Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 24
heit lifrarpylsa
Magnea Marinósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur hefur undanfarin ár starfað í
Afganistan, Bosníu, Kósovó og starfar nú í Palestínu.
„Ég sakna í raun og veru einskis þegar ég er í burtu en hlakka þeim mun meira til að
koma heim og fá mér mitt þjóðlega sælgæti. Eitt það fyrsta sem ég geri eftir að ég
lendi er að fara í Melabúðina og kaupa mér heita lifrarpylsu. Svo er það harðfiskur
með smjöri og kleinur, kringlur og súkkulaðisnúður. Þegar ég fer til Akureyrar þar
sem ég er fædd og uppalin líður mér eins og Gollum í Hringadróttinssögu en í stað
hringsins eru það ástarpungar og soðið brauð sem heltaka hugann. Ég tek stefnuna ein-
beitt að minni uppáhaldsbrauðbúð, framkvæmi kaupin hratt og örugglega og held svo
inn í eldhúsið hjá föður mínum þar sem ég gæði mér á kræsingunum! Þar er hápunktinum
náð! Einu sinni sem oftar fór ég í Melabúðina til að kaupa mér heita lifrarpylsu og fór með hana heim til syst-
ur minnar sem á fjögur börn. Næstyngsti sonurinn, Einar Valur, sem þá var fjögurra ára, er mikill matgæð-
ingur og hann þáði lifrarpylsu. Svo sátum við tvö, ég og hann, og borðuðum lifrarpylsuna saman í þögn fyrir
utan regluleg velþóknunar- og vellíðunarhljóð sem við gáfum frá okkur. Ég hef sjaldan upplifað jafn mikla
samkennd og einlægan skilningi á þeirri ánægju sem fylgir því að borða mat sem maður hefur saknað lengi.“
Útgefandi
365 miðlar ehf. | Skaftahlíð 24 | s. 512 5000 | fax 512 5301
UmSjónarmaðUr aUglýSinga
Jón Ívar Vilhelmsson| jonivar@365.is | s. 512-5429
ÁbyrgðarmaðUr
Svanur Valgeirsson
Veffang
visir.is
Hvaða sælgætis
saknar þú mest?
Margs er að sakna þegar flutt er frá heimahögunum á Íslandi og út í hinn stóra
heim. Nokkrir brottfluttir Íslendingar voru inntir eftir því hvaða íslensks sælgætis
þeir sakna mest og svörin voru allt frá fjólubláum tópas til ástarpunga.
magnea marínósdóttir saknar þess mest
að geta ekki keypt sér ástarpunga og heita
lifrarpylsu þegar löngunin grípur hana.
Sykurávöxtur og mandarína frá Papúa
nýju-gíneu eru það sælgæti sem helst
freistar eggerts gunnarssonar í 32
stiga hita.
Svanhildur Heiða væri til í að geta
keypt bland í poka í dúbaí en verður að
láta sér nægja sendingar að heiman.
lakkrís í ýmsum útgáfum er vinsæll hjá
Íslendingum sem búa erlendis.
Bland Í poka
svanhildur heiða snorradóttir er flugfreyja hjá
Emirates-flugfélaginu í Dúbaí.
„Ég er ekki búin að búa lengi í útlöndum en
ég er strax farin að sakna alls konar sælgæt-
is frá Íslandi. Það sem ég sakna helst er sterkur
brjóstsykur, bland í poka og svo auðvitað íslensk-
ur lakkrís! Ég er búin að borða endalaust mikið
af súkkulaði síðan ég flutti til Dúbaí og þá verður
Kinder-súkkulaði oftast fyrir valinu. Ég hef aldrei verið
mikið fyrir súkkulaði og borðaði lítið sem ekkert súkkulaði þegar ég bjó
á Íslandi en núna borða ég súkkulaði eins og ég veit ekki hvað. Ég held að
það sé vegna þess að ég þarf að vakna á mismunandi tímum sólarhrings-
ins og sef ekki nóg svo súkkulaðið gefur mér orku og huggun þegar mikið
er um að vera. Planið er að alltaf þegar ég kem í heimsókn eða ef vinir
mínir sem búa í Dúbaí fara til Íslands að þeir komi með stafla af íslensku
nammi fyrir mig til baka. Það væri svo geggjað gott að fá bland í poka
með sterkum brjóstsykri, íslenskum lakkrís frá Kolaportinu, saltlakkrís
og fjólubláan Tópas. Íslenskt nammi er besta nammi í heimi.“
sykuráVöxtur og MandarÍna
eggert gunnarsson framleiðslu- og fréttastjóri hjá
stærstu sjónvarpsstöð Papúa Nýju-Gíneu
„Ég, nammigrísinn ógurlegi, hef að mestu leyti
hætt að borða sælgæti hér enda langar mann
einhvern veginn minna í súkkulaði í 32 stiga
hita. Ég sakna íslensks sælgætis þess vegna
furðu lítið. Hef til dæmis ekkert hugsað um Hrís
eða Nóakropp síðan ég kom hingað í janúar sem
er það nammi sem ég féll oftast fyrir. Fjölskyldan
kom í heimsókn hingað um daginn en þau komu ekki
með neitt íslenskt nammi með sér enda hefði það verið orðið ansi mauk-
að eftir 34 tíma ferðalag. Mesta sælgætið hér eru ávextirnir. Mangó, an-
anas og bananar eru miklu betri á bragðið hér en annars staðar sem ég
hef prófað. Svo uppgötvuðum við sykurávöxt eða „sugarfrutt“ á meðan
fjölskyldan var hér. Sá ávöxtur er algert nammi.“
lakkrÍs og suðusúkkulaði
guðrún Jóhanna ólafsdóttir
söngkona hefur búið erlendis í næstum tvo áratugi – lengst af í Madrid.
„Uppáhaldsnammið mitt er lakkrís en ef sælgætisþráin gríp-
ur mig þá er ég líka alltaf veik fyrir Suðusúkkulaði frá Nóa
Siríus. Svo hafa Nóa-páskaegg líka alltaf verið í upp-
áhaldi en ég er reyndar svo lítill nammigrís að
ég afþakkaði páskaeggið sem mamma ætlaði
að senda mér í vor. Hún hefur alltaf sent
mér páskaegg en í þetta skipti fannst mér
ómögulegt að vera að senda súkkulaði
milli landa.“
TM
...verðlaunin fyrir besta
bíónammið fær
Litríkt bíónammi
ALLTAF VIÐ HÖNDINA
Þú getur lesið
Fréttablaðið í heild
sinni á Vísi og í
Fréttablaðs-appinu
... allt sem þú þarft
Þú færð appið á visir.is/fbl eða beint í gegnum
nammidagUr Kynningarblað
16. júlí 20162
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
4
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-E
6
5
0
1
A
0
4
-E
5
1
4
1
A
0
4
-E
3
D
8
1
A
0
4
-E
2
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K