Fréttablaðið


Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 108

Fréttablaðið - 29.10.2016, Qupperneq 108
Kosninga- leiðarvísir Veldu margverðlaunuð finnsk gæðadekk sem eru sérstaklega hönnuð fyrir krefjandi aðstæður norðlægra slóða ein öruggustu dekk sem völ er á ítrekað valin bestu dekkin í gæðakönnunum breitt úrval nagla-, vetrar- og heilsársdekkja eigum dekk fyrir fólksbíla, jeppa og sendibíla Skoðaðu dekkjaleitarvélina á MAX1.is MAX1 býður 20% afslátt af hágæða Nokian dekkjum og hluti söluágóða rennur til Krabbameinsfélagsins. SENDUM UM ALLT LAND Flutningur með Flytjanda 500 kr. hvert dekk Bíldshöfða 5a, Reykjavík Jafnaseli 6, Reykjavík Dalshrauni 5, Hafnarfirði (Knarrarvogi 2, Reykjavík Ath. ekki dekkjaþjónusta) Aðalnúmer: 515 7190 Opið: Virka daga kl. 8-17 Laugardaga: sjá MAX1.is Fáðu 20% afslátt af NOKIAN dekkjum og styrktu Bleiku slaufuna um leið Max1_BleikaSlaufan_3x19_20150914_END.indd 1 19.9.2016 13:34:36 Hér er hann loksins kominn, kosningaleiðar- vísir Lífsins, fyrir fólk sem byrjar alltaf aftast í blaðinu og hefur engan áhuga á stjórn- málum. Það er alltaf verið að hvetja til þess að allir kjósi og nú er enn auðveldara að upp- fylla þær óskir með aðstoð Lífsins. Lífsins Nú er komið að því – kosningadagur. Þó eru ekki allir með á nótunum hvað kjósa skuli og ekki er þetta endalausa kvabb í fjölmiðlum um tölur og pró- sentur og loforð sem standast ekki neitt að hjálpa mikið. Hjá sumum blandast öll þessi pólitík saman og verður að stanslausu suði sem þagnar ekki fyrr en síðasta atkvæðið hefur verið talið. Engar áhyggjur. Við hjá Lífinu höfum rannsakað málið, tekið allar prósentur og flóknar pólitískar afstöður og kastað þeim og birtum hér auðskiljanlegan kosningaleiðar- vísi fyrir fólk sem hefur engan áhuga á stjórnmálum. Vinstri græn xV Einkar þægilegur flokkur – í nafni hans kemur strax ýmislegt fram sem hægt er að byggja á. Greinilega um vinstri flokk að ræða og hann er grænn – þar er líklega um einhvers konar umhverfis­ stefnu að ræða, en við getum þó ekki verið alveg viss. Vinstri græn lofa því í myndböndum að þau ætli að bjóða upp á kokteila, mögulega blanda þá fyrir landsmenn. Eins ætlar flokkurinn að afhausa að minnsta kosti eitt hross í nafni listarinnar og blóð þess þá líklega notað til að rita upp stefnu flokksins, en eins og flestir vita er það að rita í blóð mjög sterkt og kemur skila­ boðum á framfæri. Sjálfstæðisflokkurinn xD Sjálfstæðisflokkurinn hefur staðið sig vel í að ein­falda hlutina fyrir okkur, Bjarni Ben (formaður flokksins – eins konar yfirmaður í flokknum) bakaði flotta köku og gengur iðulega með bindi. Blár er litur flokksins og er það mjög róandi litur en þó með snert af ákveðinni depurð, gæti vísað til einhvers konar tvíhyggju innan flokksins en allir sem Lífið spurði neituðu að svara öllum spurningum um þetta mál. Eftir að hafa lesið umræðuna á internetinu með mis­ miklum áhuga skilst okkur að flokkurinn ætli að bjóða upp á ódýrar ferðir til Panama. Einnig lofar flokkurinn að Garða­ bær verði höfuðborg landsins, líklega yrði þá Alþingi flutt á Garðatorg, jafnvel Alþingishúsið í heild sinni. Sjálfstæðis­ flokkurinn, eða Sjallaflokkurinn eins og okkur sýnist unga fólkið kalla hann, hefur það líka á sinni stefnuskrá að fella niður tolla á jakkaföt og róttæki armur flokksins vill ganga svo langt að gera aðsniðin jakkaföt að þjóðbúningi Íslands. Samfylkingin xS Samfylkingin er ákaflega vinalegur og jákvæður flokkur sem vill gefa öllum tækifæri og í versta falli er fólk bara „fínt þegar maður er einn með þeim“ í Sam­ fylkingunni. Sé flokkurinn litgreindur kemur þó mögulega dekkri mynd í ljós en rauður er hans einkennislitur – litur REIÐINNAR. Samfylkingin hefur lofað því að ef flokkurinn verði kosinn munu þingmenn hans gefa sér góðan tíma í að taka rúnt á bæði Twitter og Facebook og hrósa fólki þar. Einnig hefur Samfylkingin lofað því að klappa hundum og köttum á ferðum sínum