Fréttablaðið - 16.07.2016, Blaðsíða 14
Sagan var líka skrifuð hér
heima á Íslandi í júnímánuði
Heimir Guðjónsson er nú orðinn sá þjálfari sem hefur unnið flesta leiki í efstu deild karla í fótbolta á Íslandi
en hann sló met Ásgeirs Elíassonar á dögunum. Ásgeir átti metið í aldarfjórðung.
Heimir Guðjónsson 122 sigurleikir í efstu deild á Íslandi – nýtt met
Fótbolti Íslenska knattspyrnu-
sagan var ekki bara endurskrifuð
á Evrópumótinu í fótbolta í Frakk-
landi í júnímánuði því þá féll einnig
glæsilegt met hér í deildinni heima.
Heimir Guðjónsson, þjálfari FH,
stýrði þá FH-liðinu til sigurs í 121.
sinn í efstu deild og bætti met
Ásgeirs Elíassonar.
Ásgeir var sumarið 1997 fyrsti
þjálfarinn til að vinna hundrað leiki
í efstu deild og hafði sex árum fyrr
bætt met Óla B. Jónssonar yfir flesta
unna leiki sem þjálfari í efstu deild.
16. júní 2016
Ásgeir var því búinn að eiga metið
í 25 ár þegar Heimir tók það af
honum 16. júní síðastliðinn. Það
fór ekki mikið fyrir Pepsi-deild-
inni í júní enda átti Evrópumótið
í Frakklandi hug þjóðarinnar en
þegar betur var að gáð kom í ljós
að Heimir hefði komist á toppinn.
Svo skemmtilega vill til að Heimir
Guðjónsson bætti metið með því
að vinna sinn gamla læriföður Ólaf
Jóhannsson. Ólafur og Heimir unnu
þrjá Íslandsmeistaratitla, tvo þegar
Heimir var fyrirliði Ólafs og einn
þegar Heimir var aðstoðarþjálfari
Ólafs. Heimir tók síðan við FH-lið-
inu fyrir 2008-tímabilið og hefur
stýrt því síðan.
Ólafur gæti aftur á móti náð
tímamótum í sumar og orðið sjötti
þjálfarinn til að vinna hundrað leiki
í efstu deild. Ólafi vantar nú bara
þrjá sigra upp á að ná því og enn
eru tólf leikir eftir af Íslandsmótinu.
Emil Pálsson tryggði Heimi met-
sigurinn með því að skora sigur-
markið á móti Val en Emil skoraði
einnig sigurmarkið í leiknum á
undan þegar Heimir jafnaði met
Ásgeirs þegar FH vann 1-0 sigur á
Breiðabliki í Kópavoginum.
Emil skorar söguleg sigurmörk
Emil Pálsson hefur verið duglegur
við að skora dýrmæt sigurmörk
fyrir Heimi upp á síðkastið en
það var einmitt Emil sem tryggði
FH-liðinu Íslandsmeistaratitilinn
síðasta haust.
Það var fjórði Íslandsmeistara-
titill Heimis sem þjálfari FH og
sjöundi Íslandsmeistaratitill hans
með félaginu en hann vann einn-
ig tvo sem leikmaður og einn sem
aðstoðarþjálfari.
Heimir hefur því unnið alla
leiki sína sem þjálfari FH og var
fyrir nokkru búinn að slá metið
yfir flesta sigurleiki með einu liði í
efstu deild. Hann er líka sá eini sem
hefur unnið hundrað leiki með
sama félagi.
Ásgeir Elíasson þjálfaði á sínum
tíma þrjú félög, eða FH, Þrótt og
Fram. Hann vann flesta sigrana sem
þjálfari Fram eða 96 þeirra. Ásgeir
vann síðan 19 sigra sem þjálfari
Þróttar og 5 sigra sem þjálfari FH
sumarið 1980 en það var hans fyrsta
þjálfarastaða í efstu deild.
Enginn leikmaður FH-liðsins
hefur verið með í öllum sigurleikj-
unum en Atli Guðnason er ekki
langt frá því. Atli Guðnason hefur
spilað 116 af þessum 122 sigur-
leikjum Heimis sem þjálfara FH.
Atli Guðnason (178 leikir) er einn
af fjórum leikmönnum sem hafa
náð að spila yfir hundrað deildar-
leiki fyrir Heimi en Davíð Þór Við-
arsson (99 leikir) bætist í þann hóp
í næsta leik sínum fyrir FH. Hinir
þrír eru Atli Viðar Björnsson (151),
Pétur Viðarsson (127) og Björn
Daníel Sverrisson (108).
Heimir Guðjónsson er bara rétt
að byrja í boltum. Metið er komið
í hús en með sama áframhaldi eru
mun meiri líkur á því að hann vinni
tvö hundruð leiki í efstu deild held-
ur en að einhverjum öðrum þjálfara
takist að ná þessu meti af honum.
ooj@frettabladid.is
Svona unnust þessir
122 leikir
51 eins marks sigur
32 tveggja marka sigrar
23 þriggja marka sigrar
11 fjögurra marka sigrar
4 fimm marka sigrar
1 átta marka sigur
✿ Flestir sigrar þjálfara í efstu deild á Íslandi
Ásgeir Elíasson 120
Logi Ólafsson 116 Bjarni Jóhannsson 110 Guðjón Þórðarson 101 Ólafur Jóhannesson 97
+206 Markatala Heimis Guðjónssonar í
þessum 186 leikjum með FH-liðið er
408-202 eða 206 mörk í plús.
