Fréttablaðið - 29.10.2016, Page 110
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Svanur Valgeirsson svanur@365.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 512-5401: Gústaf Bjarnason gustaf@365.is,
Hafsteinn Hafsteinsson hafsteinn@365.is, Hjördís Zoëga hjordis@365.is, Sigfús Örn Einarsson sigfus@365.is, Örn Geirsson orn.geirsson@365.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI
512-5402: Atli Bergmann atli.bergmann@365.is, Jóhann Waage johannwaage@365.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@365.is, Ólafur H. Hákonarson olafurh@365.is, FÓLK OG
SÉRBLÖÐ EFNI: Sólveig Gísladóttir solveig@365.is og Vera Einarsdóttir vera@365.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 512-5403: Hrannar Helgason hrannar@365.is,
Viðar Ingi Pétursson vip@365.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 512-5407: Arna Rut Kristinsdóttir arnarut@365.is, Sigrún Helga Guðmundsdóttir sigrunh@365.is
Lífið í
vikunni
23.10.16-
29.10.16
Við Látum ekki taLa
sVona Við okkur
Lífið ræddi við þær
Lindu Pétursdótt-
ur (Ungfrú Ísland
1988), Hugrúnu
Harðardóttur
(Ungfrú Ísland
2004) og Fanneyju
Ingvarsdóttur (Ung-
frú Ísland 2010) fyrrum fegurðar-
drottningar Íslands um stóra Örnu
Ýrar málið. Þær þurftu aldrei að þola
viðlíka framkomu og Arna varð fyrir.
Framkvæmdastjóri Ungfrú Ísland
segir Örnu hetju með bein í nefinu.
Bestu BíLarnir í Bíó
Æskudraumar emmsjé
Gauta rÆtast
Rapparinn Emmsjé Gauti gefur út
plötu í nóvember og mun gripurinn
bera titilinn 17. nóvember eftir
afmælisdegi hans. Í tengslum við út-
gáfuna lét hann framleiða Emmsjé
Gauta dótakall sem hefur lengi
verið einn draumur hans. Mögulega
munu nokkur
eintök fara í sölu
í framhaldinu og
fetar hann því
að vissu leyti í
fótspor Birgittu
Haukdal.
Frá noBu tiL ísLands
Meistarakokkurinn Mark Morrans
frá hinum margrómaða japanska
veitingastað Nobu er á landinu og
verður fram yfir áramót til að að-
stoða við opnun veitingastaðarins
Burro. Lífið náði í Mark á milli
anna og spurði hann út í fræga
fólkið á Nobu.
Í síðustu viku var tilkynnt að
framleidd yrðu 300 ný eintök af
DeLorean DMC-12 úr Back to the
Future-myndunum. Lífið velti af
því tilefni fyrir sér nokkrum fleiri
frægum bíóbílum sem áhugavert
væri að koma aftur út á göturnar.
Þessi mikli áhugi kemur skemmtilega á óvart," segir grínistinn Ari Eldjárn, en miðar á uppistandssýninguna hans Áramótaskop seldust
upp á einum degi og miðasala á
aukasýningu sem bætt var við rjúka
sömuleiðis út. Aðspurður segir
hann að vel gæti komið til greina
að bæta þriðju sýningunni við ef
miðarnir á aukasýninguna seljast
fljótt upp.
Ari setur Áramótaskopið sitt upp
í Háskólabíói á næstsíðasta degi
ársins, 30. desember, og ætlar að
gera upp árið 2016 og helstu atburði
þess. Hann segir nafnið á sýning
unni hafa fæðst þegar hann var lítill
og metnaðarfullur grínisti. „Þegar ég
var krakki bjuggum ég og Grímur
frændi minn alltaf til okkar eigið
tíu mínútna Áramótaskop sem við
tókum upp á vídeóvél og sýndum
fjölskyldunni rétt á undan alvöru
Skaupinu á gamlárskvöld. Við fórum
í alls kyns búninga og gerðum grín að
fólki í sjónvarpinu og sýning Áramó
taskopsins okkar var heilög athöfn.
Þá var nokkurs konar samkeppni við
Skaupið á mínu eigin heimili, en mig
dreymdi um leið um að fá einhvern
daginn að taka þátt í að gera Skaup
ið sjálfur. Nú hefur það gerst fjórum
sinnum og þá finnst mér gráupplagt
að endurvekja bara Áramótaskopið
mitt,“ segir Ari og bætir við að það
sé ákveðin áskorun fólgin í því að
semja sýningu sem byggir að miklu
leyti á fréttatengdum málum. „Yfir
leitt elti ég bara það sem mér finnst
fyndið og það geta verið eldgamlar
sögur eða eitthvað mjög abstrakt.
