Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 24
Ég var auðvitað búin að hugsa þetta en það að bróðir minn skyldi nefna þetta við mig hjálpaði mér mikið og sannfærði mig um að þetta væri ekki óeðlileg hugsun hjá mér. Ég var búin að sjá fyrir mér, í mínum einkahugs- unum, hvað ég væri að gefa þessum einstaklingi í maganum á mér mikið tækifæri. Svo ég fór í sónarinn sem gekk vel og þegar ég kom aftur út í bíl var ég búin að taka ákvörðun.“ Sótti falinn styrk Fljótlega sagði Vigdís mömmu sinni frá ákvörðuninni. „Henni brá auð- vitað en hún kyngdi þessu,“ segir Vigdís. Við tóku vangaveltur um það hvernig hún ætti að bera sig að, stödd á Flateyri. Internetið var ekki komið til kastanna og hún hafði ekki hug- mynd um hvernig íslensk börn væru ættleidd. Úr varð að hún fékk tíma hjá félagsráðgjafa í Reykjavík. „Það var ekki meira en svona hálfur mánuður frá því að ég fór í sónar og þar til ég kom suður í fyrsta tímann til félagsráðgjafans. Yndisleg kona. Ég var opin og hreinskilin eins og ég hef verið síðastliðin 25 ár varð- andi þetta. Ég hef aldrei verið hrædd við að tala um þetta, aldrei falið mig. Það hefur kannski verið í þriðja eða fjórða tíma sem félagsráðgjafinn sagðist sjá að mér yrði ekki snúið. Innst inni var ég búin að taka þessa ákvörðun svo hún spurði hvort ég vildi fá hjálp við að finna foreldra.“ Sjálf hafði Vigdís ímyndað sér að hún þyrfti að setja sig í samband við barnavernd og fara yfir lista af for- eldrum sem biðu eftir barni. „Þá segir félagsráðgjafinn mér að nokkrum árum áður hafi hún hjálpað til við að aðstoða íslensk hjón við að ættleiða barn og spyr hvort hún eigi ekki bara að hringja í þau og athuga hvort þau séu til í að skoða þetta. Þegar ég kem í næsta tíma segir hún mér frá þeirri skemmtilegu til- viljun að hjónin hafi verið nýbúin að setja sig aftur á lista yfir foreldra sem hafi áhuga á að ættleiða íslenskt barn. Ég bað bara um að fá að hitta þau.“ Og úr varð að Vigdís fór ein að hitta hjónin, komin átta mánuði á leið. „Enn þann dag í dag veit ég ekki hvar ég fann allan þennan styrk. Ég fylgdi alltaf straumnum, var ekki fremst í flokki að segja fólki til heldur vildi ég vera á milli og hafa mig ekki of mikið í frammi. En þarna fer ég ein í heimsókn til þeirra og segi þeim að ég eigi að eiga eftir mánuð. Ég sagði það ekki við þau þá en þarna fann ég að þetta var fólkið sem ég vildi að æli upp barnið mitt. Ég hafði lagt upp með það í við- tölum að ég fengi að fylgjast með og hafa þetta opið. Ég vildi ekki afhenda barnið mitt einhverjum og svo yrði lokað á mig. Það skipti mig máli að fá að fylgjast með og að barnið myndi alltaf vita að það væri ættleitt og ég væri líffræðileg móðir þess.“ Augngotur ljósmæðra Vigdís átti að eiga í lok september en var sett af stað snemma þess mán- aðar. Stúlkan kom í heiminn 6. sept- ember. „Ég er ein af þessum heppnu sem þurfa ekkert að hafa fyrir fæðing- unum. Mamma var viðstödd og um leið og stelpan fæddist bað ég hana að hringja í foreldra hennar. Enn þann dag í dag veit ég ekki hvort ég var svona tilbúin að gefa barnið eða hvort þetta var þroskaleysi. En mér fannst ég svo ofboðslega tilbúin að gefa þessa gjöf að það þyrfti að gerast hratt.“ Stúlkan var ekki sett á brjóst og ljós- mæður deildarinnar reyndu að koma í veg fyrir að Vigdís myndaði tengsl við stúlkuna. „Ég var lengi að jafna mig á því að mér fannst ég vera eins og annars flokks móðir í augum ljós- mæðranna. Mér fannst augngoturnar gefa til kynna að ég væri stelpan sem væri að gefa barnið sjálfviljug frá sér og það gerði maður ekki. Það var tekin ákvörðun um að ég færi niður á krabbameinsdeild en barnið fór á vökudeildina. Það var talið betra að ég væri ekki nálægt barninu. Mér fannst hræðilegt að vera á krabbameinsdeildinni. Þar var veikt fólk. Ég sagðist vilja fara upp og hitta barnið. Þann tíma sem ég væri á spítalanum vildi ég fá að umgangast hana og fannst mikilvægt að ég væri manneskjan sem afhenti nýjum for- eldrum hana.“ Úr varð að þær mæðgur fengu lítið herbergi á spítalanum þar sem þær dvöldu tvær einar. „Það var yndislegur tími. Ég var þar drjúgum stundum. Hún var ekki nema ellefu merkur, langminnst minna barna.“ Á milli tannanna á fólki „Daginn eftir komu foreldrarnir. Ég kom þarna inn, tók stelpuna upp og rétti þeim hana. Það var mjög mikilvægt í mínum huga að ég myndi afhenda hana. Síðar var haldinn formlegur fundur þar sem farið var yfir formsatriði og vel að honum staðið af hálfu fagaðila sem sáu um ferlið. Ég hef aldrei fundið fyrir eftir- sjá. Ferillinn var eins og þetta væri skrifað handrit.“ Síðar sama dag fór Vigdís af spítal- anum og aðeins nokkrum dögum síðar keyrði hún vestur til Flateyrar aftur. Stúlkan varð eftir hjá nýjum foreldrum í Reykjavík. „Ég fór snemmsumars að vestan ófrísk og kom heim með ekkert barn. Ég vissi að þetta var umtalað á eyrinni. Auðvitað. Það væri ekkert samfélag þar ef þetta hefði ekki verið rætt. Það ræddi þetta enginn við mig en ég heyrði það út undan mér og haft eftir öðrum úr gufunni, sjoppunni eða af kaffistofunum að maður gæfi ekki barnið sitt. Ég var mjög undirbúin fyrir þetta þegar ég kom vestur og svaraði því bara til að jú, maður gefur barnið sitt ef maður trúir því að barninu kæmi til með að líða betur annars staðar. Þá getur maður alveg gert það. Þetta var í smá tíma á allra vörum en svo var þetta bara búið. Ég hélt áfram að ganga með Maju mína í leikskólann og lífið hélt áfram.“ Vigdís var í daglegum samskiptum við nýja foreldra dóttur sinnar fyrstu vikurnar. Fyrst og fremst til að upp- fylla þörf annarra fyrir að vita hvernig Vigdís Erlingsdóttir þurfti að þola augngotur frá ljósmæðrum á Landspítalanum við fæðingu dóttur sinnar sem hún ætlaði að ættleiða frá sér. Hún hefur aldrei látið illmælgi vegna ættleiðingarnar hafa áhrif á sig FréttAbLAðið/GVA 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r24 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð ég heyrði það út undan mér og haft eftir öðrum úr gufunni, sjoppunni eða af kaffistofunum að maður gæfi ekki barnið sitt. 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -E A C 0 1 A 8 7 -E 9 8 4 1 A 8 7 -E 8 4 8 1 A 8 7 -E 7 0 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 8 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.