116 Sigurleikirnirnir sem Atli Guðnason hefur spilað
undir stjórn Heimis Guðjónssonar
með FH.
64 Leikir sem Heimir Guðjóns-son hefur unnið á Kapla-
krikavelli sem þjálfari.
10 Skiptin sem Heimir Guðjóns-son hefur unnið lið undir
stjórn Ásmundar Arnarssonar.
12 Leikirnir sem Heimir Guðjónsson hefur stýrt
FH-liðinu til sigurs á móti Fram eða
fleiri en á móti nokkru öðru liði.
20 Félögin sem FH hefur mætt í efstu deild síðan Heimir
Guðjónsson tók við en hann hefur
fagnað sigri á móti öllum.
100% Hlutfall stiga FH í húsi í 2. umferð (9
leikir) og í 13. umferð (8 leikir) undir
stjórn Heimis.
1. eða 2. Sæti FH-liðsins á öllum átta
tímabilum liðsins undir stjórn
Heimis Guðjónssonar en uppskeran
er fjögur gull og fjögur silfur.
Í dag
09.00 The Open Champ. Golfstöðin
16.00 ÍBV - FH Sport
16.00 Keflavík - Leiknir R. Sport 2
20.00 Marathon Classic Golfst.
14.00 Haukar - Fjarðabyggð Ásvellir
14.00 Leiknir F. - HK Fjarðab.höllin
14.00 Fram - Grindavík Laugardalsv
14.00 Huginn - Selfoss Seyðisfj.
16.00 KA - Þór Akureyrarvöllur
Á morgun
10.00 The Open Champ. Golfstöðin
20.00 Fjölnir - Breiðablik Sport
20.00 Marathon Classic Golfst.
19.15 Víkingur Ó. - Stjarnan Ólafsv.
19.15 Fylkir - KR Flórídanavöllur
19.15 ÍA - Valur Norðurálsvöllur
ÓlAFur nælDi Í HAnnES
landsliðsmarkvörðurinn Hannes
Þór Halldórsson er genginn í raðir
randers. Hannes skrifaði undir
þriggja ára samning við danska
liðið sem Ólafur Kristjánsson
þjálfar. Hinn 32 ára gamli Hannes
hefur leikið með Bodö/Glimt í
noregi undanfarna mánuði á láni
frá hollenska liðinu nEC nijme-
gen. Hannes stóð sig frábærlega
með íslenska landsliðinu á EM í
Frakklandi en enginn markvörður
varði fleiri skot á
mótinu en hann.
Hannes verður í
hóp hjá randers
þegar liðið
mætir Midt-
jylland í 1.
umferð
dönsku
deildarinn-
ar á mánu-
daginn.
MiCKElSon ÁFrAM Í ForyStu
Bandaríski kylfingurinn Phil
Mick elson er áfram með forystu
eftir annan keppnisdaginn á opna
breska meistaramótinu í golfi.
Mickelson, sem lék frábærlega
í fyrradag, fór annan hringinn á
69 höggum, eða tveimur höggum
undir pari. Mickelsen er samtals
á 10 höggum undir pari. næstur
kemur Svíinn Henrik Stenson sem
lék á sex höggum undir pari í gær
og er samtals á níu höggum undir
pari. Daninn Sören Kjeldsen og
Bandaríkjamaðurinn Keegan Brad-
ley eru jafnir í 3. sæti á sjö höggum
undir pari. Öflugir kylfingar á
borð við Jordan Spieth og Bubba
Watson lentu í vandræðum í gær
og rétt komust í gegnum niður-
skurðinn.
Ég er 100% liðsmaður. Að
efast um fagmennsku mína
er eitthvað sem ég læt ekki
viðgangast. Samband mitt
við liðsfélaga mína er frá-
bært.
Ingólfur Sigurðsson
@11ingosig
GÍSli oG Guðrún BrÁ EFSt
Gísli Sveinbergsson og Guðrún Brá
Björgvinsdóttir leiða eftir fyrsta
hringinn á Borgunarmótinu á
Eimskipsmótaröðinni. leikið er
á Hvaleyrarvelli og er keppt um
Hvaleyrarbikarinn í fyrsta sinn.
Gísli lék fyrsta hringinn á tveimur
höggum undir pari og er með eins
höggs forystu á Kristján Þór Einars-
son og Axel Bóasson. Guðrún Brá
lék á fjórum höggum yfir pari og
er einu höggi á undan Berglindi
Björnsdóttur.
1 6 . j ú l Í 2 0 1 6 l A U G A R D A G U R14 s p o R t ∙ F R É t t A b l A ð i ð
Sport
1
6
-0
7
-2
0
1
6
0
5
:3
8
F
B
0
7
2
s
_
P
0
6
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
5
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
0
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
7
2
s
_
P
0
1
4
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
A
0
4
-E
B
4
0
1
A
0
4
-E
A
0
4
1
A
0
4
-E
8
C
8
1
A
0
4
-E
7
8
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
7
A
F
B
0
7
2
s
_
1
5
_
7
_
2
0
1
6
C
M
Y
K