Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000, ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is lífið: Sara McMahon sara@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is ÚtlitShönnun: Silja Ástþórsdóttir siljaa@frettabladid.is Gunnar Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is Undirbúningurinn hafði staðið í meira en ár. Hugmyndasmiðurinn sagði áætlun sína „umbyltingu“. En svo tók nýr forsætisráðherra við. Theresa May, nýskipaður forsætisráðherra Bret- lands, greip á dögunum harkalega fram fyrir hend- urnar á Jeremy Hunt, heilbrigðisráðherra landsins. Hunt hugðist skera upp herör gegn offitu barna með róttækum aðgerðum. Loks skyldi leggja fyrirtækjum í matvælaframleiðslu línurnar. Skylda átti fyrirtæki til að minnka sykur í matvöru, takmarka auglýsingar á óhollum mat sem beint var að börnum og banna magntilboð á óhollustu. En nei. Eitt af fyrstu verkum hins nýja forsætis- ráðherra var að gefa börnum landsins fingurinn og henda hugmyndum Hunts beint á ruslahaug fagurra fyrirheita. May þvertók fyrir að setja matvælafram- leiðendum leikreglur. Og hvers vegna? Jú, hún vildi ekki íþyngja hagkerfinu. Hamingja hagkerfisins Fyrr í vikunni blönduðu hagsmunasamtök auglýsinga- bransans sér óvænt í umræðuna um Ríkisútvarpið og auglýsingar. Samband íslenskra auglýsingastofa, Birt- ingahúsið og MediaCom sendu frá sér yfirlýsingu þar sem varað var við því að RÚV hyrfi af auglýsingamark- aði. Um var að ræða sannkallaða dómsdagsspá. Sagði í tilkynningunni að ef ekki væri hægt að auglýsa á miðlum RÚV gæti það leitt til þess að neytendur yrðu af „mikilvægum upplýsingum um vörur og þjónustu“ og það yrði erfiðara fyrir fyrirtæki „að byggja upp virði vörumerkja sinna“. Af gefnu tilefni er vert að spyrja: Hvort kom á undan, hænan eða eggið? Svo virðist sem Theresa May telji jarðvist okkar mannanna þjóna þeim tilgangi að viðhalda hag- kerfinu. Í anda mannfórna Asteka skal heilsu barnanna okkar blótað á altari efnahagslífsins því það er heilbrigði og hamingja hagkerfisins sem lífið gengur út á. Að sama skapi virðist sem íslenskir auglýsinga mógúlar telji að Bogi Ágústsson setji dag- lega upp bindi og planti sér fyrir framan myndavélar í sjónvarpssal í þeim mikilvæga tilgangi að minna landsmenn á að fjárfesta í safapressum, SS-pylsum og Ikea-kertastjökum. Einhverjir kynnu að halda því fram að hlutunum væri öfugt farið; að í stað þess að við fóðruðum hag- kerfið eins og þýðir þegnar með sístækkandi mittis- máli og forða af fitufrumum, ætti hagkerfið að þjóna okkur; og – að sama skapi – að RÚV hefði verið stofnað til að færa landsmönnum fréttir, rækta íslenska tungu, sögu þjóðar og menningararfleifð en ekki til að selja landsmönnum ígildi fótanuddtækja 21. aldarinnar. Sauðfjárbændur og símavarsla Sitt sýnist hverjum um Ríkisútvarpið og hvort það eigi erindi á auglýsingamarkað. Umræðan um málið er oft hatrömm, flækt í flókinn vef hagsmuna og hugmynda- fræði. Markmiðið er þó einfalt. Einu hagsmunirnir sem bera á fyrir brjósti þegar kemur að stefnumótun sem varðar RÚV og auglýsingar eru hagsmunir lands- manna. Hvernig má halda úti öflugu Ríkisútvarpi en jafnframt tryggja það að aðrir fjölmiðlar nái ekki aðeins að bera sig, heldur blómstra? Skoðun auglýsingastofa á rekstrarfyrirkomu- lagi RÚV er málinu óviðkomandi. Innlegg þeirra í umræðuna er jafn út úr kú og ef Bændasamtök Íslands sendu frá sér yfirlýsingu þess efnis að RÚV mætti ekki leyfa fólki að hafa samband við stofnunina gegnum samfélagsmiðla; aðeins mætti hringja á gamla mátann því að hún Stella á símanum fengi sér alltaf lambasteik í hádegismat í mötuneytinu og símavarsla væri því stuðningur sem RÚV bæri að veita sauðfjárbændum. Hænan og eggið Ég veit ekki hvort kom á undan, hænan eða eggið. En ég veit að síðast þegar „svo mikilvægar upplýsingar um vörur og þjónustu“ komu fram í auglýsingu að ég mátti ekki missa af þeim var: Aldrei. Bogi Ágústsson, sölumaður fótanuddtækja í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í SV-kjördæmi 10. september Bryndísi Loftsdóttur í 3.