Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 20
Peningarnir hverfa eftir 1-2 ár
KSÍ fékk um 1,9 milljarða króna frá Knatt-
spyrnusambandi Evrópu, UEFA, fyrir þátt-
töku sína og góðan árangur á EM í Frakk-
landi. Þetta eru stjarnfræðilegar upphæðir
fyrir íslenskar íþróttir en til samanburðar má
nefna að íslenska ríkið lagði 100 milljónir
króna í Afrekssjóð ÍSÍ fyrir árið 2016 og hafði
sú upphæð þá hækkað um 30 milljónir frá
árinu á undan. Afrekssjóður ÍSÍ á að nýtast
öllum sérsamböndum þess, KSÍ meðtalið.
Stór hluti af upphæðinni sem KSÍ fékk frá
UEFA var notaður til að standa straum af
kostnaðinum sem hlaust af því að taka þátt í
mótinu í Frakklandi. Uppihald var dýrt sem
og ferðalög á milli borga og leikja.
Engu að síður tilkynnti Geir Þorsteinsson,
formaður KSÍ, á ársþingi sambandsins í vetur
að 300 milljónir af upphæðinni sem KSÍ fékk
frá UEFA eftir að Ísland tryggði sér þátttöku-
réttinn á EM, 1,1 milljarði króna, myndu
renna til aðildarfélaga sambandsins. Lars
staldrar við það.
„Ég skil það vel og aðildarfélögin eiga að fá
að njóta velgengninnar líka. Hvort sem það
eru stóru félögin eða grasrótarstarfsemin,“
segir hann. „En ég hef líka tekið þátt í að
ræða hugmyndir við þá sem starfa í fræðslu-
málum innan KSÍ um að nota eigi upphæð-
ina til að þróa unga leikmenn. Mér myndi
hugnast mun betur ef slík leið yrði farin til
að styrkja starf félaganna.“
Hingað til hefur því verið haldið fram að
einn af lykilþáttum velgengni íslenska lands-
liðsins sé hversu vel er hlúð að ungum knatt-
spyrnuiðkendum hér á landi og að hver og
einn njóti leiðsagnar menntaðs þjálfara. Lars
segir þó að það þurfi að gera meira fyrir ungt
knattspyrnufólk hér á landi og þá sérstaklega
hvað þjálfun varðar.
„Ég hef séð að félög á Íslandi vinna gott
starf með yngri flokka sína. En það fer svo
að skipta verulegu máli upp á framtíð ungra
knattspyrnumanna og -kvenna hvernig
staðið er að þjálfun þeirra þegar þau komast
á táningsaldur. Þá þarf að vinna eins fag-
lega með þau og mögulegt er og miðað við
núverandi ástand væri hægt að nýta fjár-
magn eins og þetta til að auka gæði þjálfunar
fyrir þennan hóp,“ segir Lagerbäck.
Hann segist hafa samanburð eftir að
svipuð staða kom upp hjá sænska knatt-
spyrnusambandinu þegar hann hóf þar störf
árið 1990. Þá fengu öll félög í efstu tveimur
deildunum í Svíþjóð fjármagn sem þau urðu
að nota til að ráða þjálfara fyrir 16-19 ára
leikmenn.
„Vonandi yrði verkefni sem þetta til þess
að fleiri leikmenn verði lengur á Íslandi. Ég
hef séð sömu þróun í Svíþjóð, þegar ungir
leikmenn halda af landi brott til að sækja sér
betri þjálfun,“ segir Lagerbäck.
„Lykillinn að framtíð íslenskrar knatt-
spyrnu er að örva þjálfara ungra leikmanna
og leikmennina sjálfa. Það er ekki hægt að
nota peninginn í neitt betra en það. Aðstað-
an á Íslandi er fyrir hendi og hægt að bæta
heilmikið með því að fjárfesta í betri þjálfun.
Áhættan við að afhenda félögunum peninga
skilyrðislaust er sú að þeir munu einfaldlega
hverfa eftir 1 til 2 ár,“ segir hann og bætir
við aðspurður að honum myndi til dæmis
hugnast illa að nýtt fjármagn yrði notað í
leikmannakaup eða launahækkanir.
Samstarf þjálfara nauðsynlegt
Ráðningu hans til KSÍ á sínum tíma var tekið
fagnandi enda hafði verið uppi krafa um að
ráða þjálfara til starfa sem hefði alþjóðlega
reynslu, til samanburðar við þá staðreynd
að langflestir leikmenn íslenska landsliðsins
spiluðu utan landsteinanna og hefðu gert frá
táningsaldri. Það þurfti alþjóðlegan þjálfara
til að fara með íslenska knattspyrnulands-
liðið upp á annað og betra stig.
