Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 18
að minnsta kosti verið kynni mín af honum
frá því að hann tók við starfi landsliðsþjálfara
í október 2011. Hann gaf sér alltaf nægan
tíma fyrir fjölmiðla í starfi sínu, hvort sem er
íslenska eða erlenda, og skipti engu hvort um
fámennan blaðamannafund í Laugardalnum
væri að ræða eða þaulsetinn fjölmiðlahitting
á æfingasvæði strákanna okkar í Annecy í
Frakklandi eftir frækinn sigur Íslands á Eng-
landi í 16-liða úrslitum EM.
Það var engin undantekning á því þennan
laugardaginn, jafnvel þó svo hann væri
nýkominn aftur til síns heima eftir að hafa
verið frá í um sjö vikur með landsliðinu þar
sem hann ræddi við fjölmiðla nánast dag-
lega, allt frá því að liðið kom fyrst saman um
miðjan maí á Íslandi þar til það féll úr leik
eftir tap gegn Frakklandi, sem heimsfrægt er
orðið. Hann gaf sér nægan tíma fyrir viðtalið
og kom víða við, þó svo að helsta hugðarefni
hans væri framtíð íslenskrar knattspyrnu,
staða þjálfunar á Íslandi og hvernig staðið er
að málefnum knattspyrnunnar hér á landi.
Ísland aldrei ofar
Eftir 5-2 tapið gegn Frökkum steig Lars form-
lega til hliðar sem þjálfari íslenska lands-
liðsins og eftir stendur Heimir Hallgrímsson
einn sem aðalþjálfari. Þeir voru samþjálfarar
liðsins undanfarin tvö ár en þar á undan var
Lars einn aðalþjálfari íslenska landsliðsins
með Heimi sér til aðstoðar. Hann skilur nú
við landsliðið í 22. sæti heimslista Alþjóða-
knattspyrnusambandsins, FIFA, sem kom út
í fyrradag eftir að það sat neðst í 131. sæti á
fyrstu mánuðum hans í starfi. Ísland hefur
aldrei verið ofar á listanum.
Þetta eru mikil tímamót, ekki aðeins fyrir
íslenska karlalandsliðið og íslenska knatt-
spyrnu í heild sinni, heldur einnig hann sjálfan
því Lars hefur lýst því yfir að hann ætli sér ekki
að taka að sér annað aðalþjálfarastarf. Hann
útilokar ekki aðkomu að knattspyrnunni í
framtíðinni og segist reiðubúinn að ræða við
hvern sem er um möguleg störf sem hann gæti
tekið að sér. Hann vilji þó gefa sér meiri tíma
fyrir fjölskyldu sína og vini, enda hafi hann
verið frá í að minnsta kosti 150 daga á ári sem
landsliðsþjálfari. Því ætlar hann að breyta.
Tímamótin eru einnig mikil fyrir Knatt-
spyrnusamband Íslands. Ekki aðeins vegna
þjálfaraskipta karlalandsliðsins heldur vegna
sögulegrar velgengni liðsins á EM í Frakk-
landi. Og þeirra gríðarmiklu tekna sem vel-
gengninni fylgja.
Hann heitir fullu nafni Lars Edvin Lagerbäck. Oftast kallaður Lasse af fjölmiðlum í Svíþjóð en við Íslendingar höfum stundum gripið til þess að kalla hann Lalla. Við
látum Lars duga í þessu viðtali. Ég hitti Lars
á hóteli rétt utan við Arlanda-flugvöllinn
norðan við Stokkhólm og nágrannasveitar-
félagið Solna, þar sem hann býr. Viðtalið var
tekið á laugardagseftirmiðdegi um síðustu
helgi, reyndar nokkrum mínútum of seint þar
sem mér tókst að boða hann á rangt Radisson
hótel. Þau eru nefnilega tvö við flugvöllinn,
eins og ég komst að þegar ég hafði reynt að
tékka mig inn á það ranga með takmörk-
uðum árangri.
Lars lét það ekki á sig fá að flakka á milli
Radisson-hótela og tók brosandi á móti mér
og Bjarna Einarssyni myndatökumanni í and-
dyrinu á því rétta. Auk þessa viðtals tókum
við sjónvarpsviðtal við Lars um gengi Íslands
á EM, frá undirbúningnum þar til strákarnir
féllu úr leik, sem sýnt verður bæði á Stöð 2 og
Stöð 2 Sport á sunnudagskvöld.
