Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 13.10.2016, Blaðsíða 38
Þrátt fyrir ungan aldur hefur tón- listarmaðurinn Tómas Jónsson komið víða við. Undanfarin ár hefur hann spilað á píanó og önnur hljómborðshljóðfæri með mörg- um hljómsveitum og listamönn- um, bæði á tónleikum og í hljóð- veri. Á næstunni kemur út fyrsta sólóplata hans auk þess sem hann mun koma fram með hljómsveit sinni á tónlistarhátíðinni Air waves í næsta mánuði. „Ég hef verið svo lánsamur að fá að vinna með ólíku tónlistar- fólki og með mörgu fólki sem ég ber mikla virðingu fyrir. Núna er ég að gefa út plötu í eigin nafni með eigin músík og útsetningum. Það finnst mér ansi skemmtilegt en einnig mjög hræðilegt.“ Sjálfur hlustar hann á ýmsa tón- list, hefðbundna og tilraunakennda frá öllum tímabilum. „Á plötunni minni, sem kemur út í lok októ- ber, er að finna áhrif frá ambíent raftónlist og seventís sækadelíu þannig að ég veit ekki hvort ég á að setja hana á kántrí- eða teknó- hilluna.“ Hljómsveitin Tómas Jónsson kemur fram á Iceland Airwaves. „Í vetur er síðan eitt og annað á dag- skrá. Ég er að vinna í meiri músík fyrir fleiri plötur. Ég er búinn að vera að vinna með Magnúsi Þór Sig- mundssyni, vini mínum, við eitt og annað. Svo er ég í tónleika- hljómsveit Ásgeirs Trausta sem ætlar að ferðast víða í vetur og spila.“ Lýstu fatastílnum þínum? Ég hef aldrei velt fyrir mér eigin fatastíl og hvort ég hafi yfir höfuð einhvern. Hins vegar er ég mikill fagurkeri og finnst fal- legir hlutir skemmti- legir, þar eru föt engin undantekning. Mér finnst skemmtileg föt falleg og falleg föt skemmtileg. Ég er svolítill sixtís- og seventísaðdáandi svo það spilar sjálfsagt inn í. Mér finnst flauel frábært og loð- fóður líka. Fallegir litir og saga eða sál. Hversdagsklæðn- aður minn er samt oftast nokkuð hlýr þar sem mér er illa við að vera kalt, það er óþarft með öllu. Hvenær fékkstu áhuga á tísku? Í sjálfu sér hef ég ekki áhuga á tísku, hvað er inni og hvað er úti hverju sinni, heldur frekar á fal- legum og vönduðum fatnaði. Hvernig fylgist þú með tísku? Ég held ég fylgist mjög ómeð- vitað með þessum málum og ekki leita ég að nýjustu tísku á internetinu. Frekar held ég að maður sjái þetta á ferð og flakki í daglegu amstri. Áttu þér uppáhaldsverslanir? Mér finnst skemmtilegast að kaupa gömul notuð föt. Þann- ig að ég verð að segja bara allir „second hand“ markaðir. Rauði kross- inn, Hjálpræðisherinn og fatamarkaðurinn á móti Hlemmi og sambærilegar búðir í útlöndum. Áttu uppáhaldsflík? Mér dettur helst í hug dönsku Jacoform skórnir sem mér finnst sérlega skemmtilegir. Svo hef ég mikið dálæti á rykfrakkanum mínum sem ég nota við flest tilefni. Hann er nú orðinn ansi sjúskaður samt. Bestu kaup og verstu kaup? Dökkblár grófur flauelsjakki Ég hef aldrei velt fyrir mér eigin fatastíl og hvort ég hafi yfir höfuð einhvern. Starri Freyr Jónsson starri@365.is FaLLegir Litir, saga eða sÁL Tónlistarmaðurinn Tómas Jónsson leitar ekki eftir nýjustu tísku hverju sinni heldur frekar því sem hann sér á ferð og flakki í daglegu amstri. Loðfóðraður flau- elsjakki frá Rauða krossinum, Levi’s gallaskyrta og svartir leðurskór. Rykfrakkinn er úr Hjálp- ræðishernum, peysan frá Farmers Market, grænar flauelsbuxur frá Kron Kron og skórnir frá Jacoform. Á höfðinu ber hann hatt sem keyptur er á Camden Lock markaðnum í London. sem ég datt niður á í „second hand“ verslun í þorpi í Lettlandi er dæmi um sérdeilis góð kaup. Hann kostaði innan við eina og hálfa evru og hef ég notað hann óspart síðan. Dæmi um slæm kaup eru vettlingar því þeim týni ég mjög fljótt. Rauður flauelsjakki og rauðrósótt flau- elsskyrta frá Porto- bello markaðinum í London. Icetrack ehf. Sími 773 4334 netfang: mtdekk@mtdekk.is / www.mtdekk.is MICKEY THOMPSON jeppadekkin hafa sannað sig á Íslandi M/T merkið er þekkt um allan heim sem hágæða jeppadekk og felgur. Stærðir 32” - 54” J E P PA D E K K BAJA CLAW MTZDEEGAN Laugavegi 178 | Sími 555 1516 Kíkið á myndir og verð á Facebook Opið virka daga kl. 11–18 laugardaga kl. 11-15 Stretch skyrtur frá Verð 8.900 kr. - 4 litir: hvítt, svart, ljósblátt, grátt - stærð 34 - 48 Verð 9.900 kr. - röndótt: ljósblátt/hvítt - stærð 34 - 48 Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna Flott föt fyrir flottar konur 1 3 . o k t ó b e r 2 0 1 6 F I M M t U D A G U r6 F ó l k ∙ k y n n I n G A r b l A ð ∙ X X X X X X X XF ó l k ∙ k y n I n G A r b l A ð ∙ t í s k A 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 5 8 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -7 4 E C 1 A E 9 -7 3 B 0 1 A E 9 -7 2 7 4 1 A E 9 -7 1 3 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.