Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 2
Veður
Hæg austlæg eða breytileg átt í dag og
skúrir á víð og dreif, en þokuloft eða
súld fyrir austan. Fremur hlýtt veður,
einkum vestan til. Sjá Síðu 34
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, og Árni Bragason landgræðslustjóri mokuðu fyrstu
skóflufyllirnar ofan í skurð við Bessastaði. Athöfnin fór fram við undirritun samstarfssamnings um endurheimt votlendis á Bessastaðanesi. Verk-
efnið er fyrsta skrefið í endurheimt votlendis hér á landi í samræmi við sóknaráætlun stjórnvalda í loftslagsmálum. Fréttablaðið/eyþór
Kjaramál Í drögum að frumvarpi
til nýrra laga um kjararáð er lagt til
að fækkað verði verulega þeim sem
kjara ráð ákvarðar laun og önnur
starfskjör fyrir enda hafi þróun síð-
ustu ára verið í átt til óhóflegs fjölda
þeirra sem falla undir ákvörðun ráðs-
ins. Þetta kemur fram í tilkynningu
frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu.
Lagt er til að kjör skrifstofustjóra
í Stjórnarráði Íslands og sendiherra
taki mið af kjarasamningum, að kjör
aðstoðarmanna ráðherra taki mið
af kjörum skrifstofustjóra og að kjör
starfsmanna þjóðkirkjunnar ráðist af
samningum innan þjóðkirkjunnar.
Kjararáð ákvarði aftur á móti laun
og starfskjör þjóðkjörinna manna,
dómara, saksóknara, allra ráðherra,
ráðuneytisstjóra og nokkurra skrif-
stofustjóra, seðlabankastjóra og
aðstoðarseðlabankastjóra og ríkis-
sáttasemjara.
Í drögunum er lagt til að þeir sem
ekki geta samið um laun á venjulegan
hátt vegna eðlis starfanna hafi meiri
aðkomu að málum þegar ákvarð-
anir eru teknar um laun og starfskjör
þeirra en nú. – sg
Kjararáð
ákvarði
laun fyrir
mun færri
Ákvörðun kjara biskups,
vígslubiskupa, prófasta og
presta þjóðkirkjunnar mun
ráðast af samningum innan
þjóðkirkjunnar.
bjarni benediktsson fjármálaráðherra
leggur frumvarpið fram.
Fréttablaðið/anton brink
Stjórnmál Matsfyrirtækið Standard
& Poor’s býst ekki við meiriháttar
stefnubreytingu hér á landi komist
Píratar til valda eftir alþingiskosn-
ingar í haust. Þetta kemur fram í rök-
stuðningi fyrirtækisins fyrir óbreyttu
lánshæfismati ríkissjóðs, BBB+/A-2
með stöðugum horfum. Raunar gerir
fyrirtækið ráð fyrir því að stefnan
verði í meginatriðum áþekk óháð því
hvaða flokkar sitji í ríkisstjórn.
Þó segir fyrirtækið að það gæti
reynst erfitt fyrir Pírata að mynda
ríkisstjórn og stjórna landinu þar
sem flokkurinn sé fámennur og eigi
enn eftir að fullmóta stefnu í mörgum
málum.
Fyrirtækið segir efnahagsaðstæður
á Íslandi almennt góðar, búist sé við
kröftugum hagvexti og betri hag
ríkissjóðs. Engu að síður séu blikur
á lofti vegna afnáms gjaldeyrishafta
og hætta sé á að hagkerfið ofhitni. –ih
Telja Pírata ekki
munu kollvarpa
stjórnkerfinu
Bjarga votlendi Bessastaða
Samfélag „Þetta bjargaðist nú ein-
hvern veginn eins og það gerir allt-
af,“ segir Birna Gerður Jónsdóttir,
yfirljósmóðir á Landspítala, en
þann 14. júlí fæddust nítján börn
og þar af fernir tvíburar á spítal-
anum.
„Við erum orðnar svo gamlar að
við munum bara ekki alveg hvað
metið var en þetta er allavega mjög
nálægt því,“ segir Birna og hlær.
Á fimmtudaginn var sem sagt
mikið annríki á fæðingardeildinni.
Af tvíburapörunum fjórum fæddist
þó einn tvíburi rétt eftir miðnætti
á fimmtudeginum og er því fæddur
þann 15. júlí.
„Það gerist ekki á hverjum degi
að það fæðist fernir tvíburar,“ segir
Birna Gerður og bætir við að meiri
áhætta fylgi tvíburafæðingum. „Það
auðveldaði okkur ekki fyrir að það
var svona mikið af tvíburum enda
koma fleiri fagaðilar að þannig fæð-
ingum. Það er í raun meiri vinna að
sinna svoleiðis fæðingum.“
Birna Gerður segir að allt hafi
gengið vel en að það hafi þurft að
kalla út mannskap.
„Þetta er kannski ekki beint besti
tíminn til að ná í fólk en einn þriðji
af starfsfólkinu okkar er í sumar-
fríi,“ segir hún og útskýrir að það
sé auðveldara að fá fólk til vinnu á
öðrum tímum en í miðjum júlí.
Meirihluti barnanna sem fædd-
ust er stúlkur eða tólf talsins. Þá
fæddust sjö drengir. „Það má segja
að þetta hafi verið stelpudagur en
stelpurnar voru í miklum meiri-
hluta,“ segir hún.
Birna Gerður vill meina að
ástæða þess að allt hafi gengið
vel sé hversu gott starfsfólk deildar-
innar er. „Það er svo frábært starfs-
Fernir tvíburar komu í
heiminn á fimmtudag
Nítján börn fæddust 14. júlí síðastliðinn á Landspítalanum. Það er næstum met.
Fernir tvíburar fæddust. Ljósmóðir segir aukinn mannskap hafa verið kallaðan
út enda þriðjungur starfsfólks í sumarfríi þessa dagana en allt hafi gengið vel.
það má segja að þetta hafi verið stelpudagur en tólf stúlkur fæddust. Hér má aftur á
móti sjá nýfædda tvíburabræður. Fréttablaðið/ernir
Það auðveldaði
okkur ekki fyrir að
það var svona mikið af
tvíburum enda koma fleiri
fagaðilar að þannig fæðing-
um. Það er í raun meiri
vinna að sinna
svoleiðis
fæðingum.
Birna Gerður Jóns-
dóttir, yfirljósmóðir
á Landspítala
fæddust á einum sólarhring
á Landspítalanum.
12
stúlkur
7
drengir
fólk hérna og frábærar ljósmæður
í þessu húsi. Það hjálpast allir að
þegar það er mikið að gera og fólk
er tilbúið að koma og hjálpa,“ segir
Birna Gerður Jónsdóttir.
nadine@frettabladid.is
1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l a u g a r D a g u r2 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-B
4
F
0
1
A
0
4
-B
3
B
4
1
A
0
4
-B
2
7
8
1
A
0
4
-B
1
3
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
B
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K