Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 80

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 80
Um þessar mundir er haldin heljarinnar hátíð í höfuðborg Noregs undir nafn-inu Ibsen Festival en fyrsta hátíðin var haldin árið 1990. Á tuttugu- og sex árum hefur hún vaxið með ári hverju, í þetta skiptið spannar hún átján daga, frá 8. til 25. september, sem innihalda meira en 170 viðburði: Leiksýningar, skoðunarferðir, fyrir- lestrar og fjölmargt annað er á boð- stólum. Flestar leiksýningarnar koma frá Norðurlöndunum en einnig eru sýningar frá Grikklandi, Ungverja- landi og Zimbabwe svo eitthvað sé nefnt. Allar eiga þær sameiginlegt að tækla verk eftir höfuð leikskáld Nor- egs: Henrik Ibsen. Það er því mikill heiður fyrir Ísland og sviðslistamenningu landsins að opnunarsýningin í ár er unnin af Íslendingum og var frumsýnd á stóra sviði Þjóðleikhúss Noregs síðastlið- inn fimmtudag við mikinn fögnuð áhorfenda. Þorleifur Örn Arnarsson og Mikael Torfason snúa bökum saman aftur en nú liggur sjálfur Henrik Ibsen undir. Þeirra síðasta samvinnuverkefni var Njála á liðnu íslenska leikári en sú sýning gengur enn í Borgarleikhúsinu og sópaði til sín Grímuverðlaunum nú í júní. Eins og þeirra er von og vísa ráðast þeir ekki á garðinn þar sem hann er lægstur. Þeim nægir ekki að taka fyrir eitt verk eftir Ibsen heldur tvö. Leikverkunum Villiöndinni og Fjandmanni fólksins eftir Henrik Ibsen, sem samin voru af höfund- inum með stuttu millibili, er hressi- lega blandað saman af Þorleifi Erni og Mikael. Sýningin hefur fengið nafnið Vildanden + En folkefiende – Enemy of the Duck og inniheldur spuna, samtímalegar vísanir og dragsýningu undir tónum Páls Ósk- ars. Með þeim í för eru sviðsmynda- hönnuðurinn Vytautas Narbutas, búningahönnuðurinn Sunneva Ása Weisshappel og tónlistarmaðurinn Bjarni Frímann. Að sögn leikstjórans er sýningin hugsuð sem vettvangur til að skoða hugmyndina um sannleikann, bæði í persónulegu og samfélags- legu samhengi. Örlög Werle- og Ekdal-fjölskyldnanna eru þrædd saman svo úr verður epísk frásögn um ábyrgð, ástir og afdrifaríkar ákvarðanir. Werle-bræðurna leika Mads Ous- dal og Eindride Eidsvold sem báðir eru þjóðþekktir í Noregi. Sumir af reyndustu leikurum hússins taka einnig þátt þar á meðal Kai Rem- lov og Frøydis Armand, bæði hafa þau verið fastráðin við leikhúsið í áratugi en hlutverk Kai sem Ekdal gamli verður hans síðasta sem fast- ráðins leikari við húsið. Sýningin hefur nú þegar vakið mikla lukku gagnrýnenda en bæði Dagbladet og VG gáfu sýningunni fimm stjörnur af sex mögulegum nú á föstudaginn. Áhorfendur risu á fætur í lok sýningar og Hanne Tømte, listrænn stjórnandi Ibsen- hátíðarinnar, fór fögrum orðum um hópinn í frumsýningarboði seinna um kvöldið. En Þorleifur Örn og Mikael eru ekki einu Íslendingarnir að sýna verk á hátíðinni. Þann 18. septem- ber verða sex ný leikrit frá Norður- löndunum lesin í Dramatikkens hus. Íslenska framlagið, valið af sér- stakri dómnefnd sem besta leikritið á tímabilinu janúar 2014 til des- ember 2015, að þessu sinni er Segul- svið eftir Sigurð Pálsson sem sýnt var í Þjóðleikhúsinu á sínum tíma. Leikararnir Hannes Óli Ágústsson og Margrét Vilhjálmsdóttir munu leiklesa verkið og koma fram ásamt öðrum norrænum leikurum. Einn af hápunktum hátíðarinnar er afhending alþjóðlegu Ibsen-verð- launanna sem heiðrar sviðslistafólk sem skarað hefur fram úr á sínu sviði, en þau eru afhent á tveggja ára fresti. Að þessu sinni hlýtur breski sviðslistahópurinn Forced Enter- tain ment verðlaunin og verðlaunafé upp á tæpar 35 milljónir íslenskra króna fylgir í kaupbæti. Þau munu einnig sýna nokkur af sínum bestu verkum á hátíðinni. Ósló iðar af leikhúslífi þessa dag- ana og mun gera langt fram í sept- ember. Íslendingar sem eiga leið um Ósló eða búa þar í bæ eru hvattir til að láta þessa hátíð til heiðurs Henrik Ibsen ekki fram hjá sér fara. Sigríður Jónsdóttir Henrik Ibsen og samtíminn Sigríður