Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 72
„Aldurinn leggst ágætlega í mig en ég
spái ekki mikið í hann. Þetta er bara
eins og það er,“ segir Skúli Gunnar
Sigfússon, stundum nefndur Subway
kóngur, og lætur sér fátt um finnast þótt
fimmtugs afmælið bresti á á morgun.
Hann er staddur á Reynivöllum í Suður
sveit þegar ég slæ á þráðinn til hans,
þar á hann jörð ásamt frænda sínum og
fjögur hús sem áður voru orlofshús Eim
skipafélags Íslands. Nú er verið að dytta
að þeim.
Skúli Gunnar er hagvanur í Suðursveit,
var þar oft á sumrin hjá afa sínum og
ömmu á Leiti og hefur á síðustu dögum
verið þar í réttum og rifjað upp kynnin
við sveitungana. Nú er hann hins vegar á
leið í lengri smalamennsku því í Skaftár
hreppi í VesturSkaftafellssýslu bíður
víðfeðmur og leitóttur afréttur eftir
honum. Ef afrekaskrá Frjálsíþróttasam
bandsins lýgur ekki getur afmælisbarnið
látið um sig muna þar, því Skúli Gunnar á
nokkur nýleg langhlaup að baki. „Ég hef
aldrei farið í göngur þarna áður, en slæst
í för með vini mínum, Pálmari, sem var í
sveit í Mörtungu,“ upplýsir hann.
Með því að stofna Subway á Íslandi
veðjaði Skúli Gunnar á réttan hest. Var
einn af fáum fjárfestum sem litlu töpuðu
í hruninu því hann skuldaði svo lítið.
Nú á hann Leiti, eignarhaldsfélag sem er
meðal annars bakhjarl Subway og Ham
borgarafabrikkunnar, og líka Sjöstjörn
una, fasteignafélag. „Næsta stórverkefni
sem ég tek þátt í er Eldfjallasetur á Hvols
velli og svo er ég með í verkefni tengdu
Raufarhólshelli auk þess að byggja hótel í
Hafnarstræti 1719 sem Icelandair Hotels
munu reka,“ lýsir hann.
Skúli Gunnar titlar sig samt bónda
í símaskránni enda er hann sestur að
austur í Ölfusi. Hann kveðst ekki vera
með fasta skrifstofu í bænum, heldur
hafa gott fólk sem sjái um daglegan
rekstur. „Ég leysi mál í gegnum síma og
tölvur, er búinn að svara svona sjö sím
tölum í morgun,“ segir hann léttur þegar
klukkan er 10.30. Hvort hann verður í
sambandi á afréttinum er vafasamt en
það veldur honum ekki áhyggjum. Hver
veit nema hann breyti titlinum í síma
skránni í „smala“ eftir helgi.
gun@frettabladid.is
Fagnar stórafmæli á afrétti
Skúli Gunnar Sigfússon, kenndur við Subway, verður fimmtugur á morgun. Hann ætlar
að verja deginum í smölun á afréttum Vestur-Skaftfellinga. Það verður hans veisla.
Skúli Gunnar hefur lengst af átt heima í borginni, þó sveitin heilli hann æ meira. Fréttablaðið/GVa
Hjartans þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur vináttu og hlýhug vegna
andláts og útfarar ástríks eiginmanns,
föður, sonar og bróður,
Kristjóns Jónssonar
rafeindavirkja,
Kríuási 21, Hafnarfirði.
Öllum þeim sem önnuðust Kristjón af alhug
í veikindum hans eru færðar sérstakar þakkir. Einnig
innilegar þakkir til félaga Kristjóns í Hjálparsveit skáta í
Reykjavík fyrir að skapa fallega umgjörð við útförina.
Steinvör V. Þorleifsdóttir
Kristín Jóna Kristjónsdóttir
Þórhildur Kristjónsdóttir
Kristín Jóna Kristjónsdóttir Jón Ingi Sigursteinsson
Aðalheiður Jónsdóttir
Halldóra Jónsdóttir
Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð
og hlýhug vegna andláts og jarðarfarar
elskulegs eiginmanns míns, föður,
tengdaföður, afa og langafa,
Gunnars S. Hafdal
Hamratúni 36, Akureyri.
Sérstakar þakkir til starfsfólks lyfjadeildar
og heimahlynningar Sjúkrahússins á Akureyri.
Þóra Kristín Flosadóttir, synir tengdadætur, barnabörn
og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir til allra þeirra sem
sýndu okkur samúð, vináttu og
hlýhug við andlát og útför móður
okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
Auðar Ásu Benediktsdóttur
Hildur Hrönn Hreiðarsdóttir Guðmundur Sigurðsson
Ingibjörg Hreiðarsdóttir Guðmundur Magnússon
Bogey Hreiðarsdóttir Árni Alfreðsson
Logi Snævar Hreiðarsson
Hreiðar Hugi Hreiðarsson Tove Gulbrandsen
barnabörn og barnabarnabörn.
Innilegar þakkir fyrir hlýhug, samúð
og vináttu við andlát og útför
Dagnýjar Maríu
Sigurðardóttur
félagsráðgjafa MA og sjúkraliða,
Þrastarási 26, Hafnarfirði.
Sérstakar þakkir til starfsfólks deildar 11E,
Landspítalanum við Hringbraut, fyrir góða
umönnun og virðingu.
Jón Garðar Hafsteinsson
Ragnar Heiðar Jónsson
Axel Ingi Jónsson Birna Styrmisdóttir
Páll Grétar Jónsson
Ingibjörg St. Sigurðardóttir Jóhann Sigurðsson
Sigurður K. Sigurðsson Hallfríður G. Blöndal
og fjölskylda.
Þökkum auðsýnda samúð, vináttu
og hlýhug vegna andláts elskulegs
eiginmanns, föður og afa,
Helmouts Karls Kreidler
sjónfræðings,
sem lést 19. ágúst við heimili sitt við
Vatnsendablett.
Steinunn Kristjánsdóttir
Einar Victor Karlsson
Dagur Freyr Einarsson
Eydís Lára Einarsdóttir
Þökkum auðsýnda samúð og hlýhug
vegna andláts og útfarar ástkærrar
eiginkonu, móður, tengdamóður
og ömmu,
Bryndísar Dóru
Þorleifsdóttur
Mánatúni 2.
Sérstakar þakkir eru til starfsfólks Sóltúns fyrir alúðlega
umönnun og góða kveðjustund.
Hinn svarti steinn sorgarinnar mun slípast í skæran
demant minninga sem lifir áfram.
Jón Þór Jóhannsson
Þorleifur Þór Jónsson Þórdís H. Pálsdóttir
Stefanía Gyða Jónsdóttir Benjamín Axel Árnason
Jóhann Þór Jónsson Þórunn Marinósdóttir
Bergrún Svava Jónsdóttir Ragnar Baldursson
og barnabörn.
Þökkum ættingjum
og vinum auðsýnda samhygð og
stuðning við fráfall
Ástráðs Karls
Guðmundssonar
sem lést 9. júlí sl.
Hrefna Guðmundsdóttir
Jóhannes Hrefnuson Karlsson
1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r32 t í m A m ó t ∙ F r É t t A b L A ð i ð
tímamót
1
0
-0
9
-2
0
1
6
0
4
:2
1
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
7
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
9
6
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
A
8
7
-E
A
C
0
1
A
8
7
-E
9
8
4
1
A
8
7
-E
8
4
8
1
A
8
7
-E
7
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
B
F
B
0
9
6
s
_
9
_
9
_
2
0
1
6
C
M
Y
K