Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 96

Fréttablaðið - 29.10.2016, Síða 96
Joan Jonas er frumkvöðull á sviði vídeó- og gjörningalistar og einn þekktasti myndlistar-maður samtímans. Jonas, sem er fædd árið 1936 í New York, þar sem hún hefur búið og starfað alla tíð, hefur haft víðtæk áhrifa á fjölda sam- ferðamanna sinna í listinni enda hafa verk hennar verið sýnd á öllum helstu listasöfnum heims. Þrátt fyrir langan og glæstan feril er Jonas enn afar virk í listsköpun sinni enda var hún fulltrúi Bandaríkjanna á Fen- eyjatvíæringnum árið 2015. Á fimmtudagskvöldið var opnuð sýningin Reanimation í Listasafni Íslands en í dag verður hins vegar opnuð í Listasafninu á Akureyri sýning á verkinu Volcano Saga. Bæði þessi verk eru hluti af Íslandstengd- um verkum listakonunnar og mikill hvalreki fyrir íslenska listunnendur, ekki síst þar sem þessi verk hafa aldr- ei verið sýnd áður á Íslandi. Opnaði á möguleika Joan Jonas er meðal þeirra lista- manna sem fyrstir tóku vídeóvélina í sína þágu. Hún segir að upphaf þess megi rekja til þess að bakgrunnur hennar liggi í raun fyrst og fremst í höggmyndalistinni. „En svo fór ég líka á námskeið í danslist hjá Trishu Brown í New York. Ég get alls ekki kallað mig dansara en það varð þó til þess að ég hef notað hreyfingu mjög mikið í mínum verkum. Ég var áhugasöm um danslistina og hrærðist að auki í listamannaum- hverfi borgarinnar á sínum tíma. Ég þekkti kvikmyndagerðarfólk og fólk úr ólíkum listgreinum og svona í gegnum þann hóp fór ég að kynnast myndbandstækninni. Þegar ég svo fór til Japans árið 1970 þá ákvað ég að taka skrefið og keypti mér tökuvél þar. Þetta var fyrsta handhæga víd- eókameran fyrir almenning og með tilkomu hennar opnaðist fyrir ýmsa möguleika.“ Jonas segir að hún hafi strax heillast af þessum nýja miðli og möguleikum hans. „Ég hef alltaf haft áhuga á kvikmyndalistinni og var þá þegar búin að gera tvær kvikmyndir, það var 1968, en þá vann ég að sjálf- sögðu með tökumanni. En með til- komu vídeótækninnar opnaðist fyrir þann möguleika að taka sjálf eins og ég hef gert síðan þá.“ Grundvöllur Jonas hefur ætíð Þetta er mín aðferð við að segja sögur Íslandsverk vídeólistakonunnar Joan Jonas hafa aldrei verið sýnd áður hér á landi. Nú gefst listunnendum hins vegar, bæði sunnan og norðan heiða, að kynna sér verk þessarar merku listakonu. Joan Jonas, myndlistarkona, segir að vinur hennar í NY hafi kveikt áhuga hennar á Íslendingasögunum. Fréttablaðið/GVa Joan Jonas, reanimation (innsetning), 2012. light time tales, Malmo Konsthall, Sweden, 2015-2016. MYNd/HeleNe tOreSdOtter Magnús Guðmundsson magnus@frettabladid.is verið einfaldur þótt útkoman sé margslungin og marglaga. Meðan hún skundar um myrkvað sviðið sem hún byggir gjarnan upp með tjaldi fyrir vídeóvörpun, teiknar myndir beint á vegg, fremur ýmis hljóð með bjöllum, pappírsskrjáfi eða ásláttar- brestum, líður verkið áfram eins og fljót sem kvíslast að ósi. Áhorfandinn þarf að hafa sig allan við til að fylgjast með atburðarásinni sem á sér stað víðsvegar um sviðið. „Fyrir mér er þetta náttúrulegt ferli sem kom í framhaldi af kvikmynda- áhuganum. Einhvers konar eðlilegt framhald innan kvikmyndalistarinn- ar. Aðeins önnur tækni. Þetta er var ekki ósvipað því og þegar ég fór úr höggmyndinni og yfir í hreyfinguna á sjöunda áratugnum, ég leit á það sem eðlilegt ferli. Næsta skref ef svo mætti segja. Hreyfingin er svo líka hluti af teikningunni þannig að þetta er allt ferli fremur en stökk. Á ferð um Ísland Fyrir Jonas er listsköpunin ekki síst ákveðin leið til þess að segja sögur og að ákveðnu leyti segist hún líta á sig sem sögumann. Það hafði líka víðtæk áhrif á það að hún ákvað að fara til Íslands á sínum tíma. „Vinur minn sagði mér frá Íslendingasögunum og að þær væru einstaklega fallegar. Það varð til þess að ég las eins margar og ég gat komist í, svona þær sem voru til í enskri þýðingu, og það kveikti með mér löngun til þess að gera eitt- hvað við þetta. Ég valdi, af ýmsum ástæðum, að vinna með