Fréttablaðið


Fréttablaðið - 10.09.2016, Qupperneq 2

Fréttablaðið - 10.09.2016, Qupperneq 2
VITA | Skógarhlíð | Sími | VITA.IS Verð frá 39.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar á mann m.v. flug fram og til baka á völdum dagsetningum, október – desember. Verð án Vildarpunkta: 49.900 kr. Flugsæti til Kanarí og Tenerife í vetur Flogið með Icelandair Biebervagnar við Smáralind Það þurfti ófáa strætisvagna til að ferja gesti á tónleika Justins Bieber í Kórnum. Í gærkvöldi fóru seinni tónleikarnir fram. Áætlað er að allt að nítján þúsund manns hafi sótt þá, örlítið fleiri en kvöldið áður. Fyrstu gestirnir mættu eldsnemma og biðu allan daginn áður en hleypt var inn í höllina klukkan fimm. Bieber brást ekki aðdáendum sínum sem fengu enn líflegri og kraftmeiri tónleika en raunin var í fyrrakvöld. Fréttablaðið/Eyþór Efnahagsmál Ríkisstjórn Íslands hefur eftir samráð við Fjármálaeftir- litið og Seðlabanka Íslands ákveðið að nema úr gildi yfirlýsingu um ábyrgð ríkissjóðs á innstæðum. Yfirlýsing var gefin eftir fjármála- áfallið haustið 2008. Í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að innlendar innlánsstofnanir standi í dag traustum fótum, hvað snertir eigið fé, fjármögnun, lausafé eða jafnvægi í rekstri. Þá hafa ýmsar viðamiklar breytingar orðið á lagaumhverfi fjármálamarkaða á síðustu árum frá setningu neyðar- laganna árið 2008. „Einnig hafa orðið breytingar á lögum um innstæðutryggingar þar sem sú vernd sem innstæðutrygg- ingakerfið veitir er afmörkuð skýrar með áherslu á að vernda innstæður almennings,“ segir í tilkynningu frá ráðuneytinu. – jhh Ríkið afnemur bankaábyrgð mEnnIng Nýlistasafninu barst í vikunni gjöf frá Sigrúnu Báru Frið- finnsdóttur, ekkju Ólafs Lárussonar myndlistarmanns. Ólafur var á meðal mikilvirkustu myndlistarmanna sinnar kynslóðar en féll frá árið 2014. Hann hefði fagnað 65 ára afmæli sínu í dag, þann 10. september. Gjöfin inniheldur mikið af efni frá vinnustofu Ólafs frá árunum 1970 til 1990, þar með talinn hluti af persónulegu bókasafni hans, filmusafn, negatífur og upptökur af gjörningum, listaverk, ljósmyndir, skyggnur, verk á hugmyndastigi og fjölmargt fleira. Þorgerður Ólafsdóttir, safnstjóri Nýlistasafnsins, segir að fyrir dyrum standi yfirlitssýning á verkum Ólafs í upphafi næsta árs í nýju sýningar- rými safnsins í Marshall-húsinu úti á Granda. „Einn mikilvægasti hluti þess- arar veglegu gjafar er að söfnin eru að endurskoða hlutverk sitt með það hverju þau eiga að safna. Hérna erum við að tala um allt sem fyrirfinnst á vinnustofu listamanna. Efni sem varpar miklu betra ljósi og veitir betri innsýn í ferli listamanns og þá hugmyndavinnu sem liggur á bak við verkin,“ segir Þorgerður. Ólafur var einn af stofnendum Nýlistasafnsins og sýningin sem stendur fyrir dyrum hefur verið lengi í burðarliðnum. „Því miður tókst ekki að koma þessari sýningu upp áður en hann féll frá. Þess vegna á þessi sýning að vera hylling á lífi hans og starfi og draga fram í ljósið öll þessi merku verk sem hann gerði á þessum tíma. Verk sem hafa aldrei verið sýnd saman.