Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 22
Það er bara einn dagur á ári sem ég leyfi mér að gráta og það er í septem-ber. Á afmælinu hennar. Ég græt ekki af söknuði eða eftirsjá. Ég græt af því
að ég leyfi mér þennan eina dag til að
gráta,“ segir Vigdís Erlingsdóttir sem
gaf dagsgamla dóttur sína til ættleið-
ingar fyrir 25 árum.
Vigdís er fædd og uppalin í Hlíð-
unum í Reykjavík en hugurinn leitaði
alltaf til ömmu á Flateyri þar sem
hún eyddi öllum sumrum og stór-
hátíðum. „Mamma mín var einstæð
móðir, vann sem kennari og var svo
í aukavinnu á sumrin svo það voru
ekki aðstæður hjá henni til að vera
með barn hjá sér á sumrin.
Mamma og pabbi skildu þegar
ég var þriggja ára. Amma varð ekkja
þegar mamma mín var sex ára þannig
að það var mikil kvennaþrautaganga
kynslóðanna að halda öllu rúllandi.
Við höfum fjórar kynslóðir kvenna
staðið í því að ala upp börnin okkar
einar. Langamma og amma urðu
ekkjur með ung börn.“
Ákvörðunin um að gefa næstelstu
dóttur sína til ættleiðingar var að
sumu leyti ákvörðun um að endur-
taka ekki líf móður sinnar. „Ég ætlaði
ekki að lenda í sömu aðstæðum og
móðir mín og standa í þessu enda-
lausa harki. Ég óttaðist að barnið mitt
myndi upplifa það sama og ég, að alast
upp föðurlaust.“
Flateyri kallaði
„Ég fann mig mikið betur fyrir vestan
en í Reykjavík. Ég tórði í menntaskóla
í Reykjavík í þrjár vikur en svo fór ég
bara vestur að vinna. Skólaganga
mín var ekki lengri en það svo ég fór
í fiskinn. Það var enginn sem reyndi
að stoppa mig í þeirri ákvörðun,“ segir
Vigdís.
Móðir Vigdísar og amma héldu
þétt utan um hana en faðir hennar
var ekki til staðar. „Pabbi var mikill
drykkjumaður. Ég var þriggja ára
þegar foreldrar mínir skildu. Faðir
minn vann ýmis afrek í lífinu, en
föðurhlutverkið var ekki eitt af þeim.
Ég kynntist honum ekki nema þegar
hann hringdi ljót símtöl undir áhrif-
um. Ég varð svona millistykki á milli
mömmu og pabba. Það var ofboðslegt
áreiti frá honum en ég átti erfitt með
að skella á hann. Ég upplifði aldrei
neina tengingu við hann eða stuðn-
ing. Bara þessi reiðisímtöl sem hann
hringdi frá því að ég var sex eða sjö
ára gömul til að tala illa um mömmu.
Þetta hafði allt saman djúpstæð áhrif
á mig og mínar ákvarðanir, sem ég í
raun og veru fór ekki að vinna úr fyrr
en fyrir nokkrum árum.“
Vigdís vann í frystihúsinu fyrir
vestan í eitt ár en fór svo á flakk með
móður sinni sem stundaði nám í Nor-
egi og Bandaríkjunum á þeim tíma.
„Ég gafst upp á að vera í Bandaríkj-
unum á nokkrum mánuðum og fékk
það í gegn að fljúga heim og fara aftur
vestur í fiskinn. Það sumar tók ég svo
ákvörðun um að fara í heimavistar-
skóla í Reykholti.“
Gaf dóttur
sína svo hún
fengi betri
framtíð
Snærós
Sindradóttir
snaeros@frettabladid.is
Vigdís Erlingsdóttir
sá fram á að vera ein-
stæð móðir tveggja
barna aðeins 21 árs
gömul. Þess í stað
tók hún ákvörðun
um að gefa ófædda
dóttur sína. Á fæð-
ingardeildinni þurfti
Vigdís að þola augn-
gotur ljósmæðra en
hefur aldrei séð eftir
þessari ákvörðun.
