Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 2

Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 2
Veður Gengur í austan hvassviðri eða storm sunnan- og suðvestanlands með tals- verðri rigningu, en dregur úr vindi eftir hádegi. Síðdegis bætir í vindinn norðan- og austantil með slyddu eða rigningu. Hlýnar eftir því sem líður á daginn. sjá síðu 48 Myndir með forseta og rektor Dublin Flug og hótel | 3. nóv. | 3 nætur Frábært verð frá: 49.900 kr. og 12.500 Vildarpunktar. Á mann m.v. 2 í herbergi með morgunverði á O´Callaghan Mont Clare. Verð án Vildarpunkta: 59.900 kr. VITA | Skógarhlíð 12 | Sími 570 4444 | VITA.IS samfélag „Neyðarsendirinn fer í gang um leið og hann snertir sjóinn. Við fundum hann þrátt fyrir hafrótið því merkið sem kemur frá sendinum er mjög nákvæmt,“ segir Sigurður Ásgeirsson, þyrluflugstjóri hjá Land- helgisgæslunni, en áhöfn hans fór að Selatanga, rétt hjá Grindavík, til að sækja neyðarsendi sem þar var í gangi. Áhöfnin sá brátt ljóstýru frá neyð- arsendinum og seig Teitur Gunn- arsson sigmaður niður eftir honum. Komið hefur í ljós að sendirinn var af erlendri skútu, Red Heol, sem ætlaði að koma til Asoreyja 16. júlí í sumar. Einn maður var um borð en líklega varð hann bráðkvaddur um borð og hefur skútuna rekið um hafið. Líkið af manninum fannst svo daginn eftir. „Neyðarsendirinn gefur út ótrúlega nákvæmt merki og hver sé skráður eigandi. Við fljúgum þannig lagað séð beint á hann og notumst við sér- stakar miðunargræjur til að sjá hann nákvæmlega. Tilkynningin kom um fimm leytið um nóttina og við notuð- umst við nætursjónauka. Neyðar- sendirinn er með litlu ljósi sem næt- ursjónaukinn magnar mjög mikið upp. Þannig lagað séð var þetta lítið mál,“ segir Sigurður hógvær. Skútan hafði brotnað í spón þegar hana rak upp á klettana og dreifðist hún víða um fjörurnar. „Við vildum ekki að sendirinn væri í gangi því hann gæti truflað önnur merki þannig það þurfti að sækja hann og slökkva á honum.“ Neyðarsendirinn er ekki miklu stærri en epli að sögn Sigurðar og hægt er að fá enn minni sendi sem gæti nýst fólki í vanda. „Það er hægt að fá svona neyðarsenda fyrir fólk og þetta er mjög sniðug græja eins og til dæmis fyrir rjúpnaskyttur. Þetta spar- ar tíma við leit því staðsetningin sem hann sendir er svo nákvæm. Ef fólk er að verða úti eða drukkna eða hvað sem er þá þarf ekki að leita lengi og gætu þeir bjargað mannslífum. Þeir eru með litlu ljósi og við sjáum ljós langt frá.“ Náðu neyðarsendinum úr brimhvítu hafrótinu Neyðarsendir frá franskri skútu var sóttur í kolniðamyrkri og mikilli öldu. Send- irinn er ekki miklu stærri en epli. Hann gaf frá sér ljós sem þyrluáhöfn Land- helgisgæslunnar kom auga á og var sigmaður sendur að sækja hann. Áhöfnin Sigurður Ásgeirsson flugstjóri Jóhannes Jóhannesson flugmaður Teitur Gunnarsson sigmaður Jón Tómas Vilhjálmsson spil- maður Jón Örvar Kristjánsson læknir Ferðalag Red Helol 7. júlí Skútan fer frá portúgölsku borginni Porto í vikusiglingu til Asoreyja. 11. júlí Leit hefst. 18. ágúst Leit hætt og skútan talin af. 28. ágúst Flutningaskip sér skútuna um eitt þúsund mílur suðsuðvestur af Reykjanesi. 26. október Neyðarsendirinn sendir merki. 