Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 26
Fyrir tuttugu árum saup þjóðin hveljur þegar Gaui litli, Guðjón Sig-mundsson, birtist þjóð-inni í fjölmiðlum á hvít-um nærbuxum einum klæða, alltof þungur eða heil 170 kíló. Hvað var að gerast? Enn er offita að einhverju leyti feimnismál, um það er deilt hvernig beri að taka á henni og hvernig til- hlýðilegt sé að tala um hana. Þar á meðvirkni stóran þátt, að mati Gauja litla. En, fyrir 20 árum voru orð eins og líkamsvirðing ekki til. Feitir voru hafðir að háði og spotti. Þeir voru fórnarlömb stimplunar og stereótýpugervingar; þeir áttu að vera feitir og fyndnir en máttu að öðru leyti þola háð og spott. Með opinni framgöngu og jákvæðni lagði Gaui litli þjóðina að fótum sér. Umsvifalaust. Umsvifa- laust varð hann þjóðþekktur, var reglulega í fjölmiðlum en hann var vikulega í magasínþætti Ríkissjón- varpsins, Dagsljósi, og var vigtaður þar og talaði af miklu hispursleysi um offituvanda sinn. Gaui litli sneri viðhorfi heillar þjóðar gangvart þessum vanda á haus á skammri stundu. En þetta tók sinn toll. Gaui litli hefur þurft að eiga við margvíslegan vanda svo sem þann að hafa lent í búlemíu – nokkuð sem hann talaði aldrei um. Við erum í miklu bulli En þrátt fyrir að Gaui litli, merki- lega laus við spéhræðsluna, hafi lyft Grettistaki með sinni eðlilegu fram- göngu er það svo að offita er orðin að faraldri; þetta er langstærsti heil- brigðisvandi sem Vesturlönd eiga við að stríða. Nú deyja fleiri af völd- um offitu en hungurs í heiminum öllum. Bara á Íslandi veltir offitu- bransinn mörgum milljörðum. En Gaui litli segir flestar aðferðirnar vera gagnslausar skyndilausnir. Hann gagnrýnir harðlega það hvernig offita er orðin að ríkum þætti í skemmtanamenningu, til að mynda í þáttum eins og Biggest Loser; hann segir að við séum að nálgast þennan risavaxna vanda á rangan og jafnvel skaðlegan hátt. Hann segir offitu stafa af fíkn. „Við erum í djöfulsins bulli.“ Fitubollur á færibandi inn í ofn Þættirnir með Gauja í Dagsljósi slógu rækilega í gegn. Öll þjóðin fylgdist með Gauja litla takast á við aukakílóin. Þó þetta væri fyrir tíð orða á borð við fitufordóma og líkamsvirðingu var það þó svo að ýmsir aðilar voru farnir að gera sér mat úr þessum vanda sem þá þegar var vaxandi. „Við tókum fyrir eitt og annað sem menn væru að bjóða upp á til að bræða af manni spikið. Á þeim tíma hét þetta allt fitubrennsl- unámskeið. Markaðssett eins og fitubollurnar væru á færibandi inni í einhverjum ofni og þar myndi bráðna af okkur hægt og rólega. Svo voru seldar alls kyns pillur og duft og fylgihlutir. Bumbubaninn og ég veit ekki hvað og hvað. Við ákváðum að ég myndi láta reyna á hinar ýmsu aðferðir, mynda það og vera með umfjöllun. Samhliða því að stunda líkamsrækt með leið- sögn einkaþjálfara. Og vigta síðan fyrir alþjóð á stóru vigtinni sem var úti á Reykjavíkurflugvelli, sem við fengum lánaða en hún vigtaði 250 kíló.“ Gaui kljáist við búlemíu En þetta var erfitt einnig. Gaui æfði sex daga vikunnar, einn og hálfan tíma í senn. „Markmiðið var náttúrlega að reyna að sýna fram á þyngdartap en ekki aukningu. Og það gekk nú stundum upp og ofan. Þannig að, að öllu jöfnu léttist ég í hverri viku, stundum stóð ég í stað eða þyngdist lítillega. Og þegar fram í sótti, eða í janúar, var ég kominn með búlemíueinkenni.“ Þarna hefðu allar viðvörunar- bjöllur átt að hringja. Gaui var far- inn að kasta upp fæðunni. Og fór í gegnum gríðarlega erfitt tímabil. Sem hann leyndi. „Það er rosalegt stjórnleysi. Þú hefur enga stjórn. Þetta er gríðar- legt álag og andleg vanlíðan. Og það er kannski vegna þess að ég hafði stundað andlegar íþróttir til áratuga, hugleiðslu og annað slíkt, sem ég náði stjórn á þessu. Ég náði að fókusera og koma mér út úr þessu ástandi. Eftir á að hyggja hefði ég átt að leita mér hjálpar en gerði það ekki. Ég talaði aldrei um þetta, því þetta er í bland við að vera sjúk- legt ástand og skömm.“ Auðvelt að selja töfralausnir Offitubransinn veltir gríðarlega miklum fjármunum og Gaui segir gert út á örvæntingu með gylli- boðum. „Þetta er mikil velta. Og kemur ekki á óvart. Það var alltaf verið að reyna að selja mér alls konar hluti til að ná árangri. Í formi dufts, eða pillur, offituplástra, brennslu þetta og brennslu hitt. Og það er náttúr- lega þannig með okkur sem eigum við þetta vandamál að stríða, það blakta á okkur eyrun í hvert skipti sem við heyrum af einhverjum nýjum töfralausnum sem gætu hugsanlega hjálpað okkur að kom- ast í gegnum þetta,“ segir Gaui. Gaui bendir á að vandinn sé býsna víðtækur. Ekki sé svo langt síðan til dæmis Marz-súkkulaði- stykkið stækkaði um 25 prósent. Allir skammtar stækkuðu. „Og menn voru að fá meira fyrir minna. Skammtarnir urðu stærri. Og Feitir orðnir að sirkusdýrum Gaui litli birtist alþjóð á hvítum nærbuxum einum klæða – þá 170 kíló. Hann gerir upp 20 ára baráttu gegn offitu og segir okkur á skelfilegum villigötum með ýmsum töfralausnum. Offita er sprottin af fíkn og ber að nálgast svo. FréttAblAðið/GVA Á þeim tíma hét þetta allt fitubrennslunÁm- skeið. markaðssett eins og fitubollurnar væru Á færibandi inni í einhverjum ofni og þar myndi brÁðna af okkur hægt og rólega. svo voru seldar alls kyns pillur og duft og fylgihlutir. Jakob Bjarnar Grétarsson jakob@frettabladid.is 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r26 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -E 5 D 0 1 A 8 7 -E 4 9 4 1 A 8 7 -E 3 5 8 1 A 8 7 -E 2 1 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.