Kynntist barnsföður sínum
Á fyrstu önninni í Reykholti kom
í ljós að Vigdís var komin fjóra
mánuði á leið með elstu dóttur sína.
Þá var hún nýlega búin að kynn-
ast strák sem síðar varð barnsfaðir
hennar. „Ég hafði sem sagt orðið
ófrísk áður en ég kynntist honum.
Þarna stóðum við, ég átján ára og
hann sautján ára, og tókum bæði
ákvörðun um að hætta í skólanum
og fara suður. Ég fékk vinnu á leik-
skóla í janúar og ætlaði heldur betur
að taka þetta með stæl en ég vann í
rúman mánuð þar þangað til ég
fann það mjög sterkt að ég vildi fara
vestur til ömmu. Hann kom með
mér vestur og við byrjuðum að búa.
Hann tók þá ákvörðun að standa
með mér vitandi að hann ætti ekki
barnið sem ég gekk með.“
Í maí fæddist elsta dóttir Vig-
dísar, María Rut Kristinsdóttir, sem
hefur vakið athygli fyrir baráttu
sína gegn kynferðisofbeldi og ein-
læga frásögn af slíku ofbeldi sem
hún varð fyrir í æsku. María hefur
verið einn skipuleggjenda Druslu-
göngunnar undanfarin ár og starfar
nú í innanríkisráðuneytinu við að
gera aðgerðaáætlun um meðferð
kynferðisbrota innan réttarvörslu-
kerfisins.
„Við þrjú héldum áfram að búa
saman á Flateyri og það gekk bara
ljómandi vel. En ef maður horfir til
baka þá vorum við óttalegir krakkar.
Það var alltaf einhver þrá í mér til að
fara í skóla en það var ekki í boði
búandi á Flateyri þannig að ég fór
að vinna í frystihúsinu og hann fór á
sjóinn. Þetta týpíska þorpslíf.“
Einu og hálfu ári eftir fæðingu
Maríu varð Vigdís aftur ólétt. „Ég
er gengin fjóra mánuði þegar hann
bara fer.“ Barnsfaðirinn sem hafði
staðið með henni í gegnum með-
göngu fyrsta barnsins gekk óvænt út
einn daginn. Sambandinu var lokið.
Ákvörðun í sónar
„Þetta var rosalegt áfall. Ég sá fram
á að standa uppi ein 21 árs með tvö
föðurlaus börn. Ég sat með sjálfri
mér og vissi ekkert hvernig ég átti að
horfast í augu við það sem myndi taka
við. Ég var það langt gengin að ég átti
ekki marga möguleika. En ég man svo
greinilega eftir því þegar ég fór sjálf að
hugsa að einhver annar gæti tekið við
því sem þá var byrjað.“
Vigdís var sett í lok september og
var á leið í ómskoðun á Ísafjörð í maí
það sama ár. „Það voru ekki komin
göng á milli fjarða og bróðir minn,
sem er átta árum eldri en ég, keyrði
mig í sónarinn. Við vorum stödd uppi
á Breiðadalsheiði og ég man nákvæm-
lega á hvaða stað við vorum á heið-
inni þegar hann snýr sér að mér og
segir: „Vigga, þú hefur aðra kosti.“ Ég
hafði ekki sagt einum einasta manni
frá því sem ég hafði verið að hugsa. Ég
vildi engum segja að ég hefði íhugað
að kannski væri betra fyrir barnið að
fá framhald annars staðar.“
Bróðir Vigdísar stakk upp á þeim
möguleika að gefa barnið til ættleið-
ingar. Sjálf væri hún ung og óvíst hvað
framtíðin bæri í skauti sér. „Hann var
voðalega bróðurlegur í þessu samtali.
Vigdís Erlingsdóttir var aðeins 21 árs gömul þegar barnsfaðir hennar ákvað að sambandi þeirra væri lokið. Hún fann nýja foreldra fyrir dóttur sína. Fréttablaðið/GVa
1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r22 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð
1
0
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
8
7
-D
7
0
0
1
A
8
7
-D
5
C
4
1
A
8
7
-D
4
8
8
1
A
8
7
-D
3
4
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
9
6
s
_
9
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K