Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 23

Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 23
Nammidagur 16. júlí 2016 Kynningarblað Sjúklega gott súkkulaði. Karamellupipar-poppið er vinsælt meðal fullorðinna. Krakkarnir kjósa frekar kara- mellupoppið eitt og sér. Karamellukubbarnir eru mjög vinsælir á námskeiðum Heilsumömmunnar. Oddrún tók mataræði fjölskyld­ unnar í gegn fyrir nokkrum árum vegna mataróþols barna hennar sem kom fram í hegðunarerfið­ leikum. „Við tókum út mjólkur­ vörur, litarefni og önnur aukaefni, hvítt hveiti, sykur og unnar mat­ vörur. Það gerbreytti lífi okkar,“ lýsir Oddrún. Fyrstu árin tók hún mjög stíft á mataræðinu en hún viðurkenn­ ir að hún sé ekki eins ströng í dag. „Ég segi oft á námskeiðunum sem ég held að gott viðmið sé 80/20. Ef maður býður uppá hollustu í 80 prósent tilvika er alveg svigrúm fyrir eitt og annað.“ En hvernig gengur að halda sykri frá börnunum? „Þau eru nú ekki alveg sykurlaus, og ég ekki heldur. Eftir því sem börn­ in eldast eru þau ákveðnari í því að það sé nammidagur á laug­ ardögum, þrátt fyrir það að við höfum aldrei kynnt það þannig þá er þetta bara svo sterkt í um­ hverfinu að það jaðrar við lands­ lög. Þar af leiðandi er yfirleitt eitt­ hvert gotterí í boði á laugardögum. Oftast reyni ég að búa til heima­ tilbúið sælgæti en stundum er ekki tími eða aðstæður til þess svo öðru hverju kaupum við tilbúið sæl­ gæti. Það sem verður oftast fyrir Piparpopp með karamellu og fleira gott Oddrún Helga Símonardóttir býr sjálf til megnið af því nammi sem borðað er á heimilinu. Hún reynir ávallt að hafa það í heilsusamlegri kantinum og gefur hér nokkrar uppskriftir að slíku sælgæti. KaramelluKubbar 1 dl smjör eða kókosolía 1/2 dl hlynsýróp 1/2 dl kókospálmasykur 1 dl rjómi eða kókosmjólk (þykk) örlítið salt 1/3 teskeið af hreinu vanilludufti 1,5 dl hrísflögur, lífrænt kornflex eða poppuð hrísgrjón 1,5 dl pekan-hnetur eða möndlur, grófsaxaðar 1,5 dl kókosflögur, grófsaxaðar 50 g dökkt súkkulaði (sett ofan á) Setjið smjör, hlynsýróp, kókos- pálmasykur, rjóma, salt og vanillu- duft í pott og leyfið því að malla þangað til karamellan er orðin seig og hægt að sjá sleifarfarið í botn- inum. Leyfið henni að malla ennþá lengur og passið að hræra vel svo hún brenni ekki. Ef karamell- an er ekki orðin nógu seig verð- ur hún ekki stökk þegar hún kólnar svo það er mjög mikilvægt að vera nógu þolinmóð og leyfa henni að malla nógu lengi. Þegar þið haldið að hún sé klár er gott að hafa hana lengur á hellunni. Þegar hún er til- búin breytir hún um áferð og byrjar að freyða. Þá fyrst takið þið pottinn af hellunni. Blandið saman hrísflögum, kókos- flögum og hnetum í skál og blandið saman við karamelluna í pottinum. Setjið í mót klæddu bökunarpappír eða í sílíkonmót. Kælið. Bræðið súkkulaðið og skreytið með (best að setja það yfir þegar búið er að kæla aðeins). Karamellupipar-popp Nýjasta æðið á heimilinu er kara­ mellupipar­popp. Ég ákvað að vera með í pipar­æðinu sem er að gera allt vitlaust þessa dagana. Ég nota piparduft sem fæst í Epal sem er bara hrein, möluð lakkrísrót og er ótrúlega gott. 10 dl (um það bil) af tilbúnu poppi 5 msk. kókosolía eða smjör 5 msk. kókosmjólk eða rjómi 5 msk. kókospálmasykur eða Hlynsýróp Örlítið vanilluduft og salt 1 tsk. piparduft Poppið popp eins og þið eruð vön. Sjálfri finnst mér best að poppa upp úr kókosolíu. Búið til karamelluna (sama aðferð og karamellukubbarnir). Setjið poppið í ofnskúffu, hellið karamellunni yfir og blandið vel. Sáldrið piparduftinu yfir. Stingið ofnskúffunni í frysti í 10 mín. eða 30 mín. í ísskáp. Hellið í skál og njótið. Það er aðeins foreldrunum á heim­ ilinu sem finnst pipar­útgáfan góð svo börnin fá sér bara venjulegt karamellupopp og sleppa pipar­ tvistinu. SjúKlega góð SúKKulaðiplata 1,5 dl bráðið kakósmjör (bræðið við mjög lágan hita eða í vatnsbaði) 1,5 dl kakó 0,5-0,75 dl hlynsýróp örlítið gott salt örlítið vanilluduft 1,5 dl gotterí ofan á plötuna eftir smekk, á myndunum er ég með goji ber, trönuber, mórber pekan-hnetur og brasilí-hnetur (aðrar góðar hugmyndir eru saxaðar möndlur, graskersfræ og kókosflögur) Blandið súkkulaði-hráefninu saman og leyfið blöndunni að kólna aðeins svo hún þykkni. Setjið blönduna í sílíkonmót eða hellið yfir bökunarpappír. Stráið yfir blönduna gotteríinu sem þið viljið nota. Stingið í ísskáp í ca. 30 mín eða í frysti í ca. 10 mín. Brjótið í litla (eða stóra) bita og setjið í skál og njótið í botn. Oddrún Helga í eldhúsinu heima. Hún gefur uppskriftir af hollu og góðu nammi. valinu er hreint súkkulaði, appel­ sínusúkkulaði, dökkar súkkulaði­ rúsínur, sleikjó eða Haribo­hlaup. Ég les yfirleitt utan á og forðast að kaupa sælgæti með kemískum litarefnum. Við leggjum áherslu á það að magnið sé lítið í einu og því er það ekki þannig að þó að það sé nammidagur að þá séu risa­ skammtar í boði. Ef það er eitthvað spennandi að gerast hina dagana t.d. bíóferð eða gestir í mat gildir það sama eins og á laugardögum, það er eitthvað gott í boði en bara lítið magn,“ svarar Oddrún. En hvað er vinsælasta nammið á heimilinu? „Það er mjög vinsælt að búa til súkkulaði­ eða karamellu­ popp. Um daginn setti ég lakkrís­ púður yfir karamellupoppið enda er piparinn voða vinsæll þessa dagana,“ segir Oddrún og gefur hér þrjár skemmtilegar nammi­ uppskriftir. solveig@365.is 1 6 -0 7 -2 0 1 6 0 5 :3 8 F B 0 7 2 s _ P 0 5 0 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 7 2 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 1 A 0 4 -E 1 6 0 1 A 0 4 -E 0 2 4 1 A 0 4 -D E E 8 1 A 0 4 -D D A C 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 7 2 s _ 1 5 _ 7 _ 2 0 1 6 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.