Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 4
tölur Vikunnar 04.09.16-10.09.16 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir fv. varaformaður Sjálfstæðisflokksins gerðist frambjóð- andi Viðreisnar. Hún sagðist ekki líta á framboðið sem klofnings- framboð. Ein- faldlega væri verið að finna farveg fyrir frjálslyndu öflin til þess að þeirra sjónarmið heyrðust aðeins hærra heldur en verið hefði á umliðnum misserum. Þorsteinn Pálsson, fv. formaður Sjálfstæðisflokksins, gekk einnig til liðs við Viðreisn. Rut Þorsteinsdóttir sem er með hreyfihömlun þurfti að kaupa sérstakan aðgöngumiða fyrir aðstoðar- manneskju sína á tónleika Justins Bieber þar sem hún nýtur ekki liðveislu eða notendastýrðrar persónuaðstoðar. Rut hafði ekki þrótt til að vera á tónleikunum nema hún væri í hjólastól. Í nágrannalöndunum fá aðstoðarmenn að fylgja með á tón- leika án sérstakrar greiðslu. Ögmundur Jónasson alþingismaður kvaðst taka ofan fyrir einstakl- ingnum sem sýndi það frum- kvæði að stefna íslenska ríkinu og öllum þeim sem reka spilakassa í skjóli hins opinbera. Hann sagði þetta endurspegla framtaksleysi stjórnvalda og Alþingis í þessum efnum. Einstaklingurinn fer fram á 77 milljónir í skaðabætur vegna tjóns sem hann hefur orðið fyrir og 24 milljóna endurgreiðslu. Hann á kvittanir sem sýna að hann hafi spilað fyrir þessa upphæð. Þrjú í fréttum Flokkaskipti, tvöfalt gjald og spilakassar 40 þúsund fuglar er ráð- lögð rjúpna- veiði Náttúru- fræðistofnunar en hún var 54 þúsund fuglar á síðasta ári. 2,4 milljónir verður fjöldi ferðamanna á næsta ári samkvæmt spá Greiningar Ís- landsbanka. 3 milljónir flugsæta verða í boði til og frá Keflavíkurflug- velli á komandi vetri. er verðmæti hvalaafurða í frysti- geymslum Hvals hf. Óseldar birgðir voru að verðmæti 1,8 milljarðar króna fyrir tveimur árum. 3,6 milljarðar „Árangur fyrir fólkið“ Prófkjör Sjálfstæðisflokksins 10. september 2016 Kjósum Helgu í 2. – 4. sætið Helga leggur áherslu á að: • Lækka tryggingagjaldið í 5,35% • Lögfesta rétt barna til dagvistunar frá 1. árs aldri • Afnema skerðingu á bótagreiðslum vegna atvinnutekna öryrkja og eldri borgara að fullu. Helga Ingólfsdóttir Prófkjör í Suðvesturkjördæmi Samfélag „Vandamál íslenska heilbrigðiskerfisins eru lúxus- vandamál,“ segir William Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-hér- aði í Malaví. Héraðið er í samstarfi við íslensk stjórnvöld í gegnum ICEIDA, alþjóðlega þróunarsam- vinnu Íslands. Peno er 29 ára gamall og ábyrgur fyrir allri heilbrigðisþjónustu í hér- aðinu þar sem búa nærri 1,2 millj- ónir manna. Stúlkur eiga börn mjög ungar í héraðinu, allt niður í 13 ára gamlar, og eru orðnar margra barna mæður fyrir tvítugt. Verkefni Íslands í héraðinu má skipta í þrjá hluta, lýðheilsuverk- efni, menntaverkefni og vatnsveitu- verkefni. Hluti af lýðheilsuverkefn- inu er bygging fimm fæðingardeilda til að tryggja betri heilbrigðisþjón- ustu við verðandi mæður og nýfædd börn þeirra. „Eitt af stærstu vandamálum okkar eru andlát af barnsförum. Á mínu svæði eru þetta líklega um fimmtíu konur á ári, í samanburði við ykkur sem eruð kannski með eitt andlát á tíu ára fresti,“ segir Peno. „Ykkar heilbrigðiskerfi í saman- burði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. Þið eruð ljósárum frá okkur þegar kemur að tækni. Eins og staðan er í dag þurfum við að reka heilbrigðisþjónustu í mínu héraði fyrir 500 þúsund banda- ríkjadali á ári [57 milljónir íslenskra króna] og það er með öllu sem því fylgir fyrir rúmlega milljón manns.“ Peno hefur kynnt sér íslenska heilbrigðiskerfið síðastliðna daga og hitt yfirlækna og stjórnendur á spítölunum. Hann vonast til að fá töluverða þekkingu sem geti nýst til jákvæðra breytinga í heimalandinu. „Nú er til umræðu að malavískir læknanemar geti komið til Íslands til að öðlast þekkingu og reynslu hér,“ segir Peno. Fimm fæðingardeildir í Malaví fjármagnaðar með íslensku fé William Wayne Peno, yfirhéraðslæknir í Mangochi-héraði í Malaví, segir að íslenska heilbrigðiskerfið eigi við lúxusvandamál að stríða. Í Malaví sé eitt stærsta heilbrigðisvandmálið andlát af barnsförum. Peno er hér á landi að kynna sér íslenskt heilbrigðiskerfi á vegum ICEIDA, alþjóðlegrar þróunarsamvinnu Íslands. William Peno er orðinn yfirhéraðslæknir í stóru héraði í Malawi aðeins 29 ára. Hann er kominn til að læra af íslensku heilbrigðiskerfi. Fréttablaðið/anton brink Sjúkrabílar eru meðal þess sem Peno hefur skoðað hér á landi. Þetta eru malavískar sjúkrabörur sem hengja má aftan á reiðhjól og eru merki um þá frumstæðu tækni sem heilbrigðiskerfið þar ytra þarf að búa við. Á því svæði sem Peno stýrir eru um 11 prósent íbúa smituð af HIV. Malaríusmit er einnig algengt en svo hafa lífsstílssjúkdómar á borð við sykursýki og háþrýsting aukist þar að sama skapi. Eftir sem áður er það há dánartíðni mæðra sem veldur hvað mestum áhyggjum. „Á Íslandi mæta konur um tíu sinnum í mæðraeftirlit á meðgöng- unni. Hjá okkur bjóðast konum fjórir tímar í mæðraeftirlit en það er ekki vandamálið. Vandamálið er að aðeins sjö prósent kvennanna geta mætt. Það hefur með aðgengi að þjónustunni að gera en einnig hjátrú um að slíkar heimsóknir geti að einhverju leyti skaðað barnið.“ Í heimsókn sinni til Íslands hefur Peno heyrt marga heilbrigðisstarfs- menn kvarta yfir bágum vinnuað- stæðum. „Ég skil að í ykkar huga séuð þið að glíma við vandamál. En frá mínu sjónarhorni eigið þið ekki við nein vandamál að stríða.“ snaeros@frettabladid.is Ykkar heilbrigðis- kerfi í samanburði við okkar kerfi er eins og svart og hvítt, norður og suður. William Peno, yfirhéraðslæknir í Man- gochi-héraði í Malaví 38 þúsundum gafst færi á að sækja tónleika Justins Bieber í Kópavogi. Sumir fóru á hvora tveggja tónleikana. 200 milljónir króna rúmar eru áætl- aðar tekjur Hallgríms- kirkju af heimsókn- um í kirkjuturninn á þessu ári. 1 0 . S e p t e m b e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -B 9 6 0 1 A 8 7 -B 8 2 4 1 A 8 7 -B 6 E 8 1 A 8 7 -B 5 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.