Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 20

Fréttablaðið - 29.10.2016, Side 20
Þegar þú ert barn snýst h r e k k j av a k a n u m „grikk-eða-gott“. Að sjá börn á öllum aldri grímubúin og úti að ganga um hverfin sín og bæi skreytt fyrir hrekkjavökuna er mögnuð sjón. Ég hvet Íslendinga eindregið til þess að heimsækja Bandaríkin á þessum tíma ársins til að sjá þetta með eigin augum,“ segir Robert Cushman Barber, sendi- herra Bandaríkjanna á Íslandi, sem undirbýr daginn sem er vinsæll í ættlandinu. „Þrátt fyrir að hrekkjavaka sé ekki opinber frídagur, er þetta samt dagur sem flestir Bandaríkjamenn halda upp á. Ég á margar góðar og hlýjar minningar frá hrekkjavöku- fögnuðum með fjölskyldu minni. Vanalega, meðan konan mín, Bonnie, var heima að gefa nammi krökkum sem bönkuðu á hurðina okkar, fylgdi ég börnunum okkar um hverfið að gera „grikk-eða-gott“ – sum árin fórum við til baka í gamla hverfið okkar að heimsækja drauga- lega húsið með lifandi afturgöngunum. Kvöldið endaði oft með hrekkja- vökuboði heima hjá okkur fyrir vini og nágranna, þar sem krakkarnir skemmtu sér í draugaherberginu sem Bon- nie hafði stillt upp og léku leiki eins og að dýfa sér eftir eplum í bala, eða að reyna að borða hangandi kleinuhringi. Þetta var frábær skemmtun þá, og frábærar minningar nú,“ segir Robert frá.  Sendiráðið heldur „grikk-eða- gott“ og hrekkjavökupartí fyrir starfsmenn sendi- ráðsins og fjölskyld- ur þeirra á hverju ári. „Ég hlakka til að taka þátt í hátíðahöldunum í ár, eins og ég hlakka til allra bandarískra hátíða sem sendiráðssam- félagið heldur upp á,“ segir Robert sem sker út grasker fyrir hátíðahöldin. „Að skera út grasker er ekkert sérstaklega erfitt, það getur stundum verið svolítið subbulegt, en verkfærin er auðvelt að nota. Þó að það sé hefðbundið að skera út mannlega andlitsdrætti, þá er gras- kersútskurður líka frábært tæki- færi til að nota sköpunargáfuna og hanna einstakar eða nýstárlegar myndir. Svo er líka hægt að rista graskersfræin, sem er bragðgott og heilsusamlegt nasl!“ segir sendi- herrann og ljóst að það stefnir í góða veislu. kristjanabjorg@frettabladid.is Skapandi graskersskurður Bandaríski sendiherrann á Íslandi heldur árlegt hrekkjavökupartí fyrir starfsmenn sendiráðsins og fjölskyldur þeirra. Honum finnst sjálfum gaman að skera út grasker og hefur gaman af hrekkjavökunni. Robert Cushman Barber, sendiherra Bandaríkjanna á Íslandi, heldur mikið upp á hrekkjavökuna. FRéttaBlaðið/Vilhelm Á mánudag er hrekkjavaka haldin hátíðleg en margir taka ef til vill for- skot á sæluna um helgina og blanda saman kosninga- og hrekkja- vöku. Það er vel við hæfi enda má líkja kosninga- vöku við ljósaskiptin þar sem stjórnmálamenn í framboði ráfa um óvissir um líf eða dauða ferils síns. Fölir og með dökka bauga, stirðir af streitu síðustu vikna í kosninga- baráttu minna þeir sumir á uppvakninga. Rokkandi kjörfylgið er hryllingshring- ekja, að minnsta kosti í huga þeirra sem berjast fyrir þingsæti. Þá fer það eftir stjórnmálaskoðun hvers kjósanda hvort hann upplifir úrslitin sem sigur hins góða eða illa. Myrkir oddvitar Það er tilvalið hrekkjakosninga- vökuþema að velja sér oddvita og leggja áherslu á myrkustu hliðar hans í búningavali. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálf- stæðisflokks, sem hefur vakið athygli með miklum handabend- ingum og hárri raust í kosningabar- áttunni gæti til dæmis í myrkrabún- ingi agnarögn líkst Frankenstein og Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, gæti verið örlaganornin sem hefur allt í höndum sér. Blóðugir drykkir Blóðþorstinn í stjórnmál- unum gæti endurspeglast í drykkjarvalinu. Blóðrauðir drykkir eru viðeigandi, rauðvín, rauðir ávaxtasafar eða kok- teilar. Skelfilegar veitingar Hrekkjavaka er líklega eini dagurinn þar sem þykir ásættan- legt að bjóða upp á skelfilegar veitingar. Pylsur í múmíulíki eða sem afskornir fingur eru góð dæmi. Heilbrigðiskerfi í skál með sundurskornum búkum, slímugir loforða- ormar í skál. Framsetn- ingin á að minnsta kosti að vekja óhug. – kbg Hrekkjakosningavaka um helgina 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r20 h e L G i n ∙ F r É t t A b L A ð i ð helgin 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -4 1 1 0 1 B 1 C -3 F D 4 1 B 1 C -3 E 9 8 1 B 1 C -3 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.