Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 76

Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 76
„Ég kláraði byggingartæknifræði frá HR og fór í framhaldi af því í meistaranám í byggingarverk- fræði í HR með sérsvið í fram- kvæmdastjórnun,“ segir Sandra Dís sem vann meðfram skóla hjá verktakafyrirtæki en hefur unnið hjá VSÓ Ráðgjöf frá árinu 2012 og líkar mjög vel. „VSÓ Ráðgjöf er rótgróin verkfræðistofa enda var hún stofnuð árið 1958 og er hún alhliða verkfræði- og ráðgjafar- fyrirtæki. Skemmtileg verkefni Sandra starfar á verkefnastjórn- unarsviði hjá VSÓ Ráðgjöf og sinn- ir þar mjög fjölbreyttum verkefn- um. „Öll verkefnin eru áhuga- verð á sinn hátt. Meðal þess sem er skemmtilegt er að maður getur upplifað ólík stig í verkferlinu, allt frá hönnunarferli og yfir í að sjá mannvirki rísa og vera tekin í notkun.“ Sjálf segist Sandra hingað til hafa unnið meira á framkvæmda- endanum en hafi undanfarið færst meira yfir í hönnunarferlið sem henni þykir góð áskorun. Hún nefnir nokkur af þeim verkefnum sem hún hefur unnið að undan- farið. „Ég sinni til dæmis verkeftirliti vegna tengivirkis HS Veitna í Vest- mannaeyjum. Það þýðir að ég flýg þangað einu sinni í viku og sinni framkvæmdaeftirliti, það er að segja bæði framvindueftirliti og gæðaeftirliti. Ég held verkfundi um stöðu verksins og fer síðan í úttektir. Þá passa ég að allt komi heim og saman við teikningar og verklýsingar. Reglulega koma svo upp vandamál sem þarf að leysa úr. Sandra er einnig í verkefna- stjórnun fyrir nýja Landspítalann við Hringbraut. „Við erum hluti af CORPUS hópnum sem sér um að hanna meðferðarkjarnann. Þetta er rosalega stórt og flott verkefni en að sama skapi flókið.“ Af öðrum verkefnum Söndru má nefna nýjan skóla í Mosfellsbæ sem er enn á hönnunarstigi, ýmis þróunarverkefni og útboð fyrir Strætó í Reykjanesbæ. „Þessi fjöl- breytileiki er það sem gerir starf mitt mjög skemmtilegt.“ Góður andi á VSÓ Sandra segir mjög gott að vinna hjá VSÓ. „Þetta er mjög fjölskyldu- vænn vinnustaður og mikið lagt upp úr fjölskyldugildum og því að starfsfólki líði vel. Það er mjög gott þegar maður á tveggja ára barn,“ segir hún glaðlega. Hún segir starfsandann einnig mjög góðan. „Samstarfsfólk mitt er fjölbreytt og stjórnendur vinna meðvitað að því að jafna kynja- hlutfall og hafa sem mestan fjöl- breytileika í aldri,“ segir Sandra og telur að þetta skili sér vel enda sé lítil hreyfing á fólki af því að langflestum líði vel í sínu starfi. Fjölbreytt og spennandi starf Sandra Dís Dagbjartsdóttir byggingarverkfræðingur starfar á verkefnastjórnunarsviði VSÓ Ráðgjafar. Hún segir fjölbreytileikann það besta við starf sitt en Sandra vinnur að mörgum ólíkum verkefnum, meðal annars nýja Landspítalanum og tengivirki í Vestmannaeyjum.  „Það hafa ekki áður verið gerðar langtímaáætlanir varðandi upp- byggingu innviða í ferðaþjónust- unni með áherslu á verndun nátt- úru og á menningarsögulegar minjar,“ segir Örn Þór Halldórs- son, arkitekt og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, en hann verður meðal fyrirlesara á málþingi um ferðamannastaði sem Arkitektafélag Íslands og Félag ís- lenskra landslagsarkitekta standa fyrir þann 10. nóvember. Örn fjallar um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferða- menn og segir að tala megi um hrun í náttúruvernd á Íslandi vegna ágangs. „Ég mun tala um tækifæri fyrir arkitekta, landslagarkitekta og hönnuði til þess að taka þátt í að móta uppbyggingarverkefni þar sem virkilega þarf að vanda sig gagnvart náttúrunni og hugsa til framtíðar. Við erum ekki komin enn á þann stað að hreinlega geta það því það er ákveðið hrun í nátt- úruvernd á Íslandi vegna ágangs. Það má segja að við við séum í sömu stöðu gagnvart náttúrunni núna og Íslendingar voru fyrst eftir fjármálahrunið, við erum að slökkva elda,“ segir Örn. „Það hefur orðið gífurleg sprenging í fjölda ferðamanna hingað til lands, svo mikil að þeir litlu innviðir sem þó voru til staðar hafa sprungið.