Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 18
sport Fótbolti Íslandsmótin í Pepsi-deild karla- og kvenna geta hreinlega ráðist um helgina. FH í karlaflokki og Stjarnan í kvennaflokki verða komin með níu fingur á titilinn ef Breiðabliksliðin gera ekkert í mál- unum. Vonin er veik fyrir strákana en þeir gera lokasprettinn spenn- andi takist þeim að leggja FH að velli í Krikanum á sunnudaginn. Blikastelpurnar, aftur á móti, geta gert gott betur en að hleypa bara spennu í mótið með sigri. Eins og strákarnir fara þær í heimsókn til toppliðsins á útivelli en í boði fyrir Blikastúlkur er toppsætið og góður möguleiki á að verja Íslands- meistaratitilinn sinn. Halda mótinu á lífi FH er með sjö stiga forskot á toppn- um í Pepsi-deild karla þegar fimm umferðir og fimmtán stig eru eftir í pottinum. Mestan möguleika á að ná meisturunum eiga Blikar sem eru í öðru sæti, en þeir geta minnkað forskotið niður í fjögur stig með sigri í Krikanum á sunnudaginn. Þegar liðin mættust síðast í Kópa- vogi vann FH 1-0 iðnaðarsigur með marki Emils Pálssonar. Sá sigur var svolítið lýsandi fyrir FH-liðið sem hefur varla komist úr þriðja gírnum í sumar en er samt að rusla upp mót- inu. Frábær varnarleikur FH hefur unnið fyrir það sæg af leikjum og það sama má segja um Blikana. Líkt og í fyrri leiknum er ekki að búast við mörgum mörkum því þarna mætast tvö langbestu varnar- Blikarnir sækja að titlunum FH landar því sem þarf „Ég býst við að FH klári þetta með sigri en sé alveg jafntefli fyrir mér. FH þekkir þessa leiki og landar vanalega því sem þarf að landa hvort sem um ræðir jafntefli eða sigur. Ég tel að Heimir byrji á að pressa Blik- ana en svo fáum við að sjá þennan varnar- leik og þetta hugarfar sem hefur einkennt FH á tímabilinu. Blikarnir fá líklega að vera með boltann en það er spennandi fyrir Arnar að fara með sína stráka út í svona leik. Það getur vel verið að Blikarnir sleppi bara fram af sér beislinu undir lok leiks.“ Reynir Leósson sérfræðingur Stöð 2 Sport. Leikur tveggja varna 11 14 mörk fengin á sig 30,5 FH - breiðablik Sunnudagur kl. 17.00 lið deildarinnar. FH er aðeins búið að fá á sig ellefu mörk í 17 leikjum og Blikarnir ekki nema fjórtán mörk í jafnmörgum leikjum. Það er svo varla á neinn hallað þegar fullyrt er að markverðir liðanna, Gunnar Nielsen og Gunnleifur Gunnleifs- son, séu þeir bestu í deildinni. Breiðablik verður að vinna leik- inn til að eygja áfram veika von um titilinn og líka bara til að halda mótinu á lífi. Þó að Valur vinni sinn leik verður FH með níu stiga forskot með sigri að minnsta kosti þegar tólf stig verða eftir í pottinum. Blikar þurfa nokkuð augljóslega að skora en það hefur verið akkilesarhæll liðsins. Það er aðeins búið að skora 22 mörk, jafnmörg og Víkingur sem er í sjöunda sæti. Markalið en engin markasúpa Áður en kemur að stórleiknum hjá körlunum eiga stelpurnar sviðið á laugardaginn en klukkan 14.00 á Samsung-vellinum í Garðabæ hefst leikurinn sem getur hreinlega ráðið úrslitum í Pepsi-deild kvenna þegar Stjarnan tekur á móti Breiðabliki. Þetta eru tvö efstu liðin en Garðbæ- ingar eru með tveggja stiga forskot á Blika þegar þrír leikir eru eftir. Breiðabliki dugar ekkert minna en sigur. Jafntefli yrðu frábær úrslit fyrir Stjörnuna því hún á eftir leiki gegn KR og FH, mótherja sem liðið vann samtals 7-2 í fyrri umferðinni. Ef Stjarnan tapar bara ekki fyrir Breiðabliki verður leiðin að titl- inum greið fyrir Garðbæinga. Blikar verða ekki alveg komnir með titilinn þó að þeir vinni og verði með eins stigs forskot því Kópavogsstúlkur eiga eftir snúinn útileik gegn Val í lokaumferðinni. Valskonur mættu í Kópavoginn og hirtu stig af Blikunum í níundu umferðinni. Stjarnan (38) og Breiðablik (32) eru liðin sem hafa skorað mest í deildinni (Valur einnig skorað 32). Þrátt fyrir það má ekki búast við neinum markaleik heldur frekar að þetta ráðist á einu marki eins og síð- ast. Því