Fréttablaðið - 16.07.2016, Síða 16

Fréttablaðið - 16.07.2016, Síða 16
Við erum svo miklir vinir hérna í hverfinu. Kveikj-an að þessu var að gera eitthvað fallegt og vekja upp samfélagslega vitund,“ segir Tinna Gunnur Bjarnadóttir sem stendur að Norðurmýrarhátíðinni sem fram fer í dag. Íbúar hverfisins skreyta garða sína og taka þátt í hátíðinni á mismunandi hátt. Tinna hefur búið í Norðurmýr- inni í tíu ár og segir einstakan anda ríkja þar. Nágrannarnir séu miklir vinir og þar að auki búi listamenn þar nánast í hverju húsi. Henni fannst því tilvalið að safna saman öllum þessum hæfileikum og gera eitthvað skemmtilegt. „Það er mjög góður andi í hverfinu. Hverfið er uppbyggt þannig að allir garðar snúa í suður. Það eru lágir stein- veggir milli garða sem gera það að verkum að maður er mikið að spjalla við fólk í næstu görðum. Ég fékk styrk frá Reykjavíkurborg í fyrra sem gerði mér kleift að redda hljóðkerfi og skreytingum. Þetta heppnaðist svo rosalega vel í fyrra og það hlakka allir til að koma í ár,“ segir hún. Tinna segir hátíðina vera vett- vang til þess að kynnast nágrönn- unum betur og líka fyrir þau til að láta ljós sitt skína. Allir listamenn- irnir sem koma fram búa í hverfinu. „Þetta er svona götuhátíð almúgans þar sem allir geta komið fram og sýnt sitt,“ segir hún. Fjölbreytt dagskrá er á hátíðinni fyrir alla aldurshópa. Bílskúrssölur, skottmarkaðir, listaverkasýningar, plöntuskipti, ljóðaupplestur, matar smökkun, jóga og tónleikar svo eitthvað sé nefnt. Andlitsmálning verður í boði fyrir börnin og ís. Hátíðin byrjar klukkan 12 á Bollagöturóló og stendur langt fram eftir kvöldi með tónleikum. Allir eru velkomnir á hátíðina. Nágrannarnir gleðjast saman Það ríkir mikill nágrannakærleikur í Norðurmýrinni og búast má við miklu fjöri á hátíð hverfisins í dag. Fréttablaðið/aNtoN briNk Viktoría Hermannsdóttir viktoria@frettabladid.is Norðurmýrarhátíð verður haldin í annað sinn í dag. Sérstaklega góður andi ríkir í hverfinu og nágrannarnir taka sig saman og bjóða upp á fjölbreytta dagskrá. Listamennirnir sem koma fram á hátíðinni búa allir í hverfinu. Um helgina Lestu Ástarsögur íslenskra kvenna sem kom út á dög­ unum. Þær Rósa Björk Bergþórs­ dóttir og María Lilja Þrastardóttir söfnuðu saman ástarsögum ís­ lenskra kvenna. HLustaðu á sumarsmellinn Læda Slæda með hljómsveitinni Prins Póló. Horfðu á þáttinn The Night Of sem sýndur er á sunnu­ daginn klukkan 1 eftir miðnætti á Stöð 2. farðu á Kexport sem haldið er í dag frá 12 og stendur til miðnættis. Tólf hljómsveitir koma fram á hátíðinni sem haldin er í fimmta sinn. „Ég ætla að halda fatasölu á pallinum hjá mér á Suðurgötu. Þar verður hægt að gera góð kaup. Kvöldinu ætla ég svo að verja með syni mínum sem er nýkominn heim til Íslands í sumarfrí.“ Katrín Hall, dansari fatamarKaður á paLLinum „Föstudagskvöld fer bara í hugleið­ ingar um hvað ég sé að gera við líf mitt og hvernig ég fái fleiri „followers“ á Twitter. Á laugardag fer ég í brúð­ kaup hjá æskuvinkonu minni. Finnst líklegt að ég eyði sunnudegin­ um í að liggja uppi í rúmi að horfa á OITNB meðan ég óska þess að ég væri aktívari í lífinu.“ Þórdís nadia semi­ chat uppistandari HugLeiðingar um Lífið „Ég ætla að vera mikið á Face­ book og borða skyndibita. Allt innan borgarmarka. Eina áhuga­ verða sem ég ætla að gera um helgina er að kynna mig fyrir nýjum jarðarbúa sem bestu vinir mínir voru að eignast. Bryndís eva ásmundsdóttir, pistlahöfundur faceBooK og sKyndiBiti 1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R16 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð helgin 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 6 8 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 5 7 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A 0 4 -D 7 8 0 1 A 0 4 -D 6 4 4 1 A 0 4 -D 5 0 8 1 A 0 4 -D 3 C C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.