um bæinn. Viðreisn xC Í Viðreisn er fólk úr Sjálfstæðisflokknum sem býr ekki í Garðabæ og finnst Ísbúð Vesturbæjar gera besta ísinn skilst okkur. Sjálfstæðisflokkurinn ætlaði líka að fara í staffaferð til Cancun en allir sem fóru svo síðar í Viðreisn vildu frekar fara til Bene (Benidorm, sko). Viðreisn er alltaf að kasta pílu í mynd af Bjarna Ben og lofa að „roast­a“ hann á Café Rosenberg eins og var gert við Hugleik. Þau vilja líka að Benidorm sé gerður að opinberum sumarleyfisstað á Íslandi. Píratar xP Píratar eru ekki sjóræningjar, enda eru sjórán ekki stunduð við strendur Íslands. Allir í Pírötum eru góðir á tölvur og hafa kannski, eða kannski ekki, sótt að minnsta kosti einn torrent af Deildu. Fjólublár er litur flokksins sem við áttum okkur ekki á hérna á greiningardeild Lífsins en mögulega er það vísun í Prince sem lést á árinu (RIP). Annars berst flokkurinn fyrir því að kvikmyndin Hackers verði tekin mjög alvarlega og að það verði sett í stjórnar­ skrána að fyrsta Matrix­myndin sé sú eina góða í seríunni. Píratar vilja einnig breyta sjálfri stjórnarskránni í PDF­skjal sem sé öllum aðgengilegt á stjornarskra.is. Framsókn xB Framsóknarflokkurinn kemur úr sveitinni, nánar tiltekið Skagafirði, og elskar lambakjöt, mjólk beint af spena og ferskan flór á fögru túni. Fyrrverandi formaður flokksins er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, en hann barðist hat­ rammlega fyrir aðskilnaði hægri og vinstri hluta skópars á fæti og flokkurinn ákvað í framhaldinu að gera Sigurð Inga Jóhannsson að formanni. Sigurður hefur síðan átt greiða leið hingað í Lífið, aðallega vegna þess að við erum mjög upptekin af þumalhringnum hans og geggjuðum klút sem hann var einu sinni með um hálsinn. Annars er stefna flokksins sáraeinföld: ókeypis áburðar­ sekkur handa öllum fjölskyldum í landinu, perukökur eru bestu kökurnar og öll börn send í sveit. Síðan verður opinber megrunarkúr flokksins, Íslenski kúrinn, nýtt við­ mið fyrir næringarráðgjöf á Íslandi og prentuð verða plaköt svipuð og næringarpýramídaplakötin sem allir muna eftir og hengd upp í grunnskólum landsins. Björt framtíð xA Í Bjartri framtíð er mikið af geggjað nettu fólki sem fór samt af einhverri ástæðu í pólitík. Aðal gaurinn hjá þeim er í hljómsveit en það hefur alltaf verið mjög töff en á sama tíma eru stjórnmál ekki töff, við svitnum. Björt framtíð hefur lagt mikla áherslu á að breyta klukk­ unni þannig að allir geti sofið út á morgnana. Flokkurinn hefur heimtað að hver föstudagur sé „freaky Friday“, að minnsta kosti á Alþingi og seinna meir má skoða það að færa út kvíarnar og hafa fleiri daga vikunnar „freaky“. Síðan hefur Björt framtíð stungið upp á því, óþolandi oft segja sumir, að lagið Skítapakk með hljómsveitinni Dr. Spock verði nýr þjóðsöngur Íslands. Kata Jak Kata er geggjað fín og býr í Vestur­ bænum en á þó ekki hjól Bjarni Ben Bjarni Ben er áhuga­garð­ yrkjumaður sem fékk stjórnmála­ kunnáttuna í vöggugjöf Oddný Harðar Hefur aldrei fengið sér pulsu en hún sleppir alltaf remúlaðinu skilst okkur Benni Jó Benni vann einu sinni sem BT­ músin Smári McCarthy Smára finnst rosa gaman að reikna og skjóta en heldur því leyndu Sigurður Ingi Sigurður hrIngi (haha) talar hátt og er alltaf með viskípela í brjóstvas­ anum Óttarr Proppé Óttarr er oft í glimmergalla öskrandi í hljóðnema, það þarf ekkert snúa út úr því 2 9 . O K t Ó B E r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r64 L Í F I ð ∙ F r É t t A B L A ð I ð 2 9 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :3 9 F B 1 1 2 s _ P 1 0 8 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 1 0 1 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 1 1 2 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 B 1 C -4 6 0 0 1 B 1 C -4 4 C 4 1 B 1 C -4 3 8 8 1 B 1 C -4 2 4 C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 1 1 2 s _ 2 8 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.