Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 83

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 83
Sjálf Ólöf Arnalds spilar í Mengi þetta kvöldið og lítill fugl sagði mér að hún væri að vinna að plötu sem kemur út á næsta ári – hver veit nema eitthvað af henni fái að heyrast í kvöld? Miðaverð er 2.000 krónur. Málþing Hvað? Heil brú í miðbænum Hvenær? 13.00 Hvar? Spennistöðin, Barónsstíg Verkefninu Heilli brú verður hleypt af stokkunum þennan laugardag í Spennistöðinni sem er félags- og menningarmiðstöð miðborgarinnar og er til húsa við hlið Austurbæjarskóla. Í þetta sinn munu nemar á 3. ári í tómstunda- og félagsmálafræði við Háskóla Íslands stjórna leikjum og hópefli. Boðið verður upp á kaffi og saft. Sýningar Hvað? Zacharias Heinesen og Bárður Jákupsson Hvenær? 15.00 Hvar? Gallerí Fold, Rauðarárstíg Færeysku listamennirnir Bárður Jákupsson og Zacharias Heinesen opna sýningar á nýjum málverkum í Galleríi Fold. Hvað? Kjólagjörningur Hvenær? 15.00 Hvar? Ketilhúsið, Akureyri Á sýningunni má sjá afrakstur níu mánaða kjólagjörnings Thoru sem stóð yfir frá mars til desember 2015. Hún klæddi sig í nýjan kjól á hverjum degi – kjólarnir komu frá fólki sem gaf þá í nafni listarinnar. Björn Jónsson tók daglega mynd af Thoru meðan á gjörningnum stóð. Aðgangur ókeypis. Hvað? Perlur Hvenær? 14.00 Hvar? Menningarhús, Gerðubergi Listakonan Kristín Sigurrós Jónsdóttir verður áttræð í næsta mánuði auk þess sem hún á gullbrúðkaup í lok árs og mun því halda sýningu á verkum til að fagna þessum stóru áföngum. Um er að ræða hennar aðra einkasýningu, en hún ætlar í þetta sinn að sýna málverk eftir sig. Sunnudagur 11. september 2016 Tónlist Hvað? Trúbadorinn Alexander Aron Hvenær? 22.00 Hvar? American Bar Fjörið bókstaflega kastast af strengjum kassagítarsins þegar Alexander Aron rennir fingrum sínum eftir þeim. Hvað? Tónleikar í Hlöðunni Hvenær? 14.30 Hvar? Hlaðan á Kvoslæk, Fljótshlíð Anna Málfríður píanóleikari heldur tónleika í hlöðunni á Kvoslæk þar sem hún flytur dagskrá með verkum eftir Mozart og Liszt og segir frá tónskáldunum og verkunum. Boðið er upp á kaffi í hléinu. Miðaverð er 2.000 krónur og ekki eru tekin greiðslukort. Hvað? Sígildir sunnudagar Hvenær? 17.00 Hvar? Harpa Tónlistarhópurinn Elektra Ensemble, sem skipaður er fimm ungum og framúrskarandi konum, spilar þetta sunnudagskvöld á fyrstu tónleikum tónleikaraðarinnar Sígildir sunnudagar og bera þessir tónleikar yfirskriftina Úr undirdjúpunum. Fumflutt verður nýtt verk eftir Þuríði Jónsdóttur og einnig Kammersinfónía nr. 1, op. 9 eftir Arnold Schönberg, ásamt fleiru. Auk tónlistarinnar mun Védís Kjartansdóttir dansa tvö ný verk eftir Sögu Sigurðardóttur. Dans Hvað? Tangó praktika Tangóævintýra- félagsins Hvenær? 17.00 Hvar? Hressó, Austurstræti Svana Vals er DJ kvöldsins auk þess að sjá um leiðsögn í argentínskum tangó. Aðgangseyrir er 700 krónur. Hvað? Dansleikur Félags eldri borgara Hvenær? 20.00 Hvar? Ásgarður, Stangarhyl Hljómsveit hússins leikur fjöl- breytta dansmúsík. Veitingar við flestra hæfi. Fólk er hvatt til að taka með sér gesti. Nýdönsk heldur sína síðustu tón- leika í bænum þetta árið og sína fyrstu tónleika á Nasa í áraraðir. Nýtt Nicorette Cooldrops munnsogstöflur (inniheldur nikótín) er notað við tóbaksfíkn. Það dregur úr fráhvarfseinkennum og reykingaþörf og auðveldar reykingamönnum að venja sig af reykingum. Skammtar: Börn: Lyfið má einungis nota handa unglingum (12-17 ára) skv. ráðleggingum læknis. Börn yngri en 12 ára mega ekki nota lyfið. Fullorðnir: 2 mg henta reykingafólki sem er lítið háð nikótíni. 4 mg þeim sem er mjög háðir nikótíni. Hámarksdagskammtur er 15 stk. Ekki á að nota lyfið lengur en 9 mánuði. Venjulega vegur ávinningur af að hætta að reykja þyngra en áhætta sem fylgir nikótínmeðferð. Setja á 1 munnsogstöflu í munninn og láta hana leysast upp. Hvorki má tyggja hana né gleypa. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna. Þeir sem hafa aldrei reykt. Varnaðarorð: Reykingafólk með nýlegt hjartadrep, óstöðuga eða versnandi hjartaöng (þ.m.t. Prinzmetal), alvarlegar hjartsláttartruflanir, ómeðhöndlaðan háþrýsting, nýlegt heilablóðfall og/eða óstöðugt blóðrásarkerfi skal einungis nota Nicorette undir eftirliti læknis. Gæta skal varúðar við notkun Nicorette hjá einstaklingum sem hafa fengið ofnæmisbjúg eða ofsakláða eða eru með: háþrýsting, stöðuga hjartaöng, hjartabilun, æðasjúkdóm í heila, teppusjúkdóm í slagæðum útlima, sykursýki, ómeðhöndlað skjaldvakaóhóf, krómfíklaæxli, skerta lifrar- eða nýrnastarfsemi, skeifugarnar- eða magasár eða vélindabólgu. Aðgát í návist barna: Nikótínskammtar sem fullorðnir geta þolað geta valdið alvarlegum eitrunareinkennum og verið banvænir börnum. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Meðganga og brjóstagjöf: Eingöngu skal nota Nicorette í samráði við lækni. Nikótín berst yfir fylgju og getur haft áhrif á blóðrás og öndun fósturs. Nikótín berst í brjóstamjólk í magni sem getur haft áhrif á brjóstmylking. Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Markaðsleyfishafi: McNeil Denmark ApS. Umboð á Íslandi: Vistor hf., sími: 535-7000. IS/NIC-L/K-2016-08-1 Fæst án lyfseðils í næsta apóteki Cooldrops munnsogstöflur með mintubragði nikótínlyf Dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum Dregur úr reykingaþörf eftir 5 mín. hið minnsta Tvöfalt mintulag, (í töflukjarna og töfluhúð) Kemur í handhægri öskju í vasastærð Fæst 2 mg og 4 mg Nicorette í 20, 80 og 160 stk. pakkningum4 M e n n i n g ∙ F R É T T A B L A ð i ð 43L A U g A R D A g U R 1 0 . S e p T e M B e R 2 0 1 6 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -B 4 7 0 1 A 8 7 -B 3 3 4 1 A 8 7 -B 1 F 8 1 A 8 7 -B 0 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.