Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 25
Vigdís og litla stúlkan hennar á fæðingar- deildinni í herberginu sem þeim var út- hlutað til að þær fengju næði frá öðrum. Ættleiðingin var opin og fyrstu ár dótturinnar voru samskiptin þó nokkur. Hér sést Vigdís með dóttur sinni á fyrsta ári. Í seinni tíð hafa samskiptin minnkað en Vigdís segir að það hafi gerst á eðlilegan máta og án allra særinda. Samgangurinn á milli fjölskyldnanna hélt áfram fyrstu árin og dóttirin sem var ættleidd fékk að kynnast systkinum sínum. Vigdís átti dóttur, Maríu Rut Kristins- dóttur, fyrir en eignaðist önnur tvö börn eftir fæðingu dótturinnar sem hún gaf. gengi. „Ég fann aldrei fyrir því að ég væri fyrir þeim með því að hafa sam- band og fyrir það er ég þakklát. Þau gáfu sér alltaf tíma til að tala við mig. En ég hef einhvern veginn aldrei litið á hana sem dóttur mína, kannski af því að þetta gekk allt svo vel. Þetta er eins og skrifað handrit. Það er eins og hún hafi sjálf valið sér foreldra og ég, kynmóðir hennar, hafi aðstoðað hana við að komast heim.“ Engin eftirsjá Eins og áður segir leyfir Vigdís sér einn dag á ári til að gráta vegna stúlkunnar, en það er á afmælinu hennar. Þann dag hefur allt ferlið verið ofarlega í huga hennar, og hún grátið, ekki síst vegna þakklætis yfir því hvað allt gekk vel. Samskiptin hafa verið nokkur í gegnum tíðina en minni eftir að stúlkan varð fullorðin og þá fyrst og fremst á afmælum og stórhátíðum undanfarin ár. „Ég hef aldrei fundið fyrir eftirsjá. Aldrei velt því fyrir mér af hverju ég gerði þetta eða fundið fyrir neinni reiði út af ákvörðuninni. Ég var ekki í neyslu eða óreglu. Ég var því kannski ekki þessi staðalmynd af verðandi móður sem neyðist til að fara þessa leið vegna óviðunandi aðstæðna. Ég tikkaði þannig ekki í neitt af þeim boxum. En ég veit að þó fólk hafi ekki hent steinum í mig þá var talað um mig. Og ég leyfði því ekki að hafa nein áhrif á mig. Ef einhver kom og spurði mig út í þetta þá svaraði ég hreinskilnislega hver ástæðan væri fyrir því að ég tók þessa ákvörðun.“ Þrátt fyrir að samskiptin við stúlk- una hafi verið góð hafa þær aldrei rætt ættleiðinguna í raun og veru. „Núna síðustu ár hefur kannski komið smá kvíði fyrir því að einn daginn hringi hún bjöllunni hjá mér og vilji fá svör við því af hverju ég gaf hana. Ég kvíði því af þeirri einföldu ástæðu að ég geti ekki gefið henni nægilega góð svör. En kannski er besta svarið bara að þetta hafi átt að gerast. Þessi saga okkar er falleg vegna þess að það var hægt að gera þetta á yfirveguðum og faglegum nótum.“ Þegar Vigdís er spurð hvað hún eigi mörg börn og hvað þau heiti telur Vig- dís stúlkuna alltaf með. „Mér þykir ofboðslega vænt um hana. Þegar ég fór að heimsækja hana, tók hana í fangið og faðmaði hana þá var samt aldrei erfitt að kveðja hana því ég vissi hvað hún var á góðum stað. Ég hef aldrei falið mig en ég finn alveg og skil að það er ekki öllum sem finnst þetta jafn eðlilegt og fallegt og mér. Það eru 25 ár síðan og ég veit að þetta átti bara að gerast.“ visir.is Lengri útgáfa af viðtalinu birtist á Vísi um helgina Síðumúla 34 • 108 Reykjavík Sími 696 5600 • rafsol@rafsol.is ENDURNÝJUN OG VIÐHALD Löggiltur rafverktaki Sími: 696 5600 rafsol@rafsol.is Sölusýning í dag frá kl. 10 til 16. Í dag, laugardag, efnum við til sölusýningar í verslun okkar, Nóatúni 4. Þar gefst tækifæri til að skoða það nýjasta sem við bjóðum. Meðal annars nýja tækni í kæliskápum, „hyperFresh“ frá Siemens og „VitaFresh“ frá Bosch. Með þessari nýju tækni heldur kæliskápurinn ávöxtum, grænmeti og nýjum kjötvörum ferskum allt að tvisvar til þrisvar sinnum lengur en venjulega. Veldu ferskari matvæli og minni matarsóun. Fjöldi tilboða í tilefni dagsins. Veittur verður afsláttur af öllum vörum sem ekki eru á Tækifærisverði. Komið og njótið dagsins með okkur! Nóatúni 4 Sími 520 3000 www.sminor.is Sölu- s ý n i n g h e l g i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð 25l A U g A R D A g U R 1 0 . s e p T e m B e R 2 0 1 6 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 7 -E A C 0 1 A 8 7 -E 9 8 4 1 A 8 7 -E 8 4 8 1 A 8 7 -E 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.