Lars er ekki með neinar hugmyndir um
að íslensk félög ráði erlenda þjálfara til að
geta boðið sínu efnilegasta knattspyrnufólki
upp á þjálfun sem væri sambærileg við þá
sem jafnaldrar þess hjá stórum knattspyrnu-
félögum í Evrópu fá. Það séu til aðrar leiðir til
að ná árangri í þjálfun.
„Það er óraunhæft að ætla að fara sömu
leið og stóru löndin og stóru félögin. Við
verðum að finna okkar eigin leið og finna
hvað við getum gert til að ná árangri á okkar
hátt,“ segir hann og nefnir að einna mikil-
vægast í því tilliti sé aukið samstarf á milli
þjálfara, félaga og knattspyrnusambandsins.
„Það er gott að íslenskir þjálfarar eru vel
menntaðir en menntunin ein og sér er ekki
nóg. Það þarf reynslu líka og hana er hægt að
sækja víðs vegar að og miðla með samstarfi.
Bestu reynsluna hafa yfirleitt þjálfarar lands-
liðanna, eldri og yngri, og þeir þurfa að vera
í nánu samstarfi við þjálfara hjá félögunum
og ræða sín á milli hvernig hægt er að ná sem
bestum árangri.“
Lars vill taka skýrt fram að hann beri mikla
virðingu fyrir þeirri vinnu sem unnin hafi
verið fyrir íþróttina hér á landi.
„Þetta er allt saman undir KSÍ komið og
félögunum sjálfum. En þau ættu að nýta
þetta tækifæri til að setjast niður og ræða
þessi mál almennilega. Nú er komið fram
risastórt tækifæri með tilkomu þessa auka-
fjármagns auk þess sem við höfum lært
mikið af síðustu undankeppni sem og af
dvölinni nú í Frakklandi. Það verður að huga
að langtímalausnum og hvernig KSÍ vill
Næstu daga verður enn
frekað fjallað um Lars
Lagerbäck í miðlum 365.
l Annað kvöld verður sér-
stakur viðtalsþáttur við
hann um gengi Íslands á
EM í Frakklandi sýndur á
Stöð 2 og Stöð 2 Sport.
l Styttri útgáfan er á dag-
skrá Stöðvar 2 klukkan
19.10.
l Viðtalið verður svo í fullri
lengd á Stöð 2 Sport
klukkan 22.00.
l Þá munu næstu daga
birtast greinar á Vísi þar
sem Lars Lagerbäck ræðir
meðal annars um starf-
semi KSÍ og formanninn
Geir Þorsteinsson, reglur
og viðmið sem hann
hefur sett leikmönnum
og starfsmönnum lands-
liðsins, áhyggjur hans af
viðræðum leikmanna við
KSÍ um bónusgreiðslur
og Heimi Hallgrímsson,
meðþjálfara hans hjá
landsliðinu, sem hann
telur í hópi sinna bestu
vina.
Meiri umfjöllun um
Lars Lagerbäck og
íslenska landsliðið
Það er óraun-
hæft að ætla að
fara sömu leið og
stóru löndin og
stóru félögin. Við
Verðum að finna
okkar eigin leið
og finna hVað Við
getum gert til
að ná árangri á
okkar hátt.
skipuleggja sig til framtíðar svo að íslensk
knattspyrna verði enn betri með árunum.“
Nefnd með óskýrt hlutverk
Lars segir að tími hans hjá KSÍ hafi verið
góður og að hann hafi átt í góðu samstarfi við
starfsfólkið þar. Það sé þó ýmislegt sem megi
bæta til að gera umhverfið enn fagmannlegra.
Lars notar orðið „professional“ mikið í við-
talinu og segir að lykillinn að allri velgengni
sé að allir sem koma að starfi KSÍ og lands-
liðsins séu eins fagmannlegir og hægt er. Það
sé grunnkrafa sem hann gerir til leikmanna
sinna og starfsmanna landsliðsins.
„Ef ég er gagnrýninn á störf KSÍ þá er það
vegna þess að þar má ýmsu breyta. Ég tek þó
fram að ég ber virðingu fyrir því hvernig KSÍ
starfar en að baki því er ákveðin menning
sem á sér langa sögu,“ segir hann.
Síðan hann hóf störf hjá KSÍ leitaði hann
annaðhvort til formanns sambandsins, Geirs
Þorsteinssonar, eða framkvæmdastjóra (áður
Þóris Hákonarsonar og nú Klöru Bjart-
marz) þegar taka þurfti ákvörðun um aukin
fjárútlát.
Staðreyndin er hins vegar sú að starfandi
er sérstök landsliðsnefnd sem hefur það
hlutverk að taka allar ákvarðanir sem lúta að
landsliðinu. Lars segir að tilvist hennar hafi í
fyrstu verið sér algjörlega óljós.