27. október Líkamsleifar skipstjór- ans, Josephs Le Goff, finnast. Tilkynningin kom um fimm leytið um nóttina og við notuðumst við nætursjónauka. Neyðar- sendirinn er með litlu ljósi sem nætursjónaukinn magnar mjög mikið upp. Þannig lagað séð var þetta lítið mál. Sigurður Ásgeirs- son, þyrluflugstjóri hjá Landhelgis- gæslunni Aðstæður við Selatanga voru erfiðar. Mynd/ÚR einkASAFni Morgunblaðið birti á heilsíðu auglýsingu erlenda þrýstihóps- ins Iceland Watch í gær. Sama auglýsing var einnig birt á fimmtudag. Í auglýsingunni er flennistór mynd af Má Guðmundssyni seðlabanka- stjóra og spurt er hver greiði fyrir opin- bera spillingu og mismununarreglur á Íslandi. Í samtali við fréttastofu segir Már að auglýsingin hafi ekki raskað ró sinni því hann sé ýmsu vanur. Staðhæfing um háttsettan starfs- mann Seðlabankans hefur vakið athygli en í auglýsingunni segir: „Við höfum nú komist að því að verið er að rannsaka innanhúss Sturlu Pálsson, háttsettan aðila í Seðlabanka Íslands, fyrir meintar innherjaupplýsingar.“ Már segir þetta ekki eiga við nein rök að styðjast. „Þeir eru hér með þessari aug- lýsingu að henda stríðshanska inn í íslenska kosningabaráttu,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson forsætis- ráðherra. – þea, þþ Már gagnrýnir Iceland Watch Leiðtogar þeirra flokka sem bjóða fram til Alþingis mætt- ust í umræðuþætti á RÚV í gær. Leiðtogar flokka sem mælast inni á þingi mættust í fyrri hluta þáttar en aðrir í seinni hlutanum. Til skörpustu deilnanna kom þegar Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðis- flokki, spurður um hvaða möguleika flokkurinn ætti þegar kæmi að stjórn- arsamstarfi eftir kosningar. Bjarni sagði samstarf við Pírata ólíklegast. „Mér finnst þetta varla vera stjórnmálaflokkur, meira hreyfing sem hefur hrist upp í hlutunum.“ Þá vék myndavél RÚV að Birgittu sem hélt á lofti fjólubláum miða sem á stóð „#Panama“. Bjarni hélt áfram og sagði: „Mér finnst flokkurinn hvorki tilbúinn með alvöru stefnumál né hafi komið þann- ig fram og hegðað sér þannig að hann sé tilbúinn að taka ábyrgð.“ Birgitta skaut inn í stuttu síðar og svaraði: „Hvaða vitleysa er þetta?“ Stuttu síðar vék umræðunni að fjármögnun stefnumála framboða, en öll framboð eiga það sameiginlegt að vilja innviðauppbyggingu í land- inu. „Það er ekkert eins hættulegt og stjórnmálamaður í kosningaham,“ sagði Benedikt Jóhannesson, Við- reisn, og vísaði til þess að Viðreisn vilji ekki lofa öllu fögru gegn atkvæðum heldur treysta á varanlegar lausnir, til að mynda með því að festa gengi krónu við erlendan gjaldmiðil.  – þea Segir Pírata varla stjórn- málaflokk Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Nemendum Menntaskólans í Reykjavík stóð til boða að fá mynd af sér með Guðna Th. Jóhannessyni, forseta Íslands, og Yngva Péturssyni rektor gegn því að styrkja Einstök börn, stuðningsfélag barna og ungmenna með sjaldgæfa sjúkdóma eða skerðingar. Myndatakan var liður í árlegri góð- gerðaviku Framtíðarinnar, annars nemendafélaga skólans. FRéttABlAðið/eyþóR 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a b l a ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 1 1 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 9 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -2 3 7 0 1 B 1 C -2 2 3 4 1 B 1 C -2 0 F 8 1 B 1 C -1 F B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.