-5. sæti Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Þor-steinn Pálsson gengu úr Sjálfstæðis-flokknum til liðs við Viðreisn í vikunni. Þegar fyrrverandi formaður og varafor-maður, sem eru hvort af sinni kynslóðinni, finna skoðunum sínum ekki lengur farveg í rótgrónasta stjórnmálaafli landsins eru á ferðinni pólitísk stórtíðindi. Þorgerður Katrín mun leiða lista Viðreisnar í Krag- anum, en Þorsteinn hyggst fylgjast með af hliðarlínunni og veita móralskan stuðning ef svo má að orði komast. Röksemdafærsla Þorgerðar Katrínar fyrir vistaskipt- unum er áhugaverð. Hún telur að Viðreisn sé vett- vangur fyrir frjálslynd viðhorf. Nefnir hún þar áherslur á alþjóðlega samvinnu, þjóðaratkvæðagreiðslu um áframhald viðræðna við Evrópusambandið og meiri áherslu á heilbrigðis- og velferðarmál. Hún nefnir líka breytingar í landbúnaðar- og sjávarútvegsmálum. Þorsteinn hefur um árabil verið einarður Evrópu- sinni – stundum eins og hrópandi í eyðimörkinni í sínum gamla flokki. Þótt Þorsteinn hafi sagt færra en Þorgerður Katrín má draga þá ályktun að hann hafi komist að sambærilegri niðurstöðu. Þeirra stefnumál eiga ekki hljómgrunn innan Sjálfstæðisflokksins, og því sjá þau þann kost vænstan að berjast fyrir þeim á öðrum vettvangi. Viðbrögðin hafa verið fyrirsjáanleg. Gamlir flokks- félagar segjast ekki skilja ákvörðun þeirra, aðrir segja þau einskis virði eftir liðhlaupið og enn aðrir saka þau um að taka erlenda hagsmuni fram yfir innlenda, hvað sem það nú þýðir. Í mörgum tilvikum er undirtónninn sá að það sé einhvers konar karakterbrestur, merki um skort á hollustu að skipta um skoðun. Slík viðhorf eru íslenskum stjórnmálum ekki til fram- dráttar. Stjórnmálaflokkar eru ekki íþróttalið heldur vettvangur til að berjast fyrir skoðunum og hugsjónum. Þorgerður Katrín og Þorsteinn Pálsson hafa komist að þeirri niðurstöðu að Sjálfstæðisflokkurinn sé ekki lengur réttur vettvangur fyrir þeirra baráttumál. Sjálfstæðismenn þurfa líka að rifja upp að formaður flokksins, menntamálaráðherra og margir fleiri hafa skipt um skoðun í Evrópumálinu. Það er skýrt með breytingum á aðstæðum bæði hérlendis og í Evrópu. Formaðurinn tilgreinir málefnalegar ástæður fyrir sinnaskiptum sínum. Varla verður hann minni maður fyrir vikið? Það þarf hugrekki til að byrja aftur á nýjum vettvangi. Sérstaklega í tilviki Þorgerðar Katrínar. Hún hraktist á sínum tíma úr stjórnmálum vegna fjármála eigin- manns síns. Umfjöllun um þau var oft á tíðum óvægin og ósanngjörn. Sumir halda því fram að karl í hennar stöðu hefði hrist slíka umræðu léttilega af sér – að harðar sé sótt að konum. Í þeim efnum veit Þorgerður Katrín hvað bíður hennar eins og hún komst sjálf að orði. Breski hagfræðingurinn John Maynard Keynes á að hafa sagt eitthvað á þá leið að þegar staðreyndir breytt- ust, þá breyttist skoðun hans. Þetta er ágæt áminning fyrir íslenska stjórnmálamenn. Merki um styrk Sumir halda því fram að karl í hennar stöðu hefði hrist slíka umræðu léttilega af sér – að harðar sé sótt að konum. 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r16 s k o ð U n ∙ F r É t t A b L A ð i ð SKOÐUN 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -A 0 B 0 1 A 8 7 -9 F 7 4 1 A 8 7 -9 E 3 8 1 A 8 7 -9 C F C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.