Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 28
maður hefur látið glepjast af alls konar gylliboðum. „Stöðugt bætast fleiri við, sem vilja gefa sig út fyrir að vera með töfralausnir fyrir okkur hina feitu. Aðilar sem gera út á veikleika þess- ara einstaklinga með gylliboðum og gervilausnum og hagnast á því. Þetta hefur ekkert breyst, ef eitt- hvað er tel ég að þetta hafi versnað. Og ástæðan er náttúrlega sú að við neitum að horfast í augu við vand- ann. Sem er andleg líðan. Það er bara miklu erfiðara og flóknara að takast á við það. Ekki eins einfalt og að gefa mér eina pillu til lausnar á þessu vandamáli.“ Fíknin fóðruð Gaui tekur nýlegt dæmi um læknis- meðferð í boði fyrir of feita.  „Það var til dæmis í sjónvarpinu nú um daginn; skurðlæknir að kynna eitt- hvert utanáliggjandi tæki þannig að þú borðaðir fulla máltíð en gætir dælt af maganum einum þriðja þess sem þú settir ofan í þig. Mér finnst mikið nær en að ganga í gegnum þá þolraun, með öllum þeim fylgikvill- um sem augljóslega fylgja slíkum hrossalækningum, að hvetja fólk til að borða frekar annan hvern bita. Hvaða bull er þetta? Þarna er verið að fóðra fíknina með brjálæðislega hættulegu, að mínu mati, inngripi.“ Gaui hefur í sjálfu sér engar hug- myndir um hvernig hægt er að taka á slíku, nema þá með bráðnauðsyn- legri viðhorfsbreytingu. Ofneysla matar er fíkn Gaui litli segir málið einfaldlega þannig að þeir sem eru of feitir séu fíklar. „Þetta er sama hlutfall og hlutfall alkóhólista. Þetta er í það minnsta mjög há tala. Nú sjáum við reglu- lega fréttir: Missti 50 kíló! Sjáið myndirnar! En, því miður segja staðreyndirnar okkur það að fólk verði komið á sama stað og það var á, vel flest. Auðvitað frábært ef fólk er að ná mjög góðum árangri. Það er auðvitað æðislegt. En, sigurinn er ekki unninn við það að missa þessi kíló.“ Og það er jafnvel ekki æski- legt að ná þeim af sér með svo bröttum hætti sem sagt er frá m e ð r e g l u b u n d n u m h æ tt i ? „Nei. Það er hið besta mál að lifa heilbrigðu lífi, hreyfa sig og breyta um mataræði. En hreyfingin ein, ef þú ert að missa kíló, hefur lítið að segja og mataræðið eitt hefur lítið að segja. Þú þarft að breyta mat- aræðinu og stunda samhliða hreyf- ingu ef þú ætlar að ná árangri. En fyrst og síðast: Til þess að ná varan- legum árangri þarftu að vinna með hausinn á þér. Þú þarft að spyrja þig: Hvers vegna ertu að misnota mat? Aðrir misnota aðra hluti, fjár- hættuspil, áfengi, sem tengjast ein- hverju sem er fíkn. Við höfum ekki stjórn, við borðum í sorg og í gleði.“ Fer að síga á ógæfuhliðina Gaui getur trútt um talað. Hann hefur reynsluna og hann hefur velt þessu fyrir sér nú í tuttugu ár. Mark- visst. „Ég tók af mér 52 kíló á sjö mán- uðum. Hélt því lengi vel eftir að ég byrjaði að kenna og halda mér vel við. Síðan fór að halla undan fæti. Bættist á mig hægt og rólega. Maður gefur eftir. Telur sér trú um að maður þoli einn bjór, geti alveg tekið einn kleinuhring, ég hjóla bara og brenni honum. Byrja að rökræða við mig þar til komið er í óefni. Ég fór að telja mér trú um að þessi hlutir séu í lagi.“ „Þetta rokkaði. En, ég fór aldrei á núllpunkt aftur. Þyngstur var ég 175 kíló. Ég var 108 kíló þegar ég er hvað grennstur eftir sjónvarpið. Ef þú ert sáttur ertu í góðum málum. Ég get verið í góðu formi feitur, og í betra formi en grannur og í lélegu formi. Fitan kemur þar málinu ekkert við. Við eigum að bera virðingu fyrir líkama okkar, ekki refsa honum eða tala hann niður. Um leið og þú ert orðinn sáttur í eigin skinni er eftirleikurinn alltaf auðveldari. Hins vegar finnst mér ekki verið að taka vandann alveg réttum tökum.