Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 22.09.2016, Blaðsíða 18
Aukaársfundur Sameinaða lífeyrissjóðsins fimmtudaginn 29. september nk. kl. 16.00 á Grand Hóteli, Sigtúni 38, Reykjavík. Á fundinum verður tekin fyrir tillaga stjórnar Sameinaða lífeyrissjóðsins um sameiningu við Stafi lífeyrissjóð. Auk kjörinna fulltrúa eiga allir sjóðfélagar og rétthafar séreignarsparnaðar rétt til setu á fundinum. Stjórn Sameinaða lífeyrissjóðsins Hægt verður að fylgjast með beinni útsendingu frá fundinum á vefsíðu sjóðsins, lifeyrir.is E N N E M M / S ÍA / N M 7 7 3 0 1 Sundagörðum 2 104 Reykjavík 510 5000 lifeyrir.is AUKA- ÁRSFUNDUR 2016 Sjávarútvegur Fyrirtæki í sjókvía­ eldi vonast til að tífalda framleiðsl­ una á næstu árum. Fiskeldisfyrirtæki landsins hafa sótt um leyfi til að framleiða yfir 150.000 tonn af fiski á hverju ári en nú eru um 15.000 tonn framleidd í öllum tegundum. „Það tekur langan tíma að byggja upp eldið og því ljóst að takmörkun fiskeldissvæða til verndar villtum laxastofnun þýðir að miklar rann­ sóknir munu þurfa að fara fram á burðarþoli svæðanna áður en hægt er að framleiða þetta magn,“ segir Höskuldur Steinarsson, fram­ kvæmdastjóri Landssambands fisk­ eldisstöðva. Vöxtur greinarinnar er mest­ megnis bundinn við sjókvíaeldi og svæðin hér á landi sem skilgreind hafa verið sem svæði fyrir þann iðnað eru þrjú: Austfirðir, Vestfirðir og Eyjafjörður. Atvinnusköpun sem af eldisstarfseminni hlýst, sem og afleidd störf, hefur verið til þessa talinn sterkur grunnur undir byggð sem hefur verið í vörn síðustu ár. „Við teljum að rúmlega þúsund störf verði í greininni fyrir árið 2020 og þá á eftir að telja öll afleidd störf sem verða til við að þjónusta greinina,“ segir Höskuldur. Arnarlax, Fiskeldi Austfjarða, Arc­ tic Sea Farm eða Dýrfiskur og Laxar fiskeldi eru stærstu sjókvíaeldis­ fyrirtækin og stefna hátt. Nú starfa um 400 manns beint við eldi í land­ inu og með stöðugum vexti verður hægt að fjölga störfum. Vestfirðir hafa í langan tíma barist við slæmar horfur í atvinnulífi lítilla sjávarþorpa og ef áform ganga eftir gæti íbúum á Vestfjörðum fjölgað aftur. „Sameinuðu þjóðirnar hvetja til dæmis þjóðir heims til að standa fyrir auknu fiskeldi þar sem því verður við komið. Villtir fiskistofn­ ar munu ekki standa undir þeirri mannfjöldaaukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir,“ segir Höskuldur. Landssamband fiskeldisstöðva telur gjaldeyristekjur þjóðarinnar af greinini nú um 15 milljarða króna. Sú tala verði komin í 50 milljarða árið 2020. sveinn@frettabladid.is Stefna á tíföldun í framleiðslu eldisfisks Sjókvíaeldisfyrirtæki hafa óskað eftir því að geta framleitt um 150 þúsund tonn af eldisfiski árlega. Vöxturinn er í laxeldi í sjó. Nú eru fimmtán þúsund tonn framleidd af fiski á ári. Um fjögur hundruð störf eru í greininni og áætlað að þau verði eitt þúsund árið 2020. Sjókvíaeldi er ört vaxandi atvinnugrein á Austfjörðum. Mynd/FiSkeldi AuStFjArðA Matvælaframleiðsla á Íslandi í tonnum á ári FiSkeldi 15.000 lAMbAkjöt 10.185 nAutAkjöt 3.605 HroSSAkjöt 946 SvínAkjöt 6.806 AliFuglA- kjöt 8.328 DómSmál Fyrrverandi hæstaréttar­ dómari og prófessor emeritus við HÍ telja mikilvægt að upplýsingar um hagsmuntengsl dómara séu opin­ berar. Aukið gagnsæi auki traust almennings til dómstóla. „Þegar menn eru búnir að taka við starfi sem dómarar, og fara þar með með þýðingarmikið vald til þess að taka ákvarðanir í málefnum fólksins í landinu, þá verða þeir að sæta því að það birtist opinberlega upplýsingar um hugsanlegar hags­ munatengingar þeirra,“ segir Jón Steinar Gunnlaugsson, fyrrverandi hæstaréttardómari. Fréttablaðið