Jónsdóttir fylgist með íslenskri samrunauppfærslu og fleira góðgæti á Ibsen-hátíðinni í Ósló um þessar mundir. Kai Remlov dansar í hlutverki Ekdals gamla og bak við hann er Mads Ousdal í hlut- verki Gregers Werle. Mynd/Øyvind EidE TónlisT sinfóníutónleikar HHHHH Verk eftir Rakmaninoff og Ravel á tónleikum Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Einleikari: Nikolai Lugansky. Stjórnandi: Yan Pascal Tortelier. Eldborg í Hörpu fimmtudaginn 8. september Þegar ég gekk inn í Eldborgina til að hlýða á upphafstónleika vetrarins hjá Sinfóníuhljómsveit Íslands á fimmtudagskvöldið hitti ég Njörð P. Njarðvík. Hann brosti til mín og sagði: „Þetta verður gaman.“ Hann hafði rétt fyrir sér. Strax á fyrstu mínútum þriðja píanókons- ertsins eftir Rakmaninoff heyrði maður að einleikarinn, Nikolai Lug- ansky, var með allt á hreinu. Einfalt byrjunarstefið var hrífandi fagurt. Þegar svo hröð tónahlaup og heljar- stökk eftir hljómborðinu tóku við, þá virtist Lugansky ekki hafa neitt fyrir þeim. Hljómurinn í flyglinum var óvanalega safaríkur. Krafturinn í leiknum kom ekki bara frá hand- leggsvöðvum, heldur frá þunga alls líkamans. Fyrir bragðið flæddi tón- listin áreynslulaust, tæknin þvæld- ist aldrei fyrir. Það er ekki sjálfsagt mál. Þriðji píanókonsert Rakmaninoffs er einn sá erfiðasti sem um getur. Hann hefur orsakað martraðir hjá ótal píanistum. Ég hef það eftir áreiðan- legum heimildum að Vladimir Ashkenazy hafi einu sinni dreymt að hann væri að spila konsertinn á lóðrétt hljómborð þar sem vinstri höndin var fyrir ofan þá hægri. Hann hefur örugglega vaknað í svitabaði. Hljómsveitin spilaði firnavel. Hinn nýi aðalhljómsveitarstjóri Sinfóníunnar, Yan Pascal Tort elier, var fínn. Margt í hljómsveitar- leiknum var afar áhrifamikið. Alls konar hápunktar voru þykkir og kraftmiklir. Þó var langfallegast þegar flauta Hallfríðar Ólafsdóttur kom inn eftir kadensuna (sóló ein- leikarans í fyrsta kaflanum). Það var töfrandi augnablik. Óbóið fylgdi svo á eftir, síðan klarinettan og loks hornið. Þetta var viðkvæm stund, ákaflega brothætt, en hljóðfæra- leikararnir leystu það fullkomlega af hendi. Hvílík fegurð! Ekki síðri var flutningurinn á hinu verkinu á efnisskránni, ball- ett tónlistinni Dafnis og Klói eftir Ravel. Þetta var merkur viðburður. Hér var frumflutt sérstök útgáfa verksins í styttri mynd sem Torte- lier sá sjálfur um að gera. Svo er mál með vexti að balletttónlistin er heldur löng til að flytja í konsert- uppfærslu, en svítur sem Ravel gerði úr verkinu eru býsna stuttar. Tort- elier gerði því lengri útgáfu sem er u.þ.b. 75 % af upprunalegu gerðinni. Það verður að segjast eins og er að hún svínvirkaði. Hvergi var dauður punktur í framvindunni. Atburða- rásin var hröð, sífellt var eitthvað krassandi að gerast í tónmálinu. Leikur hljómsveitarinnar var aðdáunarverður, prýðilega samtaka undir stjórn Torteliers. Strengja- spilið var sérlega munúðarfullt og seiðandi og blásararnir voru frá- bærir. Aftur sló Hallfríður í gegn með sínum unaðslega flautuleik undir lok verksins. Alls konar smá- atriði voru nostursamlega útfærð og stærri línur voru skýrar og flott sett- ar fram. Fyrir bragðið hélt túlkunin athygli manns allan tímann. Loka- hnykkurinn var svo glæsilegur að lengi verður í minnum haft. Óhætt er að segja að Tortelier hafi byrjað starf sitt með stæl. Jónas Sen niðursTaða: Stórkostlegir tón- leikar með dásamlegum einleikara og stjórnanda. Byrjaði með látum yan Pascal Tortelier stjórnandi og nikolai Lugansky einleikari bera saman bækur sínar á æfingu fyrir tónleikana. 1 0 . s e p T e m b e r 2 0 1 6 l a u G a r D a G u r40 m e n n i n G ∙ F r É T T a b l a ð i ð menning 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 8 0 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 6 5 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 8 7 -A A 9 0 1 A 8 7 -A 9 5 4 1 A 8 7 -A 8 1 8 1 A 8 7 -A 6 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.