„Ég fæddist of snemma,“ sagði Lars þann
9. maí þegar landsliðshópur Íslands fyrir EM
var tilkynntur. Um leið tilkynnti Lars endan-
lega þá ákvörðun sína að hann myndi ekki
endurnýja samning sinn við KSÍ og hætta sem
þjálfari íslenska landsliðsins, sem og hann
gerði þegar Ísland lauk þátttöku í Frakklandi.
Hann fæddist þennan dag, 16. júlí, árið
1948 og fagnar því 68 ára afmæli sínu í dag.
Lars er vinalegur maður og kurteis, það hafa
Lars Lagerbäck skilur við íslenska karlalandsliðið í 22. sæti heimslista FIFA. Það hefur aldrei verið ofar frá upphafi og er langhæst meðal Norðurlandaþjóðanna. MyNd/VILheLM StokStAd
„Ég hef engar sérstakar óskir um að vera
opinber persóna. Þegar ég er ekki að sinna
mínu starfi vil ég helst fá að vera út af fyrir
mig,“ segir Lars Lagerbäck um þá staðreynd
að hann hefur aldrei viljað ræða um einkalíf
sitt í fjölmiðlum.
„Ég upplifði svo margar lygar í kringum mig
þegar ég starfaði í Svíþjóð, bæði varðandi
starfið mitt en líka einkalíf mitt. Nú síðast
varð ég var við lygar þegar greint var frá því
hvað ég átti að vera með í laun hjá KSÍ. Þær
tölur voru afar fjarri sannleikanum,“ segir
hann.
„Maður tapar alltaf slagnum sem opinber
persóna. Ég tek slaginn í starfi mínu enda
veit ég að fjölmiðlar eru stór hluti af starfi
þjálfarans og það angrar mig ekki. En ég
myndi aldrei opna tjöldin á mitt einkalíf.
Ég hef engan áhuga á því að setja börnin
mín eða aðra sem eru mér nátengdir í sviðs-
ljósið. Ég hefði ekkert á móti því ef þau vilja
gera það sjálf en það mun ég ekki gera fyrir
þau.“
Lars segir að starfsferillinn hafi bitnað á
einkalífi hans, bæði fjölskyldu og vinum.
„Án nokkurs vafa. Ég skildi, og fyrrverandi
kona mín sem og núverandi geta vottað að
maður á sér ekkert félagslíf sem þjálfari.
Þegar annað fólk er að hitta vini og vanda-
menn um helgar þá er ég yfirleitt að horfa
á fótbolta. Þar að auki hef ég verið frá í að
minnsta kosti 150 daga á ári síðan ég byrjaði
í þessu starfi árið 1990.“
Hans nánasta fólk hefur þó stutt hann
dyggilega og gerði líka í Frakklandi. „Börnin
mín tvö komu á leiki og það gerði líka bróðir
minn og konan hans. Þau eru ánægð fyrir
mína hönd.“
Hann sér ekki eftir neinu og kvartar ekki.
„Ég hef notið svo mikilla forréttinda og upp-
lifað svo margt í gegnum starfið mitt. Ég sé
ekki eftir einni mínútu. Mér líkaði reyndar
ekkert við fyrstu 45 mínúturnar gegn Frakk-
landi og það eru nokkrir leikir inn á milli sem
ég vil helst gleyma,“ segir hann og brosir.
Horfir á fótbolta
þegar aðrir hitta
vini og vandamenn
↣
Risastórt
sem verður að nýta
tækifæri
Lars Lagerbäck skilur nú við íslenska karlalandsliðið
eftir mesta velmegunarskeið í sögu þess. Hann gerir upp
árin sín hjá KSÍ og segir við þessi tímamót að nú þurfi að
nýta þann mikla meðbyr sem nú nýtur við til þess að
efla íslenska knattspyrnu enn frekar. Það sé auðvelt að
gleyma sér þegar vel gengur og stærsta verkefnið nú sé
hvernig eigi að halda áfram og gera enn betur en áður.
Eiríkur Stefán
Ásgeirsson
eirikur@365.is
1 6 . j ú l í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R18 h e l G i n ∙ F R É T T A B l A ð i ð
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
7
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-C
3
C
0
1
A
0
4
-C
2
8
4
1
A
0
4
-C
1
4
8
1
A
0
4
-C
0
0
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K