hefur sagt frá því að innanríkisráðuneytið hafi hafnað tillögu nefndar um dómarastörf frá 2014 um að reglur um eignarhluti dómara í félögum yrðu þannig að nefndin gæti haldið opinbera skrá um þá. Ráðuneytið heimilaði þó að ákvæði um opinbera skrá yfir aukastörf færu í frumvarp að nýjum dómstólalögum sem samþykkt var á Alþingi í júní. Jón Steinar segir mikilvægt að upplýsingar um eignarhluti dómara í félögum og atvinnufyrirtækjum séu opinberar. „Mér finnst þetta svo augljóst að það þurfi varla að tala um þetta,“ segir hann. „Slíkar upp­ lýsingar og gagnsæi eru til þess að auka traust manna á dómstólum.“ Að mati Stefáns Más Stefánssonar, prófessors emeritus við Háskóla Íslands og sérfræðings í réttarfari, á opinber hagsmunaskráning að eiga ekki síður við handhafa dómsvalds en handhafa löggjafarvaldsins. Þetta sé mikilvægt þar sem dómarar beri ábyrgð á því hvernig réttaröryggi kemur fram út á við. „Mín skoðun er nú sú að þetta verði nú helst allt að vera uppi á borðinu. „Það er traustið og trú­ verðugleiki sem er alfa og omega í þessu.“ Samkvæmt nefndinni hafa dóm­ arar sex sinnum tilkynnt eða aflað heimildar frá nefndinni um að eiga hlut í félögum. Ein tilkynning hefur borist frá 15. maí 2010. – hlh Dómarar leggi hagsmuni sína á borðið segja prófessor og hæstaréttarlögmaður BorgarneS Slátrun hefst að nýju í Brákarey í Borgarnesi í október eftir nokkurra ára hlé þegar svokallað þjónustusláturhús tekur til starfa í eynni. Það er fyrirtækið Sláturhús Vest­ urlands hf. sem rekur sláturhúsið sem er í húsnæði sem áður hýsti stórgripaslátrun á vegum Kaup­ félags Borgfirðinga. Fyrirtækið er í eigu bræðranna Jóns Sævars, Kristins og Snorra Þorbergssona auk Guðjóns Kristjánssonar sem er sláturhússtjóri. Síðast var slátrað í Brákarey árið 2007. Að sögn Guðjóns sláturhússtjóra er töluverður áhugi fyrir starfsem­ inni og eru þó nokkrir bændur í Borgarfirði og nágrenni búnir að hafa samband og panta slátrun. „Við erum fyrst og síðast að þjón­ usta kúnnana, það er bændurna sjálfa, og ætlum okkur að gera þá í stakk búna að selja kjöt beint frá býli. Þess vegna köllum við húsið þjónustusláturhús. Ef þess er óskað þá munum við líka sjá um að koma kjötinu til kaupandans fyrir hönd bóndans,“ segir Guðjón. Að sögn Guðjóns verður ein­ göngu slátrað sauðfé í haust. Þó sé áformað að slátra stærri gripum. „Við höfum leyfi til að slátra um 350 fjár á dag, en eigum eftir að sjá hver áhuginn verður. Við höfum líka leyfi til að slátra stærri gripum og höfum áhuga á fá þá til okkar með tímanum,“ segir Guðjón sem kveðst bjartsýnn á framhaldið. – hlh Þjónustusláturhús á að þjóna bændum Aðalsteinn Sigurðsson sölustjóri og guðjón kristjánsson sláturhússtjóri. FréttAblAðið/Anton brink Mér finnst þetta svo augljóst að það þurfi varla að tala um þetta. Jón Steinar Gunn- laugsson, fyrrver- andi hæstaréttar- dómari Mín skoðun er nú sú að þetta verði nú helst allt að vera uppi á borðinu. Stefán Már Stefáns- son, prófessor við lagadeild HÍ Villtir fiskistofnar munu ekki standa undir þeirri mannfjölda- aukningu sem spár næstu fimmtíu ára gera ráð fyrir. Höskuldur Steinars- son, framkvæmda- stjóri Landssam- bands fiskeldisstöðva 2 2 . S e p t e m B e r 2 0 1 6 F I m m t u D a g u r18 F r é t t I r ∙ F r é t t a B l a ð I ð 2 2 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 4 F B 0 8 0 s _ P 0 7 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 6 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A A 7 -4 D 4 C 1 A A 7 -4 C 1 0 1 A A 7 -4 A D 4 1 A A 7 -4 9 9 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 8 0 s _ 2 1 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.