Fréttablaðið - 10.09.2016, Síða 48

Fréttablaðið - 10.09.2016, Síða 48
Fasteignasali óskast! Við á Heimili fasteignasölum leitum að sjálfstæðum fasteignasala til starfa við sölu fasteigna. Við leitum að einstaklingi sem er tilbúinn til að leggja sig fram um að ná árangri í starfi þar sem tækifærin eru mörg. Við störfum í skemmtilegu umhverfi þar sem mikið af verkefnum eru framundan á ört rísandi fasteignamarkaði. Umsækjendur þurfa að vera löggiltir fasteignasalar, eða í vera í námi til löggiltingar. Æskilegt er að umsækjendur geti hafið störf fljótlega. Umsóknum skal skila til Finnbogi Hilmarssonar, fasteignasala, á finnbogi@heimili.is sem jafnframt veitir allar frekari upplýsingar í síma 895-1098. Landspítali er lifandi og fjölbreyttur vinnustaður þar sem yfir 5000 manns starfa í þverfaglegum teymum og samstarfi ólíkra fagstétta. Framtíðarsýn Landspítala er að vera háskólasjúkrahús í fremstu röð þar sem sjúklingurinn er ávallt í öndvegi. Lykiláherslur í stefnu spítalans eru öryggismenning, skilvirk og vönduð þjónusta, uppbygging mannauðs og stöðugar umbætur. Viltu öðlast fjölþætta reynslu? Við óskum eftir áhugasömum hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða til starfa á smitsjúkdómadeild A7 á lyflækningasviði. Deildin er 22 rúma sólarhringsdeild, ætluð sjúklingum með bráð lyflæknisvandamál. Deildin sérhæfir sig í smitsjúkdómum en sjúklingahópurinn er fjölbreyttur og gefast því góð tækifæri til starfsþróunar og að öðlast fjölþætta reynslu. Á deildinni starfa um 70 manns í nánu samstarfi við fagfólk í öðrum sérgreinum. Deildin er þekkt fyrir góðan starfsanda og unnið er markvisst að faglegri þróun og fögnum við nýjum hugmyndum. Við tökum vel á móti nýju fólki og veitum góða einstaklingshæfða aðlögun. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SJÚKRALIÐI Smitsjúkdómadeild LANDSPÍTALI ... ÞÚ SKIPTIR MÁLI! Skemmtilegt starf á útskriftardeild Landakoti. Við sækjumst eftir hjúkrunarfræðingi og sjúkraliða sem geisla af lífsgleði og hafa ánægju af samstarfi við aldraða. Ef þú ert lífsglaður og metnaðarfullur hjúkrunarfræðingur/ sjúkraliði og kannt samskipti upp á tíu, þá viljum við fá þig í vinnu. Í boði er skemmtilegt starf fyrir þá sem vilja taka þátt í hvetjandi starfi þar sem stefnan er að útskrifa skjólstæðinga heim innan mánaðar endurhæfingar. Á deildinni starfa um 30 manns í þverfaglegu teymi. Góður starfsandi er ríkjandi og tækifæri eru til að vaxa í starfi. Við tökum vel á móti nýjum starfsmönnum og veitum góða aðlögun. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR SJÚKRALIÐI Útskriftardeild Við leitum eftir öflugum hjúkrunarfræðingi sem vill ganga til liðs við okkur. Unnið er í dagvinnu en gert er ráð fyrir að viðkomandi sinni bakvöktum eftir að þjálfun lýkur. Á hjarta- og æðaþræðingastofu á lyflækningasviði starfar um 10 manna samhent teymi reyndra starfsmanna í nánu samstarfi við aðrar deildir spítalans. Þar eru gerðar hjartaþræðingar, kransæðavíkkanir, gangráðsísetningar, raflífeðlisfræðilegar rannsóknir/ aðgerðir og fleira sem tengist hjartasjúkdómum. Í hjartalækningum er mjög hröð framþróun og er vel fylgst með nýjungum á því sviði. HJÚKRUNARFRÆÐINGUR Hjarta- og æðaþræðingastofa Áhugavert starf á röntgendeild. Við leitum eftir jákvæðum og metnaðarfullum deildarlækni í krefjandi starf á röntgendeild Landspítala þar sem viðkomandi verður mikilvægur hlekkur í öflugu starfi deildarinnar. Fyrir þann sem hefur hug á sérfræðinámi í myndgreiningu er boðið upp á allt að tveggja ára starfsnám sem nýtist til sérnáms. Á röntgendeild Landspítala er öllum þáttum á sviði læknisfræðilegrar myndgreiningar sinnt. DEILDARLÆKNIR Röntgendeild Viltu vinna með skemmtilegu fólki þar sem þú færð tækifæri til að öðlast víðtæka þekkingu innan fagsins? Við óskum eftir 4 iðjuþjálfum til starfa við iðjuþjálfun á Landspítala. Á spítalanum starfa um 45 iðjuþjálfar og er iðjuþjálfun með starfsemi í Fossvogi, Grensási, Kleppi, Landakoti, barna- og unglingageðdeild (BUGL), Laugarási, Reynimel og við Hringbraut. Við leggjum áherslu á fagþróun, rannsóknir og kennslu heilbrigðisstétta og þverfaglegt samstarf. Í starfinu felast tækifæri til að öðlast breiða þekkingu innan fagsins. Við leggum ríka áherslu á að taka vel á móti nýjum starfsmönnum. IÐJUÞJÁLFI Iðjuþjálfun NÁNARI UPPLÝSINGAR Á HEIMASÍÐU LANDSPÍTALA; WWW.LANDSPITALI.IS/MANNAUDUR OG STARFATORGI; WWW.STARFATORG.IS Húsasmiðir óskum eftir að ráða öfluga og sjálfstæða húsasmiði Verkamenn óskum eftir öflugum verkamönnum með reynslu af byggingariðnaði Áhugasamir sendi inn umsókn á netfangið: jon@bestla.is Upplýsingar í síma: Guðjón 895-7673 1 0 -0 9 -2 0 1 6 0 4 :2 1 F B 0 9 6 s _ P 0 5 6 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 9 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 9 6 s _ P 0 4 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 8 7 -F 9 9 0 1 A 8 7 -F 8 5 4 1 A 8 7 -F 7 1 8 1 A 8 7 -F 5 D C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 9 6 s _ 9 _ 9 _ 2 0 1 6 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.