“ Örn segir að skilgreina þurfi betur einstök ferðamannasvæði og ferðamannaleiðir. Sveitarfélög og stofnanir þurfi að bretta upp ermar. Horfa megi til þjóðgarða, friðlanda og jarðvanga þegar kemur að útfærslum verkefna. „Við fáum mjög vel undirbú- in verkefni þar sem eru þjóðgarð- ar, friðlönd og jarðvangar. Við vilj- um því hvetja til þess að stofnað sé til fleiri svona heilda. Þó kaos geti verið sjarmerandi verður miklu meiri fagmennska þegar svæði eru skilgreind. Það eru nokkur stór verkefni að fara í gang eins og við Geysi, Gullfoss og í Landmanna- laugum. Á málþinginu ætla ég að fabúlera um tækifæri fyrir arki- tekta og skipulagsfræðinga til að koma inn í slík verkefni á ákveðn- um tímapunkti. Það er hægt að gera marga staði sem ekki láta mikið yfir sér í dag stórkostlega, en það er líka hægt að eyðileggja þá með ofhönnun eða prjáli,“ segir Örn og vill meina að nú sé lag að efla staðbundinn arkitektúr. „Við erum að flytja inn þekk- ingu, eðlilega, og arkitektar sækja innblástur í erlend blöð og Pint- erest en það á ekki alltaf við. Það er ekki hægt að notast við ítalska flísabæklinga hér þar sem veður- aðstæður eru sérstakar. Mér finnst persónulega mjög spennandi að það er kominn nýr notendahópur, ferða- menn, sem sækir í upplifun og er ekki ginnkeyptur fyrir til dæmis húsnæði sem er endurgerð af ein- hverju sem þeir upplifa hvort sem er í sínu heimalandi. Ég er ekki að segja að menn eigi að vera eins og Guðjón Samúelsson en þarna fel- ast tækifæri til þess að rækta stað- bundinn arkitektúr. Ferðamenn vilja sjá eitthvað „ekta“. Málþingið fer fram í sal Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, þann 10. nóvember. Öll verkefnin eru áhugaverð á sinn hátt. Meðal þess sem er skemmtilegt er að maður getur upplifað ólík stig í verkferlinu, allt frá hönnunarferli og yfir í að sjá mannvirki rísa og vera tekin í notkun. Sandra Dís Dagbjartsdóttir Sandra Dís Dagbjartsdóttir byggingarverkfræðingur starfar við mörg ólík en skemmtileg verkefni hjá VSÓ Ráðgjöf. MynD/GVA Örn Þór Halldórsson, arkitekt og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitar- félaga, fjallar um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn á mál- þinginu þann 10. nóvember. MynD/GVA Tækifæri í hönnun ferðamannastaða Arkitektafélag Íslands og Félag íslenskra landslagsarkitekta standa fyrir málþingi um ferðamannastaði 10. nóvember. Örn Þór Halldórsson, arkitekt og verkefnastjóri hjá Sambandi íslenskra sveitarfélaga, fjallar um landsáætlun um uppbyggingu innviða fyrir ferðamenn. Ég er ekki að segja að menn eigi að vera eins og Guðjón Samúels- son en þarna felast tækifæri til þess að rækta staðbundinn arkitektúr. Örn Þór Halldórsson www.vso.is VSÓ er að leita að góðu fólki til starfa. Erum við kannski að leita að þér? Fleira gott fólk VeRkFRæði oG ARkiTekTúR kynningarblað 29. október 20166 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 7 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 7 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 C -9 5 0 0 1 B 1 C -9 3 C 4 1 B 1 C -9 2 8 8 1 B 1 C -9 1 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.