„Mín skoðun er sú að landsliðsþjálfarinn
eigi að heyra beint undir framkvæmdastjór-
ann og stjórn [KSÍ]. Og þannig hefur það
raunar verið á mínum árum hjá sambandinu.
Ég vissi bara ekki um nefndina þegar ég hóf
störf og Geir sagði mér að ef það væri eitthvað
sem ég þyrfti þá gæti ég leitað til hans,“ lýsir
Lagerbäck. „Landsliðsnefndin hafði því í raun
enga þýðingu fyrir mér en með tímanum
komst ég að því að hún hafði það yfirlýsta
hlutverk að hafa umsjón með landsliðinu.“
Þjálfarinn verður að eiga lokaorðið
Fjórir nefndarmenn eru í landsliðsnefnd
karla, þeir Rúnar V. Arnarson, Róbert Agnars-
son, Jóhannes Ólafsson og Magnús Gylfason.
Allir hafa þeir gegnt trúnaðarstörfum í knatt-
spyrnunni um árabil, sérstaklega þrír fyrst-
nefndu en Magnús á langan þjálfaraferil að
baki og kom í nefndina á síðasta ársþingi KSÍ.
Nefndarmeðlimir voru allir með í för í
Frakklandi, líkt og öðrum ferðum sem lands-
liðið fer í. Lars hefur þá sýn að hafa eins fáa
starfandi í kringum landsliðið og mögulegt er
og að allir hafi skýrt hlutverk og ábyrgð.
„Ég skil vel að stjórnin þurfi að hafa augu og
eyru í landsliðsumhverfinu til að fylgjast með
því starfi sem þar er unnið. En því meira sem
er af fólki, því meira er talað og truflað. Það er
sérstaklega mikilvægt þegar farið er í lokamót
eins og EM þar sem hópurinn þarf að vera
lengi saman og minnstu atriði geta haft mjög
truflandi áhrif.“
Hann segir að það hafi komið upp dæmi,
þó fyrir Frakklandsförina, þar sem inngrip
landsliðsnefndar hafi valdið ruglingi. „Það
kom fyrir að þeir stigu inn og sögðu starfs-
liði fyrir verkum. Það er mín skoðun að það
eigi enginn að segja starfsliðinu fyrir verkum
nema landsliðsþjálfarinn. Allt verður að fara í
gegnum mig eða Heimi. Ef þjálfarinn stendur
sig svo ekki í starfi þá er stjórn sambandsins
heimilt að fjarlægja hann. En það gengur
ekki að mínu mati að hafa marga yfirmenn.
Þjálfarinn verður að eiga lokaorðið.“
Lars segir að allt hafi verið rætt í þaula áður
en haldið var til Frakklands, ekki síst vegna
uppákomu sem átti sér stað í landsliðsferð
fyrr í vetur. Hann vildi þó ekkert segja um
hvað hafi þá gerst.
„Það sem ég get sagt er að það hafa komið
upp atvik sem urðu meðal annars til þess að
fundað var með nefndinni. En hvað þar átti
sér stað mun ég ekki tjá mig um, það er mál
sem verður að útkljá innan knattspyrnu-
hreyfingarinnar,“ segir Lagerbäck.
Nauðsynlegt að ræða málin
Hann hefur ekki áhyggjur af því að mál
landsliðsins fari í fyrra horf nú þegar hann
lætur af störfum hjá KSÍ. „Að minnsta kosti
ekki á meðan Heimir er landsliðsþjálfari.
Hann hefur það sterkan persónuleika að það
kæmi mér mjög á óvart að það yrði breyting á
störfum landsliðsins til hins verra undir hans
forystu sem landsliðsþjálfara.“
Hann ítrekar að hann hafi átt gott samstarf
við alla hjá KSÍ, líka landsliðsnefndarmeðlimi
sem hann beri virðingu fyrir. „Það er margt
gott í gangi hjá KSÍ en það er mín skoðun að
það þurfi nú að setjast niður og ræða málin
almennilega og frá öllum hliðum. Hvað KSÍ
og íslensk knattspyrna geti gert til að bæta sig
og halda sér í þeim gæðaflokki sem hún er í.
Það er auðvelt að halda að það sé allt frábært
eins og er, ekki síst með tilliti til þess hversu
mikið af peningum flæðir inn, en nú hefst
alvöru prófraunin – getur íslensk knattspyrna
haldið sér á þessum stalli?“
↣
Lars ræðir við blaðamann á hóteli rétt utan við Stokkhólm á dögunum. MyNd/ViLheLM StokStad
1 6 . j ú L í 2 0 1 6 L A U G A R D A G U R20 h e L G i n ∙ F R É T T A B L A ð i ð
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
0
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-B
E
D
0
1
A
0
4
-B
D
9
4
1
A
0
4
-B
C
5
8
1
A
0
4
-B
B
1
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K