Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 41

Fréttablaðið - 13.10.2016, Page 41
Metanvinnsla SORPU mun aukast til muna með tilkomu gas- og jarð- gerðarstöðvar og heildarfram- leiðslan frá stöðinni og urðunar- staðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Auk þess mun stöðin skila um 10-12.000 tonnum af jarðvegsbæti sem nýta má til uppgræðslu lands. Úr plastúrgangi og öðrum leifum, sem óhæfar eru í annars konar endurvinnslu, verð- ur annaðhvort framleitt brenni sem nýtist sem orkugjafi eða dísil- olía sem nýtist sem ökutækjaelds- neyti. úrgangur verður eldsneyti Í dag eru um 70 prósent úrgangs sem fara í gráu heimilistunnuna lífræn efni, t.d. matarleifar og annar eldhúsúrgangur, pappírs- efni, garðaúrgangur, bleiur, textíll og timbur. Úrgangurinn er urðað- ur í Álfsnesi en SORPA framleið- ir vistvæna eldsneytið metan úr hauggasi sem myndast við niður- brot lífrænna efna. Metanið í hauggasinu er mjög orkuríkt, en einnig áhrifarík gróður húsalofttegund eða 25 sinn- um áhrifameiri en koltvísýringur. Metangasframleiðsla í Álfsnesi árið 2015 samsvaraði um tveim- ur milljónum bensínlítra þannig að matarleifar allra höfuðborgar- búa eru endurnýttar með þessum hætti og þannig dregið úr notkun á jarðefnaeldsneyti, s.s. bensíni og dísil. Í dag nýtast þó nær- ingarefnin í lífræna hluta heimilisúrgangsins ekki en það mun breytast með tilkomu gas- og jarð- gerðarstöðvarinnar. efni gráu tunn- unnar fer í gas- og jarðgerðar- stöð Um 44% efnisins í heimilistunnunni eru eldhúsúrgangur sem er að mestu lífrænn (matar- leifar, bein, gæludýra- úrgangur, ryksugupokar o.þ.h.). Það er sá úrgang- ur sem mun eiga heima í gas- og jarðgerðarstöð- inni, auk bleia og pappírs- efna sem eru óhæf í annars konar endurvinnslu. Áhersla mun verða á að ákveðin efni séu flokkuð frá heimilisúr- gangi, s.s. pappír, fatn- aður, gler, spilliefni, raftæki o.fl. og komið í endurvinnslu í gegn um grenndargáma, blátunnu, endur- vinnslustöðvar o.s.frv. Plast- og gler- söfnun aukin Framleiðsla á jarðvegs- bæti í hæsta gæðaflokki krefst aukinnar flokkunar og 95% endurnýting – Gas- og jarðgerðarstöð rís í Álfsnesi Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU sem áætlað er að rísi í Álfsnesi árið 2018 verður raunhæfur möguleiki að endurnýta um 95% af öllum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. vinnslu á gleri og steinefnum. Söfnun á gleri hófst á 37 grenndar stöðvum árið 2016 og er stefnt að því að árið 2019 verði gler- gáma að finna á öllum grenndarstöðvum höfuð- borgarsvæðisins. Gler nýtist nú sem fylling- arefni við framkvæmd- ir með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og um- hverfisáhrifum slíkra framkvæmda. Undirbúningur er einnig hafinn að auk- inni plastsöfnun og er SORPA m.a. í til- raunaverkefni með Seltjarnarnesbæ um söfnun plastum- búða í sérstaka poka sem svo eru flokkað- ir frá heimilisúrgangi í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Niður- staða verkefnisins mun nýtast SORPU og sveitar félögum á höfuðborgarsvæð- inu til ákvarðana um framtíðar- lausnir á söfnun plastefna. Líklegt er að um einhvers konar vélræna flokkun verði að ræða en nú þegar er vélræn flokkun á málmi í heimilisúrgangi og bylgjupappa sem er flokkaður frá öðrum pappírsefnum úr blá- tunnu. Einnig hefur Reykjavíkur- borg boðið íbúum að fá sérstaka tunnu undir plastumbúðir og hefur það aukið plastsöfnun í