Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 22
Að vissu leyti er ég heppin af því að brotið mitt er brotið sem fólk trúir. Nauðg-ararnir mínir eru þessir skrímslavæddu
menn sem þú þekkir ekki og nýta
sér algjörlega aðstöðu þína,“ segir
Eva Brá Önnudóttir sem fyrir rúmu
ári var nauðgað af þremur ókunn-
ugum mönnum. Mennina hitti hún
á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur
en man lítið eftir kynnunum og ekki
hvernig hún komst í íbúð sem þeir
höfðu til umráða.
„Ég man í rauninni ekkert þar til
ofbeldið byrjar. Þá átta ég mig á mér.
Brotin eru frekar skýr í minningunni
og öll atburðarásin varðandi þau. Ég
man vel hvernig mér leið á meðan
og hvað ég hugsaði. Ég var mjög oft
að hugsa að þetta væri nú ekki það
versta sem hefði komið fyrir mig,
þó það sé örugglega ekki rétt. Þarna
var ég bara strax byrjuð að reyna að
bjarga geðheilsunni með ákveðinni
afneitun.“
Eva upplifði að hún væri frelsis-
svipt á meðan á brotunum stóð.
Hún gæti ekki farið. „Ég hefði getað
verið stödd hvar sem er í veröldinni.
Á einum tímapunkti reyndi ég að
komast í tölvu, af því ég var síma-
laus, það var einhvers konar bjarg-
ráð til að annaðhvort finna út hvar
ég væri eða senda einhverjum skila-
boð. En þegar ég kem út úr íbúðinni
átta ég mig á því hvar ég er og að ég
sé í umhverfi sem ég þekki mjög vel.
Það var líka mjög skrýtin upplifun.
Að finnast maður vera lengst í burtu
og komast hvergi en svo ertu þannig
séð bara mjög nálægt heimili þínu.“
Líkamlegir áverkar ekki verstir
Þrátt fyrir að hafa upplifað frelsis-
sviptingu á meðan á brotunum stóð
var ljóst að Eva mátti fara þegar
mennirnir höfðu komið vilja sínum
fram við hana. „Ég hef lesið um það
hvernig nauðgarar enda brot sín
með mismunandi hætti. Mér var
til dæmis ekki hótað, heldur miklu
frekar eins og það hefði ekkert
gerst þarna. Eins og þeim væri alveg
sama.“
Eva Brá fór heim og sagði vini
sínum og sambýlingi fljótt frá brot-
inu. Sá fór beint með hana á neyðar-
móttöku fyrir þolendur kynferðisof-
beldis. Hún var enn í sömu fötunum
og kvöldið áður og ekki búin að fara
í sturtu.
„Ef vinur minn hefði ekki talað
mig til hefði ég líklega aldrei farið á
neyðarmóttökuna. Að sama skapi
ætlaði ég alls ekki í læknisskoðun
þegar þangað var komið og allra
síst að tala við lögregluna. En ég var
töluð inn á að taka eitt skref í einu.“
Læknisskoðun sýndi með óyggj-
andi hætti að ofbeldi hefði átt sér
stað. „Líkamlegu þættirnir, hvað
þeir gerðu nákvæmlega, hefur alltaf
verið eitthvað sem ég hef ekki talað
um. Mér finnst það ekki það mikil-
vægt. Það voru ekki líkamlegu áverk-
arnir, þó þeir hafi verið talsverðir,
sem voru að trufla mig. Ég var mjög
bólgin niður eftir öllu bakinu og með
mikla áverka á kynfærum,“ segir Eva
Brá. Andlegu afleiðingar brotsins séu
alvarlegri og grói seinna en líkam-
legu áverkarnir.
Lögreglan rannsakaði ekki brotið
Eva Brá ræddi við rannsóknarlög-
reglumann á neyðarmóttöku og
sagði honum eins mikið og hún gat
um brotið. Hart var lagt að henni
að kæra brotið en hún segir að á
þessum tímapunkti hafi hún ekki
getað tekið þá ákvörðun. „Ef maður
setur sig í mín spor þá var ég nýbúin
að lenda í mjög erfiðri lífsreynslu
um nóttina og mætti á neyðarmót-
tökuna ósofin og ekki búin að borða
neitt. Í minningunni fannst mér eins
og ég hefði verið í heila eilífð þar. Ef
lögreglan hefði strax farið og rann-
sakað málið hefðu þeir líklega náð
mínum gerendum ósturtuðum. Það
hefði líklega enn verið hægt að finna
ummerki í íbúðinni sem hefðu verið
farin viku seinna. Þau gögn væru þá
að minnsta kosti til þegar ég, kannski
viku seinna, væri búin að fá að anda,
borða og sofa.
Vegna þess að ég vissi ekki hverjir
þetta voru þá gat ég ekki viku síðar
bent á einhverja menn og beðið lög-
regluna um að ná í þá. Af því þeir
voru þrír þá var ekkert víst hver
þeirra bjó í íbúðinni, eða hvort
einhver þeirra bjó þar. Það að lög-
reglan hafi ekki rannsakað málið
hefði jafnvel þýtt að viku seinna,
þegar ég hefði verið tilbúin að kæra,
væri tækifærið farið, íbúðin tóm og
enginn veit hverjir voru þar,“ segir
Eva. Hún ítrekar að hún hafi beðið
lögreglumanninn um að rannsaka
málið, þó hún hafi ekki getað ráðist
í það formsatriði sem kæra er.