“ Mikil áskorun að gera öllu þessu efni góð skil Sigrún Bára Friðfinnsdóttir, ekkja Ólafs Lárussonar myndlistarmanns, hefur gefið Nýlistasafninu fjölda verka og allt innihald vinnustofu listamannsins. Á nýju ári er fyrirhuguð yfirlitssýning á verkum Ólafs í Marshall-húsinu á Granda. becky Forsythe og þorgerður ólafsdóttir munu stýra yfirlitssýningu á verkum ólafs lárussonar í Marshall-húsinu í upphafi næsta árs. Fréttablaðið/anton brink rollingline, verk eftir ólaf lárusson. Þorgerður segir að safnið sé nú með mikið efni, líka frá söfnum og einkasöfnum, og að það verði mikil áskorun að gera því góð skil. „Ég lét Sigrúnu Báru vita fyrir um ári að þessi sýning stæði fyrir dyrum sem opnunarsýning Mars- hall-hússins,“ segir Þorgerður. Í vor hafi Sigrún Bára tekið ákvörðun um að afhenda safninu allt þetta efni. „Við erum ákaflega þakklát fyrir það. Ólafur hafði sjálfur haldið utan um og skráð allt sérstaklega vel. Þannig var hann í raun búinn að leggja línurnar fyrir okkur með hvernig við ættum að varðveita efnið hans.“ magnus@frettabladid.is norður-KórEa Öryggisráð Sam- einuðu þjóðanna hefur verið kallað saman til þess að ræða mögulegar aðgerðir vegna kjarnorkutilrauna Norður-Kóreu. Í fyrrinótt bárust fregnir af því að Norður-Kóreumenn hefðu sprengt kjarnorkusprengju í tilraunaskyni. Sprengjan er talin öflugasta tilrauna- sprengja þeirra  til þessa, en hún framkallaði jarðskjálfta sem mældist 5,3 stig. Um fimmtu kjarnorkutilraun Norður-Kóreumanna er að ræða. Stjórnvöld víðs vegar um heim hafa fordæmt kjarnorkusprenging- una. Obama Bandaríkjaforseti sagði meðal annars að atburðurinn muni hafa alvarlegar afleiðingar í för með sér. – sg Allir fordæma Norður-Kóreu Veður Stíf norðanátt og mikil rigning norðantil á landinu. Sunnantil á landinu má gera ráð fyrir hægari vindi með rigningu af og til. Hiti 7 til 12 stig að deginum. sjá síðu 38 stjórnmál  Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, hafnar ásökunum um að hafa reynt að hafa áhrif á prófkjör flokksins í Norð- vesturkjördæmi. Birgitta er sögð hafa hringt í flokksfólk eftir fyrstu kosningu og reynt að hafa áhrif á uppröðun á lista flokksins. Á Facebook-síðu sinni segist Birg- itta ekki hafa hringt í fólk í þeim tilgangi að hvetja það til að kjósa á einhvern tiltekinn hátt í próf- kjörum Pírata undanfarnar vikur. Birgitta segist ekki hafa farið fram á að fólki væri raðað á lista eftir tiltekinni röð né að listum yrði hafnað. Birgitta kveðst vilja funda með hlutaðeigandi við fyrsta tækifæri til að „reyna að skilja hvernig við- komandi upplifði atburðarás undan- farinna vikna.“ Birgitta svaraði ekki símanum er hringt var í hana í gær- kvöldi.  – sg Birgitta borin þungum sökum birgitta Kjarnorkusprengjan sem Norður-Kóreumenn sprengdu framkallaði öflugan jarðskjálfta. 1 0 . s E p t E m b E r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t I r ∙ f r é t t a b l a ð I ð 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -A 5 A 0 1 A 8 7 -A 4 6 4 1 A 8 7 -A 3 2 8 1 A 8 7 -A 1 E C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.