af átta í Garut, eftir að tvær ár sem renna í gegnum bæinn flæddu yfir bakka sína. Vegir og byggingar stórskemmdust sömuleiðis. nordicpHotos/aFp 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 5 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -6 5 F C 1 A A 7 -6 4 C 0 1 A A 7 -6 3 8 4 1 A A 7 -6 2 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.