þó liðin skori duglega gegn flestum mótherjum sínum eru þetta liðin sem hafa fengið á sig langfæst mörkin til þessa. Stjarnan er búin að fá á sig aðeins tíu mörk í 15 leikjum en Blikar ekki nema sex mörk. Breiðablik fékk aðeins á sig fjögur mörk í fyrra og hefur því aðeins þurft að sækja boltann tíu sinnum í netið í síðustu 33 deildarleikjum. Þessi öfluga varnarlína þarf að hafa hemil á hinni óléttu Hörpu Þorsteinsdóttur sem mun örugg- lega spila síðasta leik sinn fyrir Stjörnuna í bili. Báðir leikir verða í beinni útsend- ingu á Stöð 2 Sport HD. Breiðablik getur haft mikil áhrif á topp­ baráttu Pepsi­deildanna í stórleikjum helgar­ innar bæði í karla­ og kvennaflokki. Strák­ arnir geta gert toppbaráttuna aftur spennandi og stelpurnar geta komist á toppinn. Tómas Þór Þórðarson tomas@365.is Heimavöllurinn hentugur „Það skiptir máli fyrir Stjörnuna að leikurinn er á þeirra heimavelli. Það er búin að vera mikil umræða fyrir leikinn um Hörpu en ég reikna með að hún spili. Bæði lið skora í þessum leik, hann endar aldrei markalaus. Ég held samt að þetta verði varnarsinnaður leikur. Jafntefli er sigur fyrir Stjörnuna og því held ég að Garðbæingar leggi upp með að verja markið og nýta þá sénsa sem þeir fá og þar nýtist Harpa. Þetta endar 1-1 sem er gott fyrir Stjörnuna og því endar titillinn í Garðabænum.“ Helena Ólafsdóttir sérfræðingur Stöð 2 Sport. Leikur tveggja sókna 32 38 mörk skoruð 30,5 Stjarnan - breiðablik Laugardag kl. 14.00 aNÍta KoM FyRSt Í MaRK aníta Hinriksdóttir varð hlut- skörpust í 800 metra hlaupi í U23- flokki á móti í Brüssel sem er hluti af Demantamótaröðinni. aníta kom fyrst í mark á 2:03,65 mínút- um sem er þó talsvert frá Íslands- metinu sem hún setti á Ólympíu- leikunum í síðasta mánuði. aníta hljóp þá á 2:00,14 mínútum. HELGi KoMSt Í úRSLit Spjótkastarinn Helgi Sveinsson keppti fyrstur Íslendinganna á Ólympíumóti fatlaðra í Ríó í gær- kvöldi. Helgi kastaði 53,96 metra strax í fyrsta kasti og var lengi vel þriðji. Hann datt svo niður í 4. sæti en komst samt örugglega í átta manna úrslit. Hann kastaði 53,45 metra í sínu fyrsta kasti í úrslitunum og var í 4. sæti þegar blaðið fór í prentun. 18 1 0 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 l A U G A r D A G U r inkasso-deild karla Selfoss - Fram 0-0 Hvorugu liðinu tókst að skora í bragðdaufum leik á Selfossi. Bæði lið sigla lygnan sjó í deildinni. Efri KA 42 Grindavík 41 Keflavík 30 Þór 29 Leiknir R. 27 Haukar 26 Neðri Fram 26 Selfoss 24 Huginn 20 HK 18 Fjarðabyggð 17 Leiknir F. 15 Nýjast Um helgina Það helsta á Sportrásum Stöðvar 2 L11.10 Man. Utd - Man. City Sport L13.30 Arsenal - S’ton Sport L13.55 Real M. - Osasuna Sport2 L16.00 BMW-mótið Golfstöðin L16.15 Stoke - Tottenham Sport4 L18.25 Barcelona - Alavés Sport3 S01.00 Cuadras vs Gonzales Sport2 S02.00 UFC: Miocic v. Overem Sport S13.25 Bremen - Augsburg Sport S14.50 Swansea - Chelsea Sport2 S20.25 Cowboys - Giants Sport2 S22.00 Pepsi-mörkin Sport Pepsi-deild karla L16.00 KR - ÍBV Alvongenvöllur L17.00 Víkingur - Fjölnir Víkin S17.00 Fylkir - Vík Ó. Floridanavöllur S17.00 FH - Breiðablik Kaplakriki S19.15 Þróttur - ÍA Þróttarvöllur S20.00 Stjarnan - Valur Samsungv. Pepsi-deild kvenna, L14.00 Fylkir - FH Floridanavöllur L14.00 Stjarnan - Breiðab. Samsung L14.00 Valur - ÍA Valsvöllur L15.00 ÍBV - KR Hásteinsv. S16.00 Selfoss - Þór/KA JÁVERKv. Inkasso-deildin L13.00 Leiknir R. - Huginn Leiknisv. L14.00 Þór - Grindavík Þórsvöllur L15.00 Fjarðab. - KA Eskjuvöllur L16.00 Keflavík - Leiknir F. Nettóv. Olís-deild karla L16.00 Stjarnan - Akureyri TM-höll L16.00 ÍBV - Haukar Eyjar S17.00 FH - Valur Kaplakriki Olís-deild kvenna L13.30 Stjarnan - Haukar TM-höll L13.30 ÍBV - Grótta Eyjar L14.00 Selfoss - Fram Selfoss 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -A F 8 0 1 A 8 7 -A E 4 4 1 A 8 7 -A D 0 8 1 A 8 7 -A B C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.