Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 6
Allt á einum stað: Sólarfilmur í miklu úrvali. Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda og strigaprentun. Sandblástursfilmur. Banner-up standar og harðspjöld. GSM hulstur og margt fleira... Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email: konni@xprent.is Bílamerkingar Límmiðar Sandblásturs filmur Sólarfi lmur Sólarfilmur í miklu úrvali. Prentun, merkingar og frágangur. Inni- og útimerkingar. Segl- og límmiðaprentun. Ljósmynda og strigaprentun. Sandblástursfilmur. Banner-up standar og harðspjöld. GSM hulstur og margt fleira... Sólarfilmur Xprent er með lausnina fyrir bæði heimili og fyrirtæki. Sólarfilmurnar eru frá SunTek og eru til í mismunandi tegundum og styrkleikum. Xprent ehf - Sundaborg 1 - 104 Reykjavík - Sími 777-2700 - email: konni@xprent.is Sólarfilmur! „Það eru mjög mótsaganakenndar fréttir af þessu,“ sagði Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women í Evrópu og Mið-Asíu, sem búsett er í Istanbúl, í gærkvöldi. Hún sagði fátt hafa bent til þess að herinn hygðist reyna að ræna völdum í landinu. „En auðvitað hefur ástandið verið að versna jafnt og þétt og auð- vitað er öryggisástandið talsvert verra en það var. En það var ekki neitt sem benti til þess að herinn væri að undir- búa sérstakar aðgerir. Satt að segja var tilfinngin sú að forsetanum hefði tek- ist að beygja herinn undir sig á undan- förnum árum,“ sagði Ingibjörg. Hún var stödd á heimili sínu í Istan- búl ásamt eiginmanni sínum Hjörleifi Sveinbjörnssyni og sagði að fá merki þess sæust í hennar nærumhverfi að valdarán stæði yfir. „Við sjáum engin ummerki hér, það eru engin hern- aðarfartæki hér á götunum, þetta er bara kyrrlátt föstudagskvöld.“ Þá sagði hún það hafa verið ein- kennilegt að sjá Erdogan, forseta landsins, í útsendingu í gegnum snjallsíma. „Það var mjög sérkenni- legt að sjá hann í mynd á iPhone. Þar virðist hann vera að hvetja fólk til að fara út á göturnar. Ég geri ráð fyrir því að hann væri ekki að gera það ef þeir hefðu stjórn á atburða- rásinni.“ – ih Fátt sem benti til valdaráns Tyrkir streymdu út á göturnar í gærkvöldi eftir að Recep Tayyip Erdoğan, forseti landsins, hvatti þá til þess. Þeir mótmæltu með því valdaráni hluta hersins. Í kjölfarið kom til átaka milli uppreisnarmanna og mótmælenda þar sem skothvellir heyrðust. FRéTTablaðið/Epa Satt að segja var tilfinngin sú að forsetanum hefði tekist að beygja herinn undir sig á undanförnum árum. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, svæðisstjóri UN Women Íslendingar haldi sig innandyra Borgaraþjónusta utanríkisráðu- neytisins stendur vaktina vegna fregna af valdaráninu í Tyrklandi og beinir þeim tilmælum til ís- lenskra ferðamanna í Tyrklandi og Íslendinga búsettra í landinu að láta aðstandendur á Íslandi vita af sér. Einnig að halda sig innandyra og fylgjast með þróun mála. Þetta kemur fram í tilkynningu frá utan- ríkisráðuneytinu sem send var í gærkvöldi. Einnig að utanríkisráðuneytið afli frekari upplýsinga og verði frekari tilmæli send út eftir því sem ástand mála skýrist. Hægt sé að ná í borgaraþjónustu utan- ríkisráðuneytisins í síma 5459900 allan sólarhringinn. tyrkland Hluti tyrkneska hersins gerði tilraun til að ræna völdum í landinu í gærkvöldi. Binali Yildirim, forsætisráðherra Tyrklands, kom fram í tyrknesku sjónvarpi um átta- leytið í gærkvöldi og sagði að hluti hersins hefði gert tilraun til valda- ráns í landinu en þjóðkjörin stjórn hans væri enn við völd og yrði það þar til tyrkneskur almenningur segði annað. Í kjölfarið upphófst mjög mótsagnakennd atburðarás. Hálftíma síðar gaf hópur innan hersins frá sér yfirlýsingu á ríkis- sjónvarpsstöðinni TRT þar sem hann sagði herinn hefði tekið völd- in til að vernda lýðræði í landinu. Skömmu síðar var lýst yfir útgöngu- banni