“ Meðvirkni samfélagsins Og þá komum við að því atriði sem er Þrándur í Götu, að mati Gauja, stækri meðvirkninni sem gegnsýrir alla þessa umræðu. Meðvirkni er reyndar nokkuð sem hefur látið Gauja ósnortinn, og hugsanlega ástæðan fyrir því hversu opinskátt honum tókst að ræða þennan vanda sem fólk vill fara í kringum eins og köttur í kringum heitan graut. „Við erum eins og hverjir aðrir fíklar og heimtum meðvirkni sam- félagsins. Við erum ekkert að fetta fingur út í það þó einhver sé ekki að ná einhverjum brjálæðislegum árangri. Ekki að tala hann niður rétt á meðan en við hrósum honum þegar menn ná árangri. Undir eðli- legum kringumstæðum kemur þessi meðvirkni inn í dæmið. En þegjum þegar illa gengur. Ekki að ég sé að kjósa að menn séu alltaf að tala um að það þegar maður er að fitna og menn að fetta fingur út í það, það getur verið mjög hvimleitt. Og hrós er jákvætt. Það sem rífur mann áfram í að standa sig í því sem maður er að gera. En við erum mjög meðvirk í öllu sem við gerum. Það er okkar vandamál. Og það að við sitjum uppi með frjálsan vilja til að velja og hafna er erfitt.“ Feitir orðnir að sirkusdýrum En Biggest Loser-þættirnir; nú virðist sem að í stað þess að nálgast þennan vanda af einhverju viti sé vilji samfélagsins að sætta sig við hann með því að gera hann að ein- hvers konar skemmtiefni. Eru feitir orðnir að einhvers konar sirkus- dýrum? „Já, það hefur komið í ljós að þeir sem hafa tekið þátt eru ekki alls kostar ánægðir. Að þetta hafi verið of erfitt og bratt. Menn eru pískaðir áfram, þetta er einkum keppni þjálfaranna meðan hinir feitu eru eins og viðföng. Það kemur stundum fram að þjálfarinn er veru- lega óánægður, eins og sá feiti hafi brugðist honum. Mér finnst þetta neikvæðir þættir.“ Baráttunni við aukakílóin lýkur aldrei Undanfarin ár hefur Gaui litli haldið til í Hvalfirði þar sem hann rekur Hernámssetur í félags- heimilinu Hlöðum á Hvalfjarðar- strönd. „Ég er þar með tjaldsvæði og veitinga aðstöðu. Er með dag- skrá hér fyrir fyrirtæki, stofnanir og hópefli. Námskeið og fyrirlestra, brúðkaup, ættarmót og þetta hefur gengið ágætlega. Höfum verið að byggja þetta upp síðustu árin og alltaf er aukning. Stórt og mikið safn sem segir sögu hernámsins á Íslandi; söguna sem gerðist hér í Hvalfirði sem er stórmerk. Þetta er að vísu einkasafn en metnaðurinn er mikill. Hér fæ ég útrás fyrir það sem mér finnst skemmtilegt sem er leikmyndagerð og söfnunaráráttan, sem ég hef verið haldinn alla tíða.“ En, baráttan við aukakílóin, hún er vart að baki? „Nei, ég glími við þetta eins og hver annar einstakl- ingur, sem á við þetta vandamál að stríða, að fitna. Og þarf að vera meðvitaður um það alla daga. Eitt af því sem ég þarf að passa mjög vel upp á er að borða og borða reglu- lega. Sá sem borðar reglulega og ekki eftir átta á kvöldin er í góðum málum. Þetta er eins og hver önnur brennsluvél og þú þarft að moka kolum á hana til að halda henni gangandi. Þeim mun betur sem þú hugsar um líkamann, þeim mun auðveldari er eftirleikurinn. Við eigum við það vandamál að stríða að við hugsum ekki um okkur sem einstaklinga, alltaf svo upptekin af því að vera einhvers staðar annars staðar með hugann. Þetta er flótti.“ Feitir orðnir fleiri Í dag líður Gauja litla vel, hann er í góðu jafnvægi og lítur alltof vel út. „Sko, ég myndi samt sem áður flokk- ast sem of feitur, en ekki þannig að ég þjáist af offitu. Viðmiðin hafa breyst sökum aukinnar umræðu um líkamsvirð- ingu. Menn eigi að vera sáttir í eigin skinni. Og að andlega hliðin leiki stórt hlutverk í líkamlegu atgervi. Andlegt jafnvægi hjálpar til við að menn nái tökum á matarfíkn. Þyngd er ekki aðalatriðið, eins og við sjáum alltaf slegið upp, heldur ummálið. Og andleg líðan.“ Hvaða bull er þetta? þarna er verið að fóðra fíknina með brjálæðislega Hættulegu, að mínu mati, inngripi við eigum við það vandamál að stríða að við Hugsum ekki um okkur sem einstaklinga, alltaf svo upptekin að því að vera einHvers staðar annars staðar með Hugann. þetta er flótti visir.is Viðtalið má lesa í lengri útgáfu inni á Vísi. Í sviðsljósinu Úr úrklippubókinni. Fjölmiðlarnir elskuðu Gauja litla og hann var lengi vel fastagestur á síðum Séð og heyrt. Hér má sjá hann í ýmsum hlutverkum. 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r28 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -D 2 1 0 1 A 8 7 -D 0 D 4 1 A 8 7 -C F 9 8 1 A 8 7 -C E 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.