Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 16
Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikj-an að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýr- inni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir stein- veggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vett- vang til þess að kynnast nágrönn- unum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamenn- irnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matar smökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina. Nágrannarnir gleðjast saman Það ríkir mikill nágrannakærleikur í Norðurmýrinni og búast má við miklu fjöri á hátíð hverfisins í dag. Fréttablaðið/aNtoN briNk Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Norðurmýrarhátíð verður haldin í annað sinn í dag. Sérstaklega góður andi ríkir í hverfinu og nágrannarnir taka sig saman og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni búa allir í hverfinu. Um helgina Lestu Ástarsögur íslenskra kvenna sem kom út á dög­ unum. Þær Rósa Björk Bergþórs­ dóttir og María Lilja Þrastardóttir söfnuðu saman ástarsögum ís­ lenskra kvenna. HLustaðu á sumarsmellinn Læda Slæda með hljómsveitinni Prins Póló. Horfðu á þáttinn The Night Of sem sýndur er á sunnu­ daginn klukkan 1 eftir miðnætti á Stöð 2. farðu á Kexport sem haldið er í dag frá 12 og stendur til miðnættis. Tólf hljómsveitir koma fram á hátíðinni sem haldin er í fimmta sinn. „Ég ætla að halda fatasölu á pallinum hjá mér á Suðurgötu. Þar verður hægt að gera góð kaup. Kvöldinu ætla ég svo að verja með syni mínum sem er nýkominn heim til Íslands í sumarfrí.“ Katrín Hall, dansari fatamarKaður á paLLinum „Föstudagskvöld fer bara í hugleið­ ingar um hvað ég sé að gera við líf mitt og hvernig ég fái fleiri „followers“ á Twitter. Á laugardag fer ég í brúð­ kaup hjá æskuvinkonu minni. Finnst líklegt að ég eyði sunnudegin­ um í að liggja uppi í rúmi að horfa á OITNB meðan ég óska þess að ég væri aktívari í lífinu.“ Þórdís nadia semi­ chat uppistandari HugLeiðingar um Lífið „Ég ætla að vera mikið á Face­ book og borða skyndibita. Allt innan borgarmarka. Eina áhuga­ verða sem ég ætla að gera um helgina er að kynna mig fyrir nýjum jarðarbúa sem bestu vinir mínir voru að eignast. Bryndís eva ásmundsdóttir, pistlahöfundur faceBooK og sKyndiBiti 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R16 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -D 7 8 0 1 A 0 4 -D 6 4 4 1 A 0 4 -D 5 0 8 1 A 0 4 -D 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.