í flestum borgum á sömu sjónvarpsstöð og að herlög hefðu tekið gildi í landinu. Þá höfðu tyrkneskir hermenn lokað brúm yfir Bosporussund og flugvöllum í Istanbúl og Ankara, höfuðborg landsins. Fregnir bárust einnig af skothvellum í Ankara og Istanbúl. Í kjölfarið var hætt við allt flug til og frá landinu. Sjónvarvottar sáu herþotur fljúga yfir borgirnar. CNN Turk hafði eftir einum af leiðtogum AK flokksins, flokks Recep Tayyip Erdoğan forseta landsins, að herinn hefði ráðist inn í höfuðstöðvar flokksins í Istanbúl og beðið flokksmenn að yfirgefa bygginguna. Um nítíu mínútum síðar ávarpaði Erdoğan þjóðina í myndsímtali á snjallsíma, frá Marmaris þar sem hann var sagður vera í sumarfríi. Þar sagði hann  að valdaráninu yrði svarað af hörku og að þeir sem bæru ábyrgð á því myndu greiða það dýru verði. Hann hvatti borgarbúa til að fara út á götur landsins. Stuttu síðar birtist hann í viðtali við blaðamenn þar sem hann ítrekaði fyrri orð sín. Í kjölfarið flykktist hópur fólks út á götur Istanbúl og Ankara til stuðn- ings forsetanum. Til átaka kom milli mótmælanda og uppreisnarmanna þar sem skothvellir heyrðust. Tyrkneskur ríkisfjölmiðlar greindu frá gíslatöku í höfuðstöðvum hersins í Ankara. Á meðal gísla væri einn æðsti hershöfðingi hersins. Þá var greint frá því að ráðist hefði verið inn á skrifstofur tyrkneskra ríkisfjöl- miðla og símar verið aftengdir. Reu- ters greindi frá því að lokað hefði verið á aðgang að Facebook, Youtube og Twitter í landinu. Þegar blaðið fór í prentun í gærkvöldi hafði komið til skotbardaga á milli lögreglu og her- manna. Skotið var úr skriðdrekum við tyrkneska þinghúsið og fjöldi lögreglumanna lá í valnum. ingvar@frettabladid.is Upplausnarástand í Tyrklandi Hluti tyrkneska hersins reyndi að ræna völdum í landinu í gærkvöldi. Brúm yfir Bosporussund og flugvöll- um í Istanbúl og Ankara var lokað. Forseti landsins sagði fólki að fara út á göturnar til að mótmæla hernum. Svarið þeim með því að fara út á göturnar. Recep Tayyip Erdoğan, forseti Tyrklands Það þarf að fara aftur á nítjándu öld til að skilja það sem er að gerast. Eiríkur Bergmann Einarsson, stjórn- málafræðingur Eiríkur Bergmann Einarsson stjórn- málafræðingur sagði í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi erfitt að fullyrða hvað væri að gerast í Tyrk- landi enda atburðarásin enn að skýrast og í fullum gangi. Aftur á móti eigi Tyrkland arfleifð sem líta þurfi til. „Það þarf að fara aftur á nítjándu öld til að skilja það sem er að gerast, þegar Ataturk breytti Tyrklandi úr íslömsku ríki í veraldlegt, vest- rænt ríki. Allar götur síðan hefur verið togstreita milli íslamskra og vestrænna afla í Tyrklandi enda er landið mæraland á milli austurs og vesturs.“ Eiríkur útskýrir að herinn hafi alla tíð litið á það sem sitt hlut- verk að vernda arfleifð Ataturks og flytja landið frá íslam. Herinn hafi líka í gegnum tíðina tekið völdin í landinu þegar honum hafi fundist stjórnvöld fara út fyrir mörkin. „Erdogan forseti hefur hallað sér meira að íslömskum öflum en við höfum séð síðustu áratugi á undan í Tyrklandi. Þess vegna er engin leið að líta á þessa atburði burtséð frá þessari arfleifð,“ segir Eiríkur. „Erdogan fór í aðgerðir gegn hernum fyrir sex árum og hafði náð ítökum innan hans. Fólk hélt að hann hefði fulla stjórn, þess vegna kemur þetta jafnvel á óvart þótt þetta sé í takt við það hlutverk sem herinn hefur haft í gegnum tíðina. Herinn er eitt sterkasta aflið í Tyrk- landi.“ – ebg Átök á milli austurs og vesturs Til átaka kom á milli lögreglu og her- manna í gærkvöldi. FRéTTablaðið/Epa 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l a U G a r d a G U r6 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -D C 7 0 1 A 0 4 -D B 3 4 1 A 0 4 -D 9 F 8 1 A 0 4 -D 8 B C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.