Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 90

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 90
Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að Ég get allt og það er ekkert sem heftir mig. Fyrirgefðu hvað ég er sein! Ég er ein að snúast í þessu öllu,“ segir Manuela Ósk Harðardóttir er hún hittir blaðamann í fundarher- bergi á Hótel Þingholti. Tilefnið er Miss Universe fegurðarsamkeppnin sem fram fer í Gamla bíói á mánu- dagskvöld, en uppselt er á keppnina sem verður mikið sjónarspil. Miss Universe er alþjóðleg feg- urðarsamkeppni sem var lengi í eigu forsetaframbjóðandans og við- skiptajöfursins Donalds Trump en er nú í eigu umboðsskrifstofunnar IMG Models. Að sögn Manuelu er töluverður munur á framkvæmd Miss Universe og Ungfrú Ísland og ber þá helst að nefna að engar kröfur eru gerðar til keppenda um hæð eða þyngd. „Þegar ég tók þátt í Ungfrú Ísland árið 2002 var meiri fókus á útlit en er í dag. Við erum komin á annan stað núna, eða það vona ég í það minnsta. Við erum ekki að pota og klípa í stelpurnar og heimta að þær missi svo og svo mörg kíló, eins og var gert við mig,“ útskýrir hún. Upphafið að ævintýrinu hófst í desember á síðasta ári þegar Manu- elu var boðið út á Miss Universe keppnina í Las Vegas. „Þar, ótrú- legt en satt, mundi fólk eftir mér frá því að ég keppti. Ég fékk nefnilega hræðilega matareitrun fyrir keppn- ina og margir stóðu í þeirri trú að mér hefði verið byrlað eitur því við stúlkurnar borðuðum allar sama matinn og alltaf bara á hótelinu en ég var sú eina sem veiktist. Ég held að saga mín hafi verið notuð sem dæmi um hvernig megi bregðast við ófyrirséðum vandamálum. En þar sem sagt bera þeir hugmyndina undir mig því þeir vildu endilega fá Ísland aftur inn í Miss Universe keppnina,“ útskýrir hún. Manuela tók góðan tíma í að íhuga tilboðið og í mars ákvað hún loks að slá til. Líkt og áður hefur komið fram eru engar útlitskröfur gerðar til keppenda, einu kröfurnar, segir Manuela, eru þær að kepp- endur skulu vera á milli 18 og 27 ára, barnlausar og ógiftar. Þó mega stúlkurnar eiga kærasta. „Ástæðan fyrir því er sú að það er gríðarlega mikil vinna sem tekur við hjá Miss Universe. Það er mikið um ferðalög og annað slíkt og þá þykir best að þær sé frekar óbundnar.“ Mikill fjöldi kvenna sótti um þátt- töku í keppninni en 21 stúlka mun keppa um titilinn á mánudag. Það mikilvægasta, segir Manuela, var að velja fjölbreyttan en góðan hóp stúlkna sem „myndi smella saman því það mikilvægasta sem ég fékk úr þátttöku minni í Ungfrú Ísland var vináttan. Ég eignaðist mínar bestu og traustustu vinkonur þar.“ Valið á íslenskri Miss Universe fer þannig fram að tíu stúlkur fara áfram í forval, þá er þeim fækkað ekki verið að pota og klípa í stelpurnar Miss Universe Ísland keppnin fer fram í Gamla bíói á mánudagskvöld. Manuela Ósk Harðardóttir fer með umboðið fyrir keppn- ina en 21 stúlka keppir um stóra titilinn. Manuela Ósk Harðardóttir hefur staðið í ströngu við að skipuleggja Miss Universe fegurðarsamkeppnina sem fram fer á mánu- dag. Sjálf mun hún svo flytja til Los Angeles strax í október. FréttAbLAðið/SteFán Dómnefndin er skipuð sex aðilum sem allir koma að utan. Ástæðan fyrir því, útskýrir Manuela, er sú að hún vildi tryggja hlutlaust og fag- legt álit. „Ísland er svo lítið og það tengjast allir á einhvern hátt, með þessu vildi ég tryggja að tengsl væru ekki að þvælast fyrir og að stúlkan sem sigrar í keppninni viti fyrir víst að hún hafi unnið vegna þess að hún þótti best, ekki vegna tengsla.“ Dómnefndina skipa leikararnir Shawn Pyfrom og Cody Kasch, en þeir eru hvað þekktastir fyrir hlutverk sín í sjónvarpsþáttunum vinsælu um aðþrengdu eiginkon- urnar (Desperate Housewives), förðunarfræðingurinn Victoria Duke, sundfatahönnuðurinn Franz Orban, og fyrrum Miss Universe Nia Sanchez og Marissa Powell. Desperate housewives- leikarar Dæma niður í fimm og sigurvegarinn val- inn úr þeim hópi. Nýkrýndur sigur- vegari flýgur svo til Bandaríkjanna strax á fimmtudag þar sem við tekur þriggja vikna langt ferðalag um landið. Aðalkeppni Miss Universe fer svo fram á Filippseyjum þann 30. janúar. Og tækifærin sem koma í kjölfarið eru mörg, að sögn Manu- elu. Þar á meðal er skólastyrkur til náms í Bandaríkjunum og öflugt tengslanet. „Ef maður skoðar sög- una, þá fara fyrrum Miss Universe fæstar í fyrirsætustörf heldur þeim mun oftar í framhaldsnám. Flestar nýta skólastyrkinn vel og starfa sem læknar eða viðskiptafræðingar í dag.“ Sjálf flytur Manuela til Los Ange- les í byrjun október þar sem hún mun hefja framhaldsnám. Námið tvinnar saman markaðsfræði og notkun samfélagsmiðla, en lokarit- gerð Manuelu frá LHÍ fjallaði ein- mitt um samfélagsmiðla og tísku. Hvað tekur við að náminu loknu segir Manuela algjörlega óráðið, það fari svolítið eftir tilboðunum sem bjóðast. „Ég er með þá reglu að segja já við öllum tækifærum. Ég hef nefnilega komist að því í gegnum árin að ég get allt og það er ekkert sem heftir mig,“ segir hún að lokum. sara@frettabladid.is HENSON LAGERSALA Aðeins 4 dag ar eftir lau. 10. sept. k l.11-18, sun. 1 1. sept. kl.11- 18, mán. 12. s ept. kl.11-18, þri. 13. sept. k l.11-18 Staðsetning : Brautarho lt 24 1 0 . s e p t e m b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r50 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð Lífið 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 9 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 7 -D B F 0 1 A 8 7 -D A B 4 1 A 8 7 -D 9 7 8 1 A 8 7 -D 8 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.