borginni. gas- og jarðgerðarstöð er besta lausnin Gas- og jarðgerðarstöð er niður- staða umfangsmikillar greiningar- vinnu á árangri og kostnaði við mismunandi leiðir í söfnun og með- höndlun á heimilisúrgangi. Meðal annars var gerð lífsferilsgreining þar sem metin voru umhverfis- áhrif mismunandi lausna. Saman- burður var gerður á því að jarð- gera eingöngu matarleifar annars vegar og hins vegar að framleiða bæði gas og jarðvegsbæti úr heim- ilisúrgangi. Niðurstaðan var meðal annars að um þriðjungi minni út- blástur gróðurhúsalofttegunda verður til ef sú aðferð er notuð að framleiða bæði gas- og jarð- vegsbæti. Eitt stærsta umhverfis- vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eru loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum. Gas- og jarðgerðarstöð, samhliða aukinni endurvinnslu á textíl, pappírs- efnum, plasti og málmum, verð- ur mikilvægt framlag íbúa höfuð- borgarsvæðisins í baráttunni við að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Margfalt minni útblástur Frá árinu 2000 hefur SORPA framleitt eldsneytið metan úr lífrænum úrgangi sem berst á urðunar staðinn í Álfsnesi. Þetta er verðugt verkefni því spör­ uð gróðurhúsaáhrif eru um 310.000 tonn af CO2. 11.000 lítrar Vatnsmagn sem þarf við framleiðslu á einum gallabuxum. 2.000 tonn Árlegt magn fata og vefnaðarvöru sem endar í ruslinu í stað þess að fara í endurvinnslu. 10.000 tonn Þeir húsmunir sem hafa skipt um eigendur í gegn um Góða hirðinn, nytja­ markað SORPU. 200 milljónir Andvirði skilagjaldsskyldra drykkjarumbúða sem höf­ uðborgarbúar henda í ruslið í stað þess að endurvinna. 26 tveggja lítra plast­ flöskur þarf til að búa til eina flís­ peysu. 125 á ári Einnota plastpokar sem sparast árlega fyrir hvern Íslending sem skiptir yfir í margnota burðarpoka. Nytjahlutir Plast Pappír og pappi Föt og klæði Umbúðir með skilagjaldi Málmar Gler og steinefni Spilliefni og raftæki Lífrænn úrgangur Heimili Endurvinnsla Hlutföll helstu efnisflokka í gráu heimilistunnunni (orkutunnu) Samkvæmt rannsókn SORPU á samsetn­ ingu heimilisúrgangs í nóvember árið 2015 l Matarleifar, bein, gæludýraúrgangur, ryksugupokar 44% 66 kg á íbúa l Plast 21% 31 kg á íbúa l Pappír og pappi 11% 17 kg á íbúa l Bleiur 7% 10 kg á íbúa l Gler og steinefni 5% 8 kg á íbúa l Klæði og skór 4% 6 kg á íbúa l Önnur lífræn efni; garðaúrgangur, timbur, kertavax 3% 5 kg á íbúa l Málmar* 3% 5 kg á íbúa l Flöskur og dósir 1% 2 kg á íbúa l Spilliefni og raf­ tæki 1% 2 kg á íbúa *SORPA nær stórum hluta málma úr úr­ ganginum með tækjabúnaði og mun sá bún­ aður verða uppfærður um leið og gas­ og jarð­ gerðarstöðin verður tekin í notkun. SORPA er byggðasam­ lag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgar svæðinu. Fyrirtæk­ ið er rekið án hagnaðarsjónar­ miða og með umhverfið að leið­ arljósi. Stefna eigenda SORPU er að urðun heimilisúrgangs verði hætt ekki seinna en 2021, líkt og fram kemur í Svæðisáætl­ un um meðhöndlun úrgangs 2009­2020. 66 kg Magn eldhúsúrgangs frá hverjum höfuðborgarbúa árið 2015. Þessi úrgangur mun eiga heima í gas– og jarðgerðarstöð. 2,4 milljónir trjáa Það sem hefur sparast vegna endurvinnslu SORPU á pappír frá árinu 1991. Gas- og jarðgerðarstöð Kynningarblað ENdURviNNSLA 13. október 2016 3 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -6 1 2 C 1 A E 9 -5 F F 0 1 A E 9 -5 E B 4 1 A E 9 -5 D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.