Fréttablaðið


Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 13.10.2016, Qupperneq 41
Metanvinnsla SORPU mun aukast til muna með tilkomu gas- og jarð- gerðarstöðvar og heildarfram- leiðslan frá stöðinni og urðunar- staðnum duga til að knýja um 7-8.000 metanbíla. Auk þess mun stöðin skila um 10-12.000 tonnum af jarðvegsbæti sem nýta má til uppgræðslu lands. Úr plastúrgangi og öðrum leifum, sem óhæfar eru í annars konar endurvinnslu, verð- ur annaðhvort framleitt brenni sem nýtist sem orkugjafi eða dísil- olía sem nýtist sem ökutækjaelds- neyti. úrgangur verður eldsneyti Í dag eru um 70 prósent úrgangs sem fara í gráu heimilistunnuna lífræn efni, t.d. matarleifar og annar eldhúsúrgangur, pappírs- efni, garðaúrgangur, bleiur, textíll og timbur. Úrgangurinn er urðað- ur í Álfsnesi en SORPA framleið- ir vistvæna eldsneytið metan úr hauggasi sem myndast við niður- brot lífrænna efna. Metanið í hauggasinu er mjög orkuríkt, en einnig áhrifarík gróður húsalofttegund eða 25 sinn- um áhrifameiri en koltvísýringur. Metangasframleiðsla í Álfsnesi árið 2015 samsvaraði um tveim- ur milljónum bensínlítra þannig að matarleifar allra höfuðborgar- búa eru endurnýttar með þessum hætti og þannig dregið úr notkun á jarðefnaeldsneyti, s.s. bensíni og dísil. Í dag nýtast þó nær- ingarefnin í lífræna hluta heimilisúrgangsins ekki en það mun breytast með tilkomu gas- og jarð- gerðarstöðvarinnar. efni gráu tunn- unnar fer í gas- og jarðgerðar- stöð Um 44% efnisins í heimilistunnunni eru eldhúsúrgangur sem er að mestu lífrænn (matar- leifar, bein, gæludýra- úrgangur, ryksugupokar o.þ.h.). Það er sá úrgang- ur sem mun eiga heima í gas- og jarðgerðarstöð- inni, auk bleia og pappírs- efna sem eru óhæf í annars konar endurvinnslu. Áhersla mun verða á að ákveðin efni séu flokkuð frá heimilisúr- gangi, s.s. pappír, fatn- aður, gler, spilliefni, raftæki o.fl. og komið í endurvinnslu í gegn um grenndargáma, blátunnu, endur- vinnslustöðvar o.s.frv. Plast- og gler- söfnun aukin Framleiðsla á jarðvegs- bæti í hæsta gæðaflokki krefst aukinnar flokkunar og 95% endurnýting – Gas- og jarðgerðarstöð rís í Álfsnesi Með tilkomu gas- og jarðgerðarstöðvar SORPU sem áætlað er að rísi í Álfsnesi árið 2018 verður raunhæfur möguleiki að endurnýta um 95% af öllum úrgangi frá heimilum á höfuðborgarsvæðinu. vinnslu á gleri og steinefnum. Söfnun á gleri hófst á 37 grenndar stöðvum árið 2016 og er stefnt að því að árið 2019 verði gler- gáma að finna á öllum grenndarstöðvum höfuð- borgarsvæðisins. Gler nýtist nú sem fylling- arefni við framkvæmd- ir með sama hætti og möl. Þannig má draga úr námugreftri og um- hverfisáhrifum slíkra framkvæmda. Undirbúningur er einnig hafinn að auk- inni plastsöfnun og er SORPA m.a. í til- raunaverkefni með Seltjarnarnesbæ um söfnun plastum- búða í sérstaka poka sem svo eru flokkað- ir frá heimilisúrgangi í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Niður- staða verkefnisins mun nýtast SORPU og sveitar félögum á höfuðborgarsvæð- inu til ákvarðana um framtíðar- lausnir á söfnun plastefna. Líklegt er að um einhvers konar vélræna flokkun verði að ræða en nú þegar er vélræn flokkun á málmi í heimilisúrgangi og bylgjupappa sem er flokkaður frá öðrum pappírsefnum úr blá- tunnu. Einnig hefur Reykjavíkur- borg boðið íbúum að fá sérstaka tunnu undir plastumbúðir og hefur það aukið plastsöfnun í borginni. gas- og jarðgerðarstöð er besta lausnin Gas- og jarðgerðarstöð er niður- staða umfangsmikillar