Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 36

Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 36
Útgefandi 365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301 UmSjónarmaðUr aUglýSinga Jóhann Waage| johannwaage@365.is | s. 512-5439 ÁbyrgðarmaðUr Svanur Valgeirsson Veffang visir.is Rögnvaldur Ágúst Ólafsson hefur verið kallaður fyrsti íslenski arki- tektinn en er þrátt fyrir það á vissan hátt huldumaður íslenskr- ar listasögu. Hann fæddist í Dýra- firði árið 1874 og ólst upp á Ísa- firði. Árið 1901 lauk hann prófi frá Lærða skólanum og hélt sama ár til Kaupmannahafnar þar sem hann hóf nám Det Tekniske Sel- skabs Skole. Honum tókst ekki að ljúka námi í húsagerð vegna veik- inda en varð engu að síður fyrsti Íslendingurinn sem starfaði hér á landi við að teikna hús. Björn G. Björnsson, leikmynda- og sýningahönnuður, hefur á undan förnum árum rannsakað sögu og verk Rögnvaldar. Þessa dagana sendir hann frá sér bók- ina Fyrsti arkitektinn, Rögnvald- ur Ágúst Ólafsson og verk hans, en hún inniheldur um 400 ljósmyndir, 100 teikningar, ítarlegan texta og útdrátt á ensku. Björn segir sögu Rögnvalds að mörgu leyti einstaka. „Það að sigla til Kaupmannahafn- ar á þessum tíma og hefja nám af þessu tagi var mjög óvenjulegt. Mér vitanlega höfðu bara tveir Ís- lendingar lært arkitektúr á undan honum; annar bjó og starfaði í Noregi en hinn í Bandaríkjunum og Kanada. Rögnvaldur er því sá fyrsti sem starfar á Íslandi.“ Ríkti framfarahugur Rögnvaldur kom heim árið 1904 og tveimur árum síðar varð hann ráðunautur Heimastjórnarinnar um opinberar byggingar. Hann starfaði þó aðeins í tólf ár en Rögn- valdur lést úr berklum 42 ára gam- all. Á þessum tólf árum náði hann þó að verða höfundur og ábyrgðar- maður um 150 húsa. Þannig teikn- aði hann 30 kirkjur, 30 hús í Reykjavík og um 70 barnaskólahús. Hann lést í einu húsa sinna, Vífils- staðahæli, árið 1917, sem hann hafði sjálfur teiknað og byggt. „Þegar Rögnvaldur kemur heim 1904 ríkir hér mikil timburhúsa- öld. En þetta var Heimastjórnar- tíminn og það var framfarahugur í mönnum. Strax árið 1905 teiknar hann kirkju úr steinsteypu á Bíldu- dal og er mikill stuðingsmaður þessa nýja byggingarefnis. Þegar miðbær Reykjavíkur brennur árið 1915 er hætt að byggja timbur- hús í þéttbýli en vegna þess hve Rögnvaldur deyr ungur, árið 1917, nær hann ekki að taka þátt í þeirri miklu uppbyggingu í steinsteypu sem fram undan var nema að tak- mörkuðu leyti. Hann teiknar þó stærstu steinsteyptu hús þess tíma, m.a. Vífilsstaðahæli og Pósthúsið í Reykjavík.“ Þótt Rögnvaldur væri ráðunaut- ur um opinberar byggingar þá teiknaði hann einnig mörg íbúðar- hús fyrir einstaklinga, bæði úr timbri og steinsteypu. „Hann hafði frekar einfaldan stíl, án mikils skrauts, en hús hans voru vel hugsuð og skipulögð. Þekktust þeirra eru t.d. Húsavíkurkirkja, Vífilsstaðir, Pósthúsið í Reykjavík, Hafnarfjarðarkirkja, Búnaðar- skólarnir á Hvanneyri og Hólum, Sóleyjargata 1, Skólabrú 2, Turn- inn á Amtmannsstíg 1 og Edin- borgarhúsið á Ísafirði, að ógleymd- um Söluturninum á Lækjartorgi.“ Kom víða við En Rögnvaldur lét sér ekki nægja að teikna hús, hann kom að kennslu og ýmsum félagsstörfum. Hann gekk m.a. í Iðnaðarmanna- félag Reykjavíkur og sat sem fulltrúi þess í byggingar nefnd Reykjavíkur frá 1908 í tvö kjör- tímabil að sögn Björns. „Hann samdi að líkindum lög um bygg- ingareglugerðir sem samþykkt voru á Alþingi 1905 og samdi merka byggingasamþykkt fyrir Borgarnes árið 1914. Auk þess kenndi hann húsateikningu við Iðnskólann frá 1906 og sat í skóla- nefnd hans 1909-1916 og hann var einn af stofnendum Verkfræð- ingafélags Íslands árið 1911 og ritari þess til dauðadags.“ En hvernig stendur á því að slík- ur frumherji hefur fengið jafn litla athygli í sögunni? Björn segir erf- itt að segja til um það en ljóst sé að sagnfræðingar hafi meiri áhuga á fólkinu sem bjó í húsunum en þeim sem teiknuðu þau eða mótuðu hið manngerða umhverfi á annan hátt, svo og verklegum framkvæmdum og tækniþróun almennt. „Hluti af því er sú staðreynd að hér er ekki til almennt tæknisafn, eins og víða má finna erlendis. En það er óhætt að segja að áhugi á íslenskum arki- tektúr hefur aukist talsvert eftir að farið var að kenna fagið hér heima.“ Huldumaðurinn í íslenskri listasögu Fyrsti íslenski arkitektinn var Rögnvaldur Ágúst Ólafsson. Hann nam í Kaupmannahöfn og flutti til Íslands árið 1904. Á einungis tólf ára starfsferli náði hann að verða höfundur og ábyrgðarmaður um 150 húsa, þ. á m. 30 kirkna, 30 húsa í Reykjavík og um 70 barnaskólahúsa. Nýlega kom út bók um ævistarf Rögnvaldar. Pósthúsið í reykjavík er glæsilegt hús en það var byggt árið 1915.Húsavíkurkirkja er glæsileg en hún var byggð árið 1907. rögnvaldur Ágúst ólafsson, fyrsti íslenski arkitektinn sem starfaði hér á landi. nýlega kom út bók um ævistarf rögn- valdar Ágústs ólafssonar. björn g. björnsson er höfundur bókarinnar. arkitektar ehf. ALARK Verkfræði og arkitektÚr kynningarblað 29. október 20162 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 2 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 B 1 C -8 6 3 0 1 B 1 C -8 4 F 4 1 B 1 C -8 3 B 8 1 B 1 C -8 2 7 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.