Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 10.09.2016, Blaðsíða 8
Komið,prófið ogsannfærist ! Fyrstu heyrnartækin sem taka eðlilegri heyrn fram í háværu umhverfi Siemens Pure binax eru fyrstu heyrnartæki veraldar sem gera þér kleift að heyra betur en fólk með eðlilega heyrn. Þessi nýju tæki nota háþróaða binaural tækni sem dregur sjálfvirkt fram einmitt það sem þú vilt heyra en síar jafnframt burt eða dempar þau óþarfa hljóð sem þú vilt ekki heyra. Þú getur einnig stefnumiðað hlustunarsviði tækjanna og þannig beint hlustun þinni að einmitt þeirri manneskju sem þú ræðir við hverju sinni. Þannig gera tækin þér auðveldara að halda uppi samræðum í háværu fjöl- menni. Rannsóknir sýna ennfremur að binax tækin greina tal betur í hávaða en fólk með eðlilega heyrn getur. Binax tækin tengjast einnig snjallsímanum þínum svo þú getur stjórnað styrk, hlustunar- kerfum og fleiru í gegnum símann. Siemens heyrnartækin Söluaðili á Íslandi: Heyrnar- og talmeinastöð Íslands, Háaleitisbraut 1, s:5813855, www.hti.is www.bestsound-technology.is Auglýst eru til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2017 í samræmi við ákvæði laga nr. 57/2009. Umsóknarfrestur er til og með 30. september, kl. 17:00. - launasjóður hönnuða - launasjóður myndlistarmanna - launasjóður rithöfunda - launasjóður sviðslistafólks - launasjóður tónlistarflytjenda - launasjóður tónskálda Umsóknir skiptast í eftirfarandi flokka: • Starfslaun fyrir einn listamann í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð • Starfslaun fyrir skilgreint samstarf listamanna í einn launasjóð – eða fleiri, falli vinnan undir fleiri en einn sjóð • Starfslaun fyrir sviðslistahópa – athugið að sú breyting hefur verið gerð að sviðslistahópa-umsókn er felld inn í atvinnuleikhópa-umsókn. Umsókn um starfslaun, lög og reglugerðir eru á vefslóðinni www.listamannalaun.is. Nota þarf íslykil / rafræn skilríki við umsóknina. Hafi umsækjandi hlotið starfslaun áður, verður umsókn aðeins tekin til umfjöllunar ef framvinduskýrslu vegna fyrri starfslauna hefur verið skilað til stjórnar listamannalauna, sbr. ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 57/2009. Breytingar frá síðustu úthlutun • Ekki er tekið við umsóknum um ferðastyrki • Eingöngu verður tekið við rafrænum fylgigögnum í gegnum umsóknarkerfið. Ekki er hægt að skila gögnum á skrifstofu Rannís Nánari upplýsingar veitir Ragnhildur Zoëga á skrifstofu Rannís, listamannalaun@rannis.is Stjórn listamannalauna, ágúst 2016 MenntaMál Stjórn Skólastjóra- félags Íslands, SÍ, lýsir yfir þungum áhyggjum af fjárhagsstöðu fjölda grunnskóla í landinu. Fjárútlát séu óraunhæf og niðurskurður leiði til skerðingar á lögbundinni þjónustu. „Það er búið að skera niður inn að beini fyrir löngu,“ segir Kristinn Breiðfjörð, formaður Skólastjóra- félagsins. Skólastjórar í Reykjavík hafa lýst mikilli óánægju með fjárveitingar til þeirra. Ekki sé hægt að bjóða upp á sómasamlegan mat fyrir nemendur í bæði leik- og grunnskólum. Meiri- hlutinn hefur sagt þær óánægju- raddir ósanngjarnar. „Mörg sveitarfélög hafa forgangs- raðað í þágu nemenda við gerð fjár- hagsáætlana en önnur hafa á síðustu árum skorið niður fjármagn til rekst- urs skólanna. Þetta virðist einkum eiga við nokkur af stærstu sveitar- félögunum. Má þar nefna að í höfuð- borginni er að mati SÍ notað óraun- hæft og úrelt reiknilíkan til að deila út fjármunum til grunnskólanna,“ segir í ályktun Skólastjórafélagsins. Kristinn segir sum stóru sveitar- félögin einfaldlega ekki hafa for- gangsraðað í þágu grunnskólanna. „Margir skólar eru með neikvæð- an fjárhag og kröfu um hagræðingu Grunnskólastjórar lýsa „grafalvarlegu“ ástandi Skólastjórafélag Íslands segir ástandið í mörgum grunnskólum grafalvarlegt. Fé skorti til daglegs reksturs. Skerða þurfi lögbundin hlutverk. Meirihlutinn í borgarstjórn er óhæfur til að takast á við vandann, segir oddviti minnihlutans. sem er löngu komin inn að beini,“ segir Kristinn. „Það þarf að gera skólastjórnendum það kleift að reka skólana án þess að klípa of mikið af lögbundinni þjónustu.“ Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, telur meirihlutann ekki hæfan til að reka borgina. „Ég sagði við kosningar fyrir rúmum tveimur árum að það stefndi í rekstrarlegt skipbrot borg- arinnar og við erum að sjá þann spá- dóm rætast,“ segir hann. Að sögn Halldórs margfaldast vandinn þegar forgangsröðunin er röng. „Annars vegar erum við með vondan rekstur og ofan á það ranga forgangsröðun. Það þarf að skera burt gæluverkefni meirihlutans og forgangsraða í grunnþjónustuna.“ Að mati Halldórs er Reykjavíkur- borg komin að endamörkum hvað varðar niðurskurð til skólanna. „Það er gott og blessað að lækka gjöld foreldra en þá verður fjármagn að koma annars staðar frá,“ segir Halldór. „Ef það gerist ekki er betra að foreldragjöld standi í stað til að hægt sé að gefa börnum sómasam- legan mat til að mynda.“ sveinn@frettabladid.is Save the Children á Íslandi Það þarf að gera skólastjórnendum það kleift að reka skólana án þess að klípa of mikið af lögbundinni þjónustu. Kristinn Breiðfjörð, formaður Skóla- stjórafélagsins Það þarf að skera burt gæluverkefni meirihlutans og forgangs- raða í grunnþjónustuna. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðis- manna í borgar- stjórn  Vill komast að rót stríðsins í Sýrlandi Angeline Jolie, leikkona og sérstakur sendiherra Sameinuðu þjóðanna, heimsótti sýrlenskar flóttamanna- búðir í Azraq í norðurhluta Jórdaníu í gær. Þar skoraði Jolie á leiðtoga heims að binda enda á þjáningar millj- óna barna, kvenna og karla í stríðinu í Sýrlandi. Greina þurfi rót stríðsins og finna lausnir. Fréttablaðið/aFP 1 0 . s e p t e M b e r 2 0 1 6 l a U G a r D a G U r8 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 8 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 8 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -E 0 E 0 1 A 8 7 -D F A 4 1 A 8 7 -D E 6 8 1 A 8 7 -D D 2 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 7 B F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.