Ég næ auðvitað aldrei að taka allt
sem gerðist á árinu fyrir í Áramóta
skopinu og það verður fróðlegt að
sjá hvað endar inni, því það er slatti
eftir af árinu og margt sem á eftir að
gerast.“
Til að viða að sér efni fyrir sýn
inguna hefur Ari fylgst vel með
fréttum og lúslesið helstu miðla á
árinu. „Strax í apríl grunaði mig að
þetta ár yrði miklu viðburðaríkara
en mörg önnur og það hefur heldur
betur komið á daginn,“ segir Ari.
kjartang@frettabladid.is
næ aldrei öllu
Grínistinn ari eldjárn hefur setið sveittur við að fylgjast með
fréttum á árinu til að viða að sér efni fyrir uppistandssýningu sína.
● Auka blóðflæði í
höfði;
● Slaka á vöðvum í
hnakka;
● Bæta öndun með
því að slaka á
axlasvæði;
● Samhæfa ósjálfráða
taugakerfið;
● Slaka á vöðvum í
efri hluta kviðar;
● Bæta virkni
meltingar kerfisins;
● Bæta blóðflæði í
nára.
ÖRVUN MEÐ SVÆÐANUDDS-
INNLEGGI MIÐAR AÐ ÞVÍ AÐ:
FAXAFENI 5
Reykjavík
588 8477
DALSBRAUT 1
Akureyri
588 1100
SKEIÐI 1
Ísafirði
456 4566
SLÖKUN OG VELLÍÐAN
F YRIR ALL AN LÍK AMANN
N ÝJ U N G Í B E T R A B A K I
BYLTING FYRIR
ÞREYTTA FÆTUR
7.900 K R.
Með fimmsvæða nuddinnleggi UNDRA heilsuinni
skónna nærðu slökun og vellíðan sem dregur úr
spennu og örvar blóðflæði. Skórnir
eru fallegir, hlýir og einstaklega
þægilegir. Fáanlegir í dökkgráu eða
ljósu flókaefni.
Komdu og prófaðu!
UNDRI HEILSUINNISKÓR
B Y LT I N G A K E N N T
5 S VÆ Ð A N U D D I N N L E G G
EM 2016
Frumraun íslenska karlalandsliðsins
á stórmóti var merkileg fyrir ótrú-
lega margt. Aldrei hafa jafn margir
Íslendingar safnast saman á sama
stað erlendis og velgengni við
þessar aðstæður er frekar nýtt fyrir-
bæri fyrir okkur. Endalausir vinklar
í boði.
Panamaskjölin
Ég held að maður hefði þurft að
vera ansi einangraður frá umheim-
inum til að hafa misst af þessu. Klár-
lega áhrifaríkasti viðburður ársins
og eftirskjálftarnir eru enn í fullum
gangi. Gullnáma af gríni.
Kosningar
Nýr forseti og ný ríkisstjórn á sama
ári. Mest spennandi og flóknasta
kosningaár sem ég man eftir. Sumir
flokkar loga stafnanna milli og gætu
hrunið eða þurrkast út. Aldrei fleiri
skoðanakannanir, aldrei fleiri flokkar
og valkvíðinn eftir því. Línur verða
vonandi farnar að skýrast fyrir 30.
desember.
Justin Bieber í Kórnum
Jafn margir Íslendingar og fóru út
að styðja landsliðið komu til að sjá
Justin Bieber, sem setti alls konar
met í heimsókn sinni og er meðal
annars fyrsti maðurinn sem lendir á
Reykjavíkurflugvelli til að taka þyrlu
í Bláa lónið!
Ferðamannastraumurinn
Áhugi ferðamanna á landinu virðist
ekkert vera að minnka og nýjar leiðir
til að hagnast á túrismanum eru
fundnar upp daglega. Síldarævintýri
vorra daga.
5 hlutir
sem hafa vakið athygli Ara Eldjárn og
verða hugsanlega í Áramótaskopinu
Ari Eldjárn
hefur fylgst vel
með fréttum
á árinu FRÉTTA-
BLAÐIÐ/GVA
2 9 . o k t ó b e r 2 0 1 6 L A U G A r D A G U r66 L í f i ð ∙ f r É t t A b L A ð i ð
2
9
-1
0
-2
0
1
6
0
4
:3
9
F
B
1
1
2
s
_
P
1
1
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
9
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
1
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 1
B
1
C
-3
2
4
0
1
B
1
C
-3
1
0
4
1
B
1
C
-2
F
C
8
1
B
1
C
-2
E
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
1
1
2
s
_
2
8
_
1
0
_
2
0
1
C
M
Y
K