greiningar- vinnu á árangri og kostnaði við mismunandi leiðir í söfnun og með- höndlun á heimilisúrgangi. Meðal annars var gerð lífsferilsgreining þar sem metin voru umhverfis- áhrif mismunandi lausna. Saman- burður var gerður á því að jarð- gera eingöngu matarleifar annars vegar og hins vegar að framleiða bæði gas og jarðvegsbæti úr heim- ilisúrgangi. Niðurstaðan var meðal annars að um þriðjungi minni út- blástur gróðurhúsalofttegunda verður til ef sú aðferð er notuð að framleiða bæði gas- og jarð- vegsbæti. Eitt stærsta umhverfis- vandamálið sem við stöndum frammi fyrir eru loftslagsbreyt- ingar af mannavöldum. Gas- og jarðgerðarstöð, samhliða aukinni endurvinnslu á textíl, pappírs- efnum, plasti og málmum, verð- ur mikilvægt framlag íbúa höfuð- borgarsvæðisins í baráttunni við að draga úr útblæstri gróðurhúsa- lofttegunda. Margfalt minni útblástur Frá árinu 2000 hefur SORPA framleitt eldsneytið metan úr lífrænum úrgangi sem berst á urðunar staðinn í Álfsnesi. Þetta er verðugt verkefni því spör­ uð gróðurhúsaáhrif eru um 310.000 tonn af CO2. 11.000 lítrar Vatnsmagn sem þarf við framleiðslu á einum gallabuxum. 2.000 tonn Árlegt magn fata og vefnaðarvöru sem endar í ruslinu í stað þess að fara í endurvinnslu. 10.000 tonn Þeir húsmunir sem hafa skipt um eigendur í gegn um Góða hirðinn, nytja­ markað SORPU. 200 milljónir Andvirði skilagjaldsskyldra drykkjarumbúða sem höf­ uðborgarbúar henda í ruslið í stað þess að endurvinna. 26 tveggja lítra plast­ flöskur þarf til að búa til eina flís­ peysu. 125 á ári Einnota plastpokar sem sparast árlega fyrir hvern Íslending sem skiptir yfir í margnota burðarpoka. Nytjahlutir Plast Pappír og pappi Föt og klæði Umbúðir með skilagjaldi Málmar Gler og steinefni Spilliefni og raftæki Lífrænn úrgangur Heimili Endurvinnsla Hlutföll helstu efnisflokka í gráu heimilistunnunni (orkutunnu) Samkvæmt rannsókn SORPU á samsetn­ ingu heimilisúrgangs í nóvember árið 2015 l Matarleifar, bein, gæludýraúrgangur, ryksugupokar 44% 66 kg á íbúa l Plast 21% 31 kg á íbúa l Pappír og pappi 11% 17 kg á íbúa l Bleiur 7% 10 kg á íbúa l Gler og steinefni 5% 8 kg á íbúa l Klæði og skór 4% 6 kg á íbúa l Önnur lífræn efni; garðaúrgangur, timbur, kertavax 3% 5 kg á íbúa l Málmar* 3% 5 kg á íbúa l Flöskur og dósir 1% 2 kg á íbúa l Spilliefni og raf­ tæki 1% 2 kg á íbúa *SORPA nær stórum hluta málma úr úr­ ganginum með tækjabúnaði og mun sá bún­ aður verða uppfærður um leið og gas­ og jarð­ gerðarstöðin verður tekin í notkun. SORPA er byggðasam­ lag í eigu sveitarfélaganna á höfuðborgar svæðinu. Fyrirtæk­ ið er rekið án hagnaðarsjónar­ miða og með umhverfið að leið­ arljósi. Stefna eigenda SORPU er að urðun heimilisúrgangs verði hætt ekki seinna en 2021, líkt og fram kemur í Svæðisáætl­ un um meðhöndlun úrgangs 2009­2020. 66 kg Magn eldhúsúrgangs frá hverjum höfuðborgarbúa árið 2015. Þessi úrgangur mun eiga heima í gas– og jarðgerðarstöð. 2,4 milljónir trjáa Það sem hefur sparast vegna endurvinnslu SORPU á pappír frá árinu 1991. Gas- og jarðgerðarstöð Kynningarblað ENdURviNNSLA 13. október 2016 3 1 3 -1 0 -2 0 1 6 0 4 :2 5 F B 0 8 0 s _ P 0 6 0 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 8 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 1 A E 9 -6 1 2 C 1 A E 9 -5 F F 0 1 A E 9 -5 E B 4 1 A E 9 -5 D 7 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 A F B 0 8 0 s _ 1 2 _ 1 0 _ 2 0 1 C M Y K
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.