Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 84

Fréttablaðið - 29.10.2016, Blaðsíða 84
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@365.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 512 5000. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Sigurður Vilhelm Garðarsson vélstjóri, Árnastíg 8, Grindavík, andaðist að dvalar-og hjúkrunarheimilinu Hornbrekku laugardaginn 22. október. Hann verður jarðsunginn frá Grindavíkurkirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 14.00. Vilhjálmur Sigurðsson Helena R. Jónsdóttir Jens Sigurðsson Garðar Hallur Sigurðsson Þóra Kristín Sigvaldadóttir Jóhanna Harpa Sigurðardóttir Kristján Steingrímsson Hjalti Páll Sigurðsson Unnur Guðjónsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát móður okkar, tengdamóður, ömmu og langömmu, Einbjargar Hönnu Jónasdóttur Jörfa. Sérstakar þakkir til kirkjukórs Kolbeinsstaðakirkju og félaga úr Samkór Mýramanna. Kristín Jóhannesdóttir Sigurður Kr. Sigurðsson Jónas Jóhannesson Margrét S. Ragnarsdóttir Guðbjörg Jóhannesdóttir Guðmundur Jóhannesson Halla Eygló Sveinsdóttir Anna Jóhannesdóttir Birgir F. Erlendsson ömmubörn og langömmubörn. Innilegar þakkir til allra sem sýndu okkur samúð og hlýhug við andlát og útför eiginkonu, móður, tengdamóður, ömmu og langömmu okkar, Ágústu Fanneyjar Guðmundsdóttur Urriðakvísl 20. Sérstakar þakkir til þeirra er önnuðust hana á hjúkrunarheimilinu Eir. Gunnlaugur Þórhallsson Vigdís A. Gunnlaugsdóttir Guðmundur I. Gíslason Guðmundur L. Gunnlaugsson Dagbjört M. Pálsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Jónína I. G. Melsteð hjúkrunarfræðingur, Brekkuseli 26, sem lést föstudaginn 21. október verður jarðsungin frá Háteigskirkju miðvikudaginn 2. nóvember kl. 15.00. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Krabbameinsfélagið. Gunnar Hjörtur Gunnarsson Gunnlaugur M. Gunnarsson Halla Gunnarsdóttir Ingibjörg Gunnarsdóttir Pétur Daníelsson Sveinborg H. Gunnarsdóttir Eiríkur G. Ragnars Gísli Héðinsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ólafur Ingólfsson lést á Landspítalanum 21. október. Jarðarförin fer fram í Digraneskirkju mánudaginn 31. október kl. 13.00. Emelíta O. Nocon Emil Ólafur Ólafsson Fjóla Lára Ólafsdóttir Ingi Már Úlfarsson Emelíta Sóley Ingadóttir Nikulás Ólafur Ingason Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug við andlát og útför ástkærs eiginmanns míns, föður okkar, tengdaföður og afa, Ólafs Hauks Baldvinssonar Sólgarði, Fnjóskadal. Bestu þakkir fær starfsfólk Sjúkrahússins á Akureyri og Kristnesspítala fyrir hlýja og góða umönnun. Sigrún Jónsdóttir Sólrún María Ólafsdóttir Qussay Odeh Hafdís Ólafsdóttir Jóhann Hansen Dagný Ólafsdóttir og barnabörn. „Þetta var svo falleg og hátíðleg stund að ég er enn pínu meyr,“ segir Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttakona um þá tilfinningu að fá fyrstu bókina sína í hendur. Sú heitir Eyland og er gefin út af Benedikt, nýju forlagi Guðrúnar Vilmundardóttur. Sigríður kveðst lengi hafa haldið verkefninu algerlega fyrir sig. „Svo leyfði ég manninum mínum að lesa handritið í sumar og hann sagði, „Sigga, þú ert búin að skrifa bók, en þú þarft faglega aðstoð.“ Þá bað ég Guðrúnu Vilmundardóttur sem þá var nýhætt hjá Bjarti að lesa, bara til að vita hvort það væri eitthvert vit í þessu. Hún greip handritið og var það ánægð með það að hún bauðst til að gefa það út, og síðan hefur allt snúist upp í ótrúlegt ævintýri.“ Hugmyndin að efni bókarinnar kviknaði fyrir tíu árum að sögn Sig- ríðar. „Ég bjóst alltaf við að einhver annar fengi sömu hugmynd og skrifaði um hana en svo gerðist það ekki. Hún var því búin að marinerast í höfðinu á mér í áratug og ég var búin að hugsa plottið og uppbygginguna. Svo tók ég mér þriggja mánaða frí frá síðustu áramótum og skrifaði. Það var ótrúlegt ferli, það lá við að sagan skrifaði sig sjálf. En ég bjóst ekki við að fara með hana neitt lengra.“ Plottið segirðu. Er þetta glæpa- saga? „Nei, það er helst hægt að lýsa henni sem ástar- og spennusögu með pólitísku og sagnfræðilegu ívafi. Samt skáldsaga.“ Hún kveðst aðeins hafa dreift hand- ritinu til sinna nánustu og fengið góð viðbrögð. Það hafi reynst frelsandi. „Bara það að leyfa ættingjum og vinum að lesa var miklu stærra skref en ég ætlaði nokkurn tíma að taka. Ég held þetta sé pínulítið eins og að koma út úr skápnum – að koma svona upp úr skúffunni. Maður miklar það svo fyrir sér og heldur að það verði svo vand- ræðalegt og hræðilegt. Svo opnast manni bara nýjar víddir.“ Leitaðirðu eitthvað til Guðmundar Hagalín, langafa þíns, sem skrifaði fjölda bóka á sinni tíð? „Ég veit það ekki. Kannski liggja einhverjir þræðir þarna á milli. Það er algerlega mögnuð upplifun að búa til persónur og sögur sem maður hafði ekki hugmynd um að væru þarna. Þó ég vinni við að skrifa fréttir og það hafi hjálpað mér við að koma textanum frá mér þá hefur skáldskapur ekki verið hluti af starfinu til þessa.“ gun@frettabladid.is Kemur upp úr skúffunni Sigríður Hagalín Björnsdóttir fréttamaður er að gefa út sína fyrstu bók. Eyland, heitir hún og er ástar- og spennusaga með sagnfræðilegu ívafi, samkvæmt höfundinum. „Það er algerlega mögnuð upplifun að búa til persónur og sögur sem maður hafði ekki hugmynd um að væru þarna,“ segir Sigríður Hagalín um skáldsöguna sem hún var að skrifa. Fréttablaðið/EyÞór Bara það að leyfa ættingjum og vinum að lesa var miklu stærra skref en ég ætlaði nokkurn tíma að taka. 40 t í m a m ó t ∙ F R É t t a B L a ð i ð tímamót 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 3 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 4 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 C -4 1 1 0 1 B 1 C -3 F D 4 1 B 1 C -3 E 9 8 1 B 1 C -3 D 5 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.