Laxdælu. Það er afar falleg saga og svo er hún líka með konu í forgrunni og það skipti mig miklu máli. Ég fékk styrk til þess að vinna að þessu og í framhaldinu fór ég til Íslands til þess að vinna rannsóknar- vinnuna. Steinunn Vasulka var góð vinkona mín svo ég hringdi í hana og það vildi svo vel til að hún var líka á leiðinni til Íslands. Þannig að í minni fyrstu ferð hingað þá keyrðum við saman um landið. Þessi ferð snerist í raun ekki mikið um vídeóið, heldur fyrst og fremst þessa ferð um landið, það sem fyrir augu bar og allt sem hún hafði að segja. Við keyrðum aðallega um Suður- landið og margt af því sem ég sá og kynntist í þessari ferð nýttist mér svo í tökunum seinna meir. En ég fór líka ein m.a. vestur á Snæfellsnes og víðar og það var líka ákveðin upp- lifun að vera ein á ferð. Ég kom svo aftur seinna um sumarið og þá var ég með kvikmyndagerðarfólk með mér og leitaðist við að fanga það sem ég hafði séð, lesið og upplifað." laxdæla og laxness Jonas segir að þessi hluti, verkið sem kallast Volcano Saga og er sýnt í Listasafninu á Akureyri, hafi alfarið snúið að Laxdælu. Verkið er frásagn- armyndband. Tilda Swinton fer með hlutverk Guðrúnar Ósvífursdóttur í heitri laug umluktri hrjóstrugu eld- fjallalandslagi. Þessi nána vísun í Laxdælu og drauma Guðrúnar, sem rekur sig eftir verkinu eins og rauður þráður, var forleikur að frekari verk- um Jonas byggðum á íslenskum bók- menntum, fornum og nýjum. „Þegar ég var að vinna að þessu verki þá las ég verk Halldórs Laxness í fyrsta sinn. Það tók mig svo nokkur ár að koma aftur að þeim verkum. Hugmyndin var þó til staðar en þetta var eitthvað sem ég þurfti að melta. Það var því talsvert seinna sem ég vann að Reanimation sem er sprottið af lestri mínum á Kristnihaldi undir Jökli. Áherslan er á örstutta tilvísun skáldsins í Eyrbyggju sem er lögð í munn sögumanns og fjallar um það þegar Þórgunna gengur aftur og finn- ur mjölið í búrinu til að baka brauð ofan í svanga líkflutningamenn sína. Þetta er mögnuð saga og það sem ég er að takast á við er að segja þetta með mínum hætti. Því fyrir mér er vídeólistin ekki síst leið til þess að segja sögur.“ Ég valdi, af ýmsum ástæðum, að viNNa með laxdælu. Það er afar falleg saga og svo er húN lÍka með koNu Í forgruNNi og Það skipti mig miklu máli. Ásdís Sif Gunnarsdóttir opnar í dag sýn- inguna Sýn í þokunni í Listasafninu á Akur- eyri samhliða opnun sýningar bandarísku myndlistarkonunnar Joan Jonas, Volcano Saga, 1985. Ásdís Sif hefur vakið athygli fyrir vídeó- innsetningar, ljósmyndaverk og gjörninga. Auk þess að sýna á Íslandi hefur hún sýnt víða erlendis, tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið vídeóverk á internetinu. Það er því engin tilviljun að hún setji upp sýningu á nýjum verkum í Listasafninu á Akureyri á sama tíma og frumkvöðullinn Joan Jonas. Líkt og í verkum Jonas er sterkur kvenlegur undirtónn í verkum Ásdísar Sifjar sem oft er settur fram á ljóðrænan hátt og af tilfinn- inganæmi. Frásagnir, lífsreynsla og ferðalög konu eru í forgrunni. Ásdís Sif útskrifaðist með BFA-gráðu frá School of Visual Arts í New York árið 2000 og MA-gráðu frá University of California í Los Angeles 2004. Hún heldur Þriðjudagsfyrir- lestur í Listasafninu, Ketilhúsi, þriðjudaginn 25. október kl. 17-17.40, undir yfirskriftinni Innsetningar og útsetningar í rauntíma, úti og inni og í gegnum net. Ókeypis aðgangur. Sterkur kvenlegur undirtónn Ásdís Sif Gunnars- dóttir við verk sitt í listasafninu á akureyri. ásdÍs heldur fyrirlestur Í listasafNiNu, ketilhúsi, ÞriðJudagiNN 25. október kl. 17-17.40, uNdir yfir- skriftiNNi iNNsetNiNgar og útsetN- iNgar Í rauNtÍma. 2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r52 M e n n i n G ∙ F r É t t A b L A ð i ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 0 9 6 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 8 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 C -2 8 6 0 1 B 1 C -2 7 2 4 1 B 1 C -2 5 E 8 1 B 1 C -2 4 A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.