Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 6

Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 6
Haldið upp á Diwali Á síðustu sjö dögum hafa Íslend- ingar sem eru að fletta upp stjórn- málaflokkum með leitarvél Google oftast leitað að Pírötum. Samkvæmt nýjum tölum frá Google leituðu 33 prósent þeirra sem voru að fletta upp stjórnmála- flokkum að Pírötum. Næstflestir, eða 25 prósent, flettu upp Bjartri framtíð. Þriðji vinsælasti leitar- kosturinn var Sjálfstæðisflokkur- inn, sem 19 prósent flettu upp, en 13 prósent leituðu að leitarorðinu Samfylkingin. Þegar kemur að frösum tengdum kosningunum er vinsælasti leitar- frasinn „hvern á ég að kjósa?“ Í öðru sæti er það svo „hvernig virka alþingiskosningar?“ og í því þriðja „í hvaða kjördæmi er ég?“ Íslendingar vilja einnig vita hvar kjörstaðir eru í Reykjavík og klukkan hvað þeir verða opnaðir. saeunn@frettabladid.is Oftast spurt hvern eigi að kjósa Ef marka má niðurstöður leitarvélar Google hafa Íslendingar margir hverjir áhuga á að kynna sér Pírata og Bjarta framtíð betur. Í síðastliðinni viku leituðu flestir kjósendur að spurningunni Hvern ætti ég að kjósa? Aðrir 10% 33% 25% 19% 13% Heimild: Google Trends Stjórnmálaflokkar sem leitað er að Algengustu kosningaspurningar 1. Hvern ætti ég að kjósa? 2. Hvernig virka alþingiskosningar? 3. Í hvaða kjördæmi er ég? 4. Hvar get ég kosið í Reykjavík? 5. Hvenær opna kjörstaðir? Tökum einnig að okkur Gámaflutninga Sendibílaþjónustu Vörudreifingu Vélaflutninga Vöruflutninga DAGLEGAR VÖRUFERÐIR Brottför virka daga Frá Flúðum kl. 8:00 Frá Reykjavík kl. 12:00 Vörum keyrt heim að dyrum á Suðurlandi fraktlausnir.is / fraktlausnir@fraktlausnir.is Á milli Flúða, uppsveita Árnessýslu og Reykjavíkur Flúðir - Uppsveitir Árnessýslu - Reykjavík BAndAríkin Alríkislögregla Banda- ríkjanna (FBI) hefur á ný tekið upp rannsókn á notkun Hillary Clinton, forsetaframbjóðanda Demókrata, á einkatölvupóstþjóni meðan hún gegndi embætti utanríkisráðherra. Í júlí var tilkynnt um lok rannsókn- arinnar og mælti FBI þá ekki með ákæru, en fram hefur komið að gögn er varða þjóðaröryggi hafi farið um póstþjóninn. Hefð er  fyrir því að ráðherrar styðjist við opinbera póstþjóna sem eru öruggari fyrir netárásum. Þá eyddi starfslið Clinton 33 þúsund tölvupóstum áður en póstþjóninum var skilað til FBI fyrir fyrri rannsókn. Clinton hefur sagt þá óvinnutengda en FBI hefur sagt að á meðal endur- heimtra tölvupósta hafi allnokkrir verið vinnutengdir. „Í fyrri vitnisburði mínum fyrir nefndum þingsins sagði ég að FBI  hefði lokið rannsókn sinni á póstþjóni Hillary Clinton, fyrrver- andi utanríkisráðherra. Vegna nýrra vendinga skrifa ég þetta bréf til að breyta þeim vitnisburði,“ segir í bréfi sem James Comey alríkislögreglu- stjóri sendi á formenn þingnefnda sem fjölluðu um mál Clinton. Comey segir í bréfinu að fleiri tölvupóstar hafi nú verið endur- heimtir af póstþjóni Clinton  við vinnu á ótengdu máli. Þeir komi málinu við og því verði þeir tölvu- póstar rannsakaðir. Hann segir ekki víst hversu langan tíma hin nýja rann- sókn muni taka en tíu dagar eru til forsetakosninga. Donald Trump, forsetaframbjóð- andi Repúblikana, tjáði sig um fregn- irnar á kosningafundi í New Hamp- shire í gær. „Ég er mjög stoltur af FBI fyrir að taka þetta skref í áttina að því að leiðrétta hryllileg mistök sín,“ sagði Trump sem hefur gagnrýnt FBI fyrir að „sleppa“ Clinton. Þá sagði hann kosningastjóra sinn hafa grínast með það að nú gæti hann hætt við kosn- ingafundinn, málið væri svo stórt að kosningabaráttan væri á enda.  – þea FBI rannsakar tölvupósta Clinton á ný Hillary Clinton, forsetafram- bjóðandi Demó- krata. Í tengslum við annað mál upp- götvaði FBI nýja tölvupósta sem tengjast rannsókninni. James Comey alríkis- lögreglustjóri umhverfiSmál Eigendur Akrakots á Álftanesi mótmæla fyllingu skurðar á mörkum jarðarinnar. Sú framkvæmd er hluti af endurheimt votlendis Kasthúsatjarnar að því er segir í bréfi landeigendanna til Garðabæjar. „Samkvæmt uppdrætti Land- græðslunnar á að fylla alla skurði í landi bæjarfélagsins, sem tilheyrðu Landakoti. Einnig er fyrirhuguð fyll- ing í landamerkjaskurð Landakots og Akrakots,“ segir í bréfi landeigend- anna. „Það kom landeigendum Akra- kots í opna skjöldu þegar í ljós kom að votlendisvinna og undirbúningur hafi farið fram með þeim hætti að land okkar kæmi þar ekki inn. Við eigum stóran hlut í tjörninni. Við mótmælum framkvæmdum á landa- merkjaskurði og óskum eindregið eftir því að við okkur verði rætt,“ skrifa Akrakotsmenn. – gar Vilja ekki að skurður sé fylltur verSlun Mikil veltuaukning var í smásöluverslun í september- mánuði, samkvæmt samantekt Rannsóknaseturs verslunarinnar (RV). Þetta er til marks um greini- lega kaupmáttaraukningu frá sama mánuði í fyrra, segir í frétt RV. Í sumum vöruflokkum jókst veltan um fjórðung frá því í fyrra, má þar nefna húsgögn, bygginga- vöru og snjallsíma. Velta dagvöru- verslana var 9,1 prósenti meiri en í september í fyrra og sala áfengis í september, í lítrum talið, um 15,7 prósentum meiri á milli ára. Kippur varð í fataverslun í sept- ember, sem var 8,3 prósentum meiri en í sama mánuði í fyrra. Að magni til jókst sala á fötum um 14,8 pró- sent. Magnaukningin orsakast af því að verð á fötum var 5,7 pró- sentum  lægra en í samanburðar- mánuðinum í fyrra. Þetta skýrist væntanlega aðallega af afnámi tolla á föt um síðustu áramót, er mat RV. – shá Smásöluverslun eykst mikið Menn gera vel við sig í mat og drykk þessa dagana. FRéttAblAðið/VAlli Indverskir verslunareigendur sitja innan um ýmsan varning sem þeir selja hindúum nú þegar haldið er upp á ljósahátíðina Diwali. Hátíðin er ein sú stærsta innan hindúasiðar og er hún haldin til að fagna sigri ljóssins á myrkrinu, sigri góðs á illu, þekkingar á vanþekkingu og vonar á ótta. Einn Diwali- siða er að tendra ljós á húsþökum, hurðum og í gluggum og má sjá milljónir slíkra ljósa í borginni Kolkata þar sem myndin er tekin. NoRDiCpHotos/AFp kosningar 2016 2 9 . o k t ó B e r 2 0 1 6 l A u G A r d A G u r6 f r é t t i r ∙ f r é t t A B l A ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -4 A F 0 1 B 1 C -4 9 B 4 1 B 1 C -4 8 7 8 1 B 1 C -4 7 3 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.