„Það er ákveðinn tvískinnungur í
því að hamra á því að möguleikarnir
mínir minnki með hverri klukku-
stund. Þarna var gott tækifæri til að
finna þessa menn og afla sönnunar-
gagna. Þetta er bara spurning um að
slaka aðeins á því að þolendur þurfi
strax að taka ákvörðun um að fara í
gegnum réttarkerfið næstu tvö árin
með tilheyrandi skýrslutökum þar
sem ég hefði þurft að segja frá brot-
unum í minnstu smáatriðum.“
Druslugangan hjálpaði til
Eva Brá var, á þeim tíma sem henni
var nauðgað, sjálf að skipuleggja
Druslugönguna. Druslugangan
verður næst gengin 23. júlí. Eva segir
að tilvist göngunnar og það hversu
vel hún þekkti boðskapinn hafi
hjálpað sér.
„Ég tók aldrei ábyrgð á brotinu
innra með mér. Ég fór strax með
rulluna sem Druslugangan er að
senda stöðugt. Allt ferlið var ég að
segja sjálfri mér að ég bæri ekki
ábyrgð og hefði ekki boðið upp á
þetta. Þannig náði ég að koma í veg
fyrir hugsanir um að ég hefði verið
of full eða að ég hefði bara átt að
vera farin heim. Út af Druslugöng-
unni slepp ég við ótrúlega margar
tilfinningar sem margir eru að díla
við. Það er auðvitað tilgangur göng-
unnar, að sem fæstum líði eins og
þeir beri ábyrgð.“
Það þýðir þó ekki að Eva Brá
hafi komist hjá öllum afleiðingum
kynferðisofbeldisins og geti haldið
lífi sínu áfram eins og ekkert hafi í
skorist. „Það erfiðasta er að þessi
brot rista alveg ofan í dýpstu þætti
sjálfsmyndar þinnar. Þau rífa upp
allt sem hefur verið vont í lífinu.
Allar afleiðingarnar brjótast ein-
hvern veginn út. Ég varð ótrúlega
viðkvæm fyrir öllu í umhverfinu og
á enn erfitt með það.“
Eva segir að fæstir aðstand-
endur þolenda kynferðisofbeldis
séu meðvitaðir um afleiðingarnar
og sýni því lítinn skilning hvernig
þær geta brotist út. Flestir sjái fyrir
sér þessar stöðluðu hugmyndir um
áfallastreituröskun, svo sem þegar
þolendur endurupplifa brotin.
Afleiðingarnar geti þó verið mun
flóknari en svo.
Þögn um afleiðingarnar
„Við tölum aldrei um afleiðing-
arnar. Við erum komin á þann stað
að fólk segir frá, sem er ótrúlega
mikil opnun, en svo er ekkert meir.
Leyndarmálið sem áður var að þú
hefðir orðið fyrir kynferðisofbeldi
verður erfiðu tilfinningarnar sem
þú ert að burðast með. Það væri svo
miklu auðveldara ef þolendur gætu
viðurkennt að þeir séu brotnir og
bugaðir. Og viðurkennt að það er í
lagi að vera alveg í fokki í einhvern
tíma.“
Eftir kynferðisofbeldi þurfi þol-
endur að fara í mikla vinnu til að
byggja sig upp aftur. „Sama hversu
mikill feluleikur fer í gang þá brjót-
ast afleiðingarnar út einhvern veg-
inn. Maður fer eiginlega að skamm-
ast sín fyrir tilvist sína og finnast
hvergi pláss fyrir mann. Ég held að
þolendur séu almennt hræddir við
höfnun. Allt í einu finnst þér ekki
pláss fyrir þig í fjölskyldunni þinni
eða vinahópnum. Það vill enginn
vera sá sem talar bara um það sem
er erfitt og leiðinlegt.“
„Þegar þú ert að glíma við mjög
alvarlegar afleiðingar ofbeldis þá er
erfitt að funkera í daglegu lífi. Það er
erfitt að halda uppi daglegri rútínu,
vera í skóla og vinnu, það verður
alveg erfitt. Það er ótrúlega erfitt að
viðurkenna vanmátt sinn og viður-
kenna að eitthvað sé of mikið fyrir
sig. Eitthvað sem að þú áður áttir
ekki í neinum vandræðum með.
Svo er maður fastur í því að maður
verði að vera sterkur og þetta megi
ekki brjóta þig, en það er allt í lagi
að þetta bugi þig. Það er fullkom-
lega eðlilegt að kynferðisofbeldi
bugi þig um ákveðinn tíma. Mér
finnst þau skilaboð ekki vera nógu
mikið í umræðunni. Það er í lagi að
bugast,“ segir Eva.
„Það mikilvægasta sem þú getur
gert fyrir þolanda er kannski bara
að leggja á sig að hlusta. Þó það
taki líka á. Vera til staðar og jafnvel
hvetja þolendur til að tala um það
hvernig þeim líður.“
Enn
þögn um
afleiðingar
kynferðis-
ofbeldis
Evu Brá Önnudóttur var nauðgað af þremur
mönnum fyrir rúmu ári. Hún segir andlegar
afleiðingar ofbeldis mun erfiðari að takast á
við en líkamlegu áverkana. Lítill skilningur
sé hjá samfélaginu um hverjar afleiðingar
kynferðisofbeldis séu og hvernig þær geti
brotist út hjá þolendum. Aðstandendur verði
að gefa sér tíma til að hlusta.
Snærós
Sindradóttir
snaeros@frettabladid.is
Eva Brá Önnudóttir segir þögn ríkja um afleiðingar kynferðisofbeldis. Flestir vilji harka það af sér en það sé í lagi að bugast um
tíma. FréttaBLaðið/EyÞór
1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R22 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
2
2
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
3
5
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-D
2
9
0
1
A
0
4
-D
1
5
4
1
A
0
4
-D
0
1
8
1